Deiliskipulag Lokastígsreitur

Málsnúmer 201708070

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 293. fundur - 01.09.2017

Lögð fram skipulagslýsing af deiliskipulagi Lokastígsreits þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 294. fundur - 19.09.2017

Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing af deiliskipulagi Lokastígsreits þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum"

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.

Veitu- og hafnaráð - 67. fundur - 11.10.2017

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum umsagnaraðila við ofangreinda skipulagslýsingu. Ábending og/eða umsögn berist eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017 til umhverfissviðs.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir.

Umhverfisráð - 297. fundur - 07.11.2017

Drög að deiliskipulagi Lokastígsreits lögð fram til umræðu.
Umhverfisráð leggur til samkvæmt umræðum á fundinum að tillaga A verði útfærð nánar fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 298. fundur - 01.12.2017

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Lokastígsreit ásamt umsögnum vegna skipulagslýsingar.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Lokastígsreit ásamt umsögnum vegna skipulagslýsingar.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fimm atkvæðum "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Lokastígsreit skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð - 71. fundur - 17.01.2018

Innkomið erindi dags. 5. janúar 2018 fyrir hönd Dalvíkurbyggðar þar sem vakin er athygli á auglýsingu tillögu að deiliskipulagi Lokastígsreits á Dalvík.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu Lokastígsreit á Dalvík.

Umhverfisráð - 303. fundur - 16.03.2018

Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. janúar 2018 með athugasemdafresti til 23. febrúar 2018. Engar athugasemdir á auglýsingatíma.
Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 301. fundur - 20.03.2018

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:36.

Á 303. fundi umhverfisráðs þann 16. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. janúar 2018 með athugasemdafresti til 23. febrúar 2018. Engar athugasemdir á auglýsingatíma. Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Lögð fram tillaga að nýjum byggingarreit við Lokastíg 3, Dalvík.
Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Lokastígs 3.
Breytingin felst í tilfærslu á byggingarreit innan lóðarinnar.
Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.