Menningarráð - 65, frá 07.12.17.

Málsnúmer 1712002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Til afgreiðslu:
2. liður.
4. liður.
5. liður, sér liður á dagskrá.
  • Yfirferð á menningarstefnu Dalvíkurbyggðar og vinnureglum vegna úthlutunar styrkja til menningarmála. Menningarráð - 65 Málinu frestað til næsta fundar.
  • Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur og styrkveiting vegna leiksýningar árið 2017. Menningarráð - 65 Menningarráð samþykkir fyrirliggjandi samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur og styrkveitingu vegna jólasýningar 2017. Styrkurinn tekinn af lykli 05810. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs og samning við Leikfélag Dalvíkur.
  • Stöðuyfirlit á málaflokk 05 frá 1. janúar til 4. desember 2017. Menningarráð - 65 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið var fyrir erindi frá Hauki Sigvaldasyni þar sem meðal annars kom fram:

    "Nú stöndum við frammi fyrir því að gera eitthvað við allt það efni sem við höfum tekið upp og komist yfir eftir öðrum leiðum. Þess má geta að nokkrir viðmælendur eru horfnir á braut en léðu okkur þó sögu sína. Ég hef frá fyrstu stundu hugsað mér að þetta efni ætti heima á Dalvík í aðgengilegu formi fyrir þann eða þá sem hafa gagn og gaman af grúski"
    Menningarráð - 65 Menningarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs ásamt forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafn að ganga frá kaupum á heimildasafni sem Haukur Sigvaldason aflaði við gerð myndarinnar Brotið og var ekki nýtt við gerð myndarinnar. Ráðið telur að efnið muni nýtast við skráningu sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Tekið út af málflokki 05810.


    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs gegn því að heimildin sem um ræðir sé að hámarki allt að kr. 400.000 sem láðist að taka fram í bókun menningarráðs.
  • Gjaldskrár á málaflokk 05 fyrir árið 2018. Menningarráð - 65 Fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir 2018 samþykktar með þremur greiddum atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Fyrirspurn til Menningarhússins Bergs ses. um uppsetningu á málverkasafni JS Brimars í eigu sveitarfélagsins í tilefni 90 ára afmælis listmálarans þann 13. júní 2018.

    Menningarráð - 65 Menningarhúsið Berg er fullbókað frá maí til og með september 2018 og því ekki hægt að koma við sýningu á verkum JS Brimars í kringum afmælisdag hans þann 13. júní 2018.
    Menningarráð leggur til að skoðað verði með að haldin verði rúllandi sýning í stigahúsi Ráðhússins á verkum JS Brimars í eigu Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið er falið að hafa samband við alla sem málið varðar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir lagðir fram til kynningar, 5. liður er sér liður á dagskrá.