Tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2018

Málsnúmer 201711045

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2018.

a) Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára.

b) Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð.

c) Veitu- og hafnaráð hefur ekki fjallað um gjaldskrár vegna vatnsveitu og fráveitu en skv. meðfylgjandi drögum þá liggur fyrir hver breytingin yrði miðað við hækkun á byggingavísitölu nóvember - september, eða 3,19%.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli áranna 2017 og 2018.

b) Byggðaráð frestar umfjöllun um gjaldskrár vatnsveitu og fráveitu þar til endanleg tillaga liggur fyrir.

c) Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint.

Sveitarstjórn - 297. fundur - 21.11.2017

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2018. a) Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára. b) Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð. c) Veitu- og hafnaráð hefur ekki fjallað um gjaldskrár vegna vatnsveitu og fráveitu en skv. meðfylgjandi drögum þá liggur fyrir hver breytingin yrði miðað við hækkun á byggingavísitölu nóvember - september, eða 3,19%. Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli áranna 2017 og 2018. b) Byggðaráð frestar umfjöllun um gjaldskrár vatnsveitu og fráveitu þar til endanleg tillaga liggur fyrir. c) Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagning fasteignaskatts og lóðarleigu vegna ársins 2018 verði eftirfarandi:


Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2017).
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

Byggðaráð - 847. fundur - 30.11.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:06.

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. bókað:

"Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð.
Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint."

Á fundinum kynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gögn og útreikninga er varðar ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn breytingu á sorphirðugjaldi um 5,6% milli áranna 2017 og 2018 þannig að það breytist úr kr. 40.192 í kr. 42.443, sbr. ofangreind tillaga umhverfisráðs.

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Á 847. fundi byggðaráðs þann 30. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:06. Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. bókað: "Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð. Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint." Á fundinum kynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gögn og útreikninga er varðar ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn breytingu á sorphirðugjaldi um 5,6% milli áranna 2017 og 2018 þannig að það breytist úr kr. 40.192 í kr. 42.443, sbr. ofangreind tillaga umhverfisráðs. "

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sorphirðugjald fyrir árið 2018 verði kr. 42.443 per íbúð.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fjöldi gjalddaga vegna fasteignaskatts og fasteignagjalda verði 10 og sá fyrsti 5. febrúar, sbr. meðfylgjandi tillaga.