Veitu- og hafnaráð

70. fundur 06. desember 2017 kl. 08:00 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnþór Sveinbjörnsson vék af fundi kl. 9:10.

1.Mikilvæg ábending varðandi ferjuhöfnina á Árskógssandi

Málsnúmer 201711062Vakta málsnúmer

Í bréfi sem dagsett er 15. nóvember 2017, frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, kemur fram ábending varðandi ferjuhöfnina á Árskógssandi. Í bréfinu er bent á að kantbiti sé 15 til 16 cm hár en á að vera minnst 20 cm samkvæmt 27. gr. reglugerðar frá 326/2004.
Í framhaldi af slysinu óskað sviðsstjóri eftir teikningum af ferjubryggjunni frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Þær hafa borist og er bryggjan í öllu byggð samkvæmt þeim en þær eru dagsettar í febrúar 1987. Rétt þykir að geta þess að engar athugasemdir hafa verið gerðar við frágang bryggunnar við vejubundna úttekt af hendi eftirlits.

Í bréfinu kom einnig fram að óskað væri eftir því að gerðar yrðu úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara.

Brugðist hefur verið við þessum tilmælum og var við fyrsta tækifæri komið fjórum umferðarstöplum við enda bryggjunnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 201710106Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 27.10.2017, frá Fiskistofu kemur fram að hlutur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í sérstöku strandveiðigjaldi hafna á árinu 2017 er kr. 540.189.-.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2018

Málsnúmer 201712003Vakta málsnúmer

Við afgreiðslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar:
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan 1. ágúst 2016 sem er 583,4 stig. Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í gjaldskránni í fyrsta sinn og er breyting á þeim liðum sem byggingarvísitala nær til 3,42% og launavísitala 8,11%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum sem gildir frá 1. janúar 2018.

4.Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða 2018

Málsnúmer 201712004Vakta málsnúmer

Við afgreiðslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá vegna leigu á verbúðum: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum sem gildir frá 1. janúar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum.

5.Tilkynning um tjón vegna vatnsleka.

Málsnúmer 201708016Vakta málsnúmer

Eigendur að Skíðabraut 18, Dalvík, Aurora Leisure ehf hafa höfðað mál á hendur Dalvíkurbyggð til viðurkenningar á bótaskyldu á tjóni sem varð er heimlögn kaldavatnsins fór að leka.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2018.

Málsnúmer 201712001Vakta málsnúmer

Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Vatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Aukavatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“ Og einnig „Mælaleiga er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“og að lokum „Heimæðargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017 sem gildir frá 1. janúar 2018.

7.Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2018

Málsnúmer 201712002Vakta málsnúmer

Gjaldskrá fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Fráveitugjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Rotþróargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem gildir frá 1. janúar 2018.

8.Viðaukar 2017 á veitu- og hafnasviði

Málsnúmer 201712005Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs lagði fram samantekt á þeim viðaukum sem inn voru sendir til byggðarráðs vegna fyrirséðra breytinga sem taka til tekna annarsvegar hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar og hinsvegar vegna Hitaveitu Dalvíkur. Um er að ræða verðþróun á fiskverði og minni landaður afli hjá Hafnasjóði og hvað Hitaveitu varðar er um minni sölu á heitu vatni til iðnaðar og gott tíðarfar. Einnig hafa framkvæmdir Hafnasjóðs við Austurgarð tafist og er talið eðlilegt að lagfæra þörf til lántöku vegna þessa nær því sem verkefni kallar á.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagt erindi um viðauka 2017.

9.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2017.

Málsnúmer 201712013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2016. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 232,19 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.846.323,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagðan útreikning.

10.Fráveita, tilboð í hreinsibúnað.

Málsnúmer 201712034Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs lagði fram tilboð frá tveimur aðilum í búnað til hreinsunar á fráveitu þannig að útræsi uppfylli kröfur um 1. stigs hreinsun. Annars vegar er um snígilshreinsun en hinsvegar um „tröppurist“ að ræða. Munur á þessum tveimur útfærslum er sá að tröppurist hreinsar betur heldur en snígillinn en rýmið sem búnaðurinn kallar á er svipaður.
Fyrir ráðinu liggja tvö tilboð í tröppurist frá Andersons Water á kr. 5.944.000,- og frá Mellegard & Naij á kr. 4.168.000,-
Síngilbúnaðurinn er frá Varma og vélaverk á kr. 5.115.000,-.

Svisstjóri leggur til að gengið verði til samninga við Mellegard & Naij.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu sviðsstjóra.

11.Starfsmannamál

Málsnúmer 201712032Vakta málsnúmer

Starfsmannamál voru til umræðu á fundinum.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs