Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka á fjárhagsáætlunar 2017 vegna kostnaðar við sorp og leiktæki á Hauganesi

Málsnúmer 201711083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 847. fundur - 30.11.2017

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 24. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun:

a) Viðauki nr. 26/2017: Lækkun á lykli 08210-4943, kr. 8.506.108, þar sem áætlun vegna sorphirðu var ofáætluð sem þessu nemur. Eftir stendur því á lykli 08210-4943 kr. 47.000.000.

b) Viðauki nr. 27/ 2017:Leiktæki á Hauganesi; fyrir liggur í fjárhagsáætlun 2018 að leiktæki sem var gert ráð fyrir að setja upp á Hauganesi 2017 verður ekki framkvæmt, þannig að gert er ráð fyrir þessum verkþætti árið 2018. Því er óskað eftir að kr. 800.000 vegna þessa falli niður á lykli 32200-11608.

c) Viðauki nr. 28/2017: Leiktæki við Árskóg varð kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir en áætlun er kr. 1.000.000 til þess verkefnis. Staðan er kr. 1.414.018 á lykli 32200-11608 og óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 385.982.

Börkur vék af fundi kl. 14:03.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka vegna leiktækis við Árskóg.

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Á 847. fundi byggðaráðs þann 30. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 24. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun: a) Viðauki nr. 26/2017: Lækkun á lykli 08210-4943, kr. 8.506.108, þar sem áætlun vegna sorphirðu var ofáætluð sem þessu nemur. Eftir stendur því á lykli 08210-4943 kr. 47.000.000. b) Viðauki nr. 27/ 2017:Leiktæki á Hauganesi; fyrir liggur í fjárhagsáætlun 2018 að leiktæki sem var gert ráð fyrir að setja upp á Hauganesi 2017 verður ekki framkvæmt, þannig að gert er ráð fyrir þessum verkþætti árið 2018. Því er óskað eftir að kr. 800.000 vegna þessa falli niður á lykli 32200-11608. c) Viðauki nr. 28/2017: Leiktæki við Árskóg varð kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir en áætlun er kr. 1.000.000 til þess verkefnis. Staðan er kr. 1.414.018 á lykli 32200-11608 og óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 385.982. Börkur vék af fundi kl. 14:03.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum beiðni um viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2017 skv. ofangreindu. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka vegna leiktækis við Árskóg. "

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 25/2017 og afgreiðslu byggðaráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 26/2017 og afgreiðslu byggðaráðs.

Byggðaráð - 863. fundur - 11.04.2018

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 6. apríl 2018 þar sem óskað er eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2018 vegna kostnaðar við leiktæki á Hauganesi. Beiðnin er tilkomin vegna erindis frá íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 5. apríl 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á fyrirhuguðum leiktækjakaupum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 204.000 við 32200-11608-E1818, en á áætlun 2018 er kr. 1.500.000.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 8/2018, að upphæð kr. 204.000. Vísað á deild 32200 og lið 11608, verkefni nr. E1818. Byggðaráð samþykkir jafnframt með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð leggur áherslu á að leiktækin verði sett niður sem allra fyrst og fagnar frumkvæði íbúanna.

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað.
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 6. apríl 2018 þar sem óskað er eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2018 vegna kostnaðar við leiktæki á Hauganesi. Beiðnin er tilkomin vegna erindis frá íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 5. apríl 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á fyrirhuguðum leiktækjakaupum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 204.000 við 32200-11608-E1818, en á áætlun 2018 er kr. 1.500.000. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 8/2018, að upphæð kr. 204.000. Vísað á deild 32200 og lið 11608, verkefni nr. E1818. Byggðaráð samþykkir jafnframt með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð leggur áherslu á að leiktækin verði sett niður sem allra fyrst og fagnar frumkvæði íbúanna. "

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 204.000. Vísað á deild 32200 og lið 11608, verkefni nr. E1818. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.