Félagsmálaráð - 213, frá 12.12.2017

Málsnúmer 1712004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Til afgreiðslu:
7. liður.
  • .1 201712068 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201712068 Félagsmálaráð - 213 Bókað í trúnaðarmálabók Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:50.
  • .2 201712069 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201712069 Félagsmálaráð - 213 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .3 201711034 Trúnaðarmál
    Eyrún Rafnsdóttir vék af fundi kl 9:13 vegna vanhæfis

    Trúnaðarmál - 201711034

    Eyrún Rafnsdóttir kom inn á fund 9:35
    Félagsmálaráð - 213 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .4 201711032 Trúnaðarmál
    Félagsmálaráð - 213
  • Erindi barst frá Aflinu - Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis dags. 20. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir rekstarstyrk. Óskað er eftir styrk svo hægt sé að halda áfram að þróa Aflið og styðja á sem faglegastan hátt við brotaþola ofbeldis í heimabyggð. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að stuðla að bættri þjónustu við brotaþola og aðstandendur þeirra. Öll framlög eru vel þegin. Félagsmálaráð - 213 Félagsmálaráð samþykkir að styrkja Aflið um 100.000,- krónur tekið af lið 02-80. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .6 201711065 Jólaaðstoð 2017
    Erindi barst dags. 17. nóvember frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð þar sem óskað er eftir styrk til að veita einstaklingum í Eyjafirði jólaaðstoð sem þess þurfa. Ofangreind félög hafa starfað saman undanfarin ár og hafa félögin skrifað undir samstarfssamnig til ársins 2018. Söfnunarfé er notað til kaupa á gjafakortum til einstaklinga fyrir jólin. Samtals fengu 320 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð fyrir jólin í fyrra. Samstarf hefur verið undanfarin ár milli fyrrgreindra félaga og félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð - 213 Félagsmálaráð samþykkir að styrkja jólaaðstoðina um 100.000,-. Tekið af lið 02-11-9110. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Jóhannes Tryggvi Jónsson vék af fundi kl. 9:55

    Erindi barst dags. 20.11 2017 frá Samanhópnum um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2017. Markmið með starfi hópsins er að styðja og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu, einkum í tengslum við tímabil og viðburði þar sem hætta er á aukinni neyslu vínuefna meðal unglinga. Stuðningur og hvatning SAMAN-hópsins felst í að vekja athygli á hættum sem ógna börnum og unglingum, benda foreldrum á ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og að hvetja til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar á sérstökum tímamótum. Hópurinn fjármagnar verkefni sín eingöngu með styrkjum. SAMAN-hópurinn vonar að sveitarfélagið sjái sér fært að styrkja forvarnarstarf hópsins um 20.000-60.000 en öll framlög eru vel þegin.
    Félagsmálaráð - 213 Félagsmálaráð hafnar erindinu með þremur greiddum atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.

    Enginn tók til máls og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar.