Frá sviðstjórum; Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017; heildarviðauki III

Málsnúmer 201712031

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 848. fundur - 07.12.2017

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs dagsett þann 5. desember 2017 þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017:

a) Viðauki 35/2017: Í fjárhagsáætlun 2017 er á lið 02010-1023 launaskrið að upphæð kr. 1.816.010 sem mun ekki reyna á. Óskað er því eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 þannig að þessi liður verði kr. 0. Breytingu vísað á hækkun á handbæru fé.

b) Viðauki 36/2017:
Í fjárhagsáætlun 2017 er áætlað fyrir launum á deild 31800, alls kr. 5.407.713. Þar sem þær forsendur breytinga sem gengið var út frá hafa ekki gengið eftir er lagt til að launaáætlunin verði flutt á kostnaðarstað, sem er deild 04210. Samkvæmt upplýsingum frá launafulltrúa þá er launaáætlunin kr. 5.407.299. Mismunurinn er kr. 414 sem er vegna kaffikostnaðar á deild 31800. Þar sem um innbyrðist breytingar er að ræða sem nettast út þá þarf ekki ráðstöfun á móti.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 6. desember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarnadi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017.

c) Viðauki 37/2017: Lagt er til að deildin 02110, fjárhagsaðstoð, lækki úr kr. 16.812.079 og í kr. 7.200.000, lækkun um kr. 9.612.079.

d) Viðauki 38/2017; Einnig er lagt til að settur verði viðauki á lið 02800-9145 að upphæð kr. 100.000 svo félagsmálaráð geti mögulega veitt Aflinu rekstrarstuðning fyrir árið 2017.

e) Viðauki 39/2017: Lagt er til að framlag að upphæð 20 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar á íbúðum fyrir fatlað fólk verði lækkað um 16 m.kr. þar sem ekki mun reyna á þennan kostnað á árinu 2017, deild 32200.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 35/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36/2017 við fjárhagsáætlun 2017, ekki er þörf á ráðstöfun á móti.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 37/ 2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með lækkun á handbæru fé.

e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 39/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Á 848. fundi byggðaráðs þann 7. desember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs dagsett þann 5. desember 2017 þar sem óskað er eftir eftirfarandi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017:
a) Viðauki 35/2017: Í fjárhagsáætlun 2017 er á lið 02010-1023 launaskrið að upphæð kr. 1.816.010 sem mun ekki reyna á. Óskað er því eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 þannig að þessi liður verði kr. 0. Breytingu vísað á hækkun á handbæru fé.
b) Viðauki 36/2017: Í fjárhagsáætlun 2017 er áætlað fyrir launum á deild 31800, alls kr. 5.407.713. Þar sem þær forsendur breytinga sem gengið var út frá hafa ekki gengið eftir er lagt til að launaáætlunin verði flutt á kostnaðarstað, sem er deild 04210. Samkvæmt upplýsingum frá launafulltrúa þá er launaáætlunin kr. 5.407.299. Mismunurinn er kr. 414 sem er vegna kaffikostnaðar á deild 31800. Þar sem um innbyrðist breytingar er að ræða sem nettast út þá þarf ekki ráðstöfun á móti. Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 6. desember 2017, þar sem óskað er eftir eftirfarnadi viðaukum við fjárhagsáætlun 2017.
c) Viðauki 37/2017: Lagt er til að deildin 02110, fjárhagsaðstoð, lækki úr kr. 16.812.079 og í kr. 7.200.000, lækkun um kr. 9.612.079.
d) Viðauki 38/2017; Einnig er lagt til að settur verði viðauki á lið 02800-9145 að upphæð kr. 100.000 svo félagsmálaráð geti mögulega veitt Aflinu rekstrarstuðning fyrir árið 2017.
e) Viðauki 39/2017: Lagt er til að framlag að upphæð 20 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar á íbúðum fyrir fatlað fólk verði lækkað um 16 m.kr. þar sem ekki mun reyna á þennan kostnað á árinu 2017, deild 32200.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 35/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36/2017 við fjárhagsáætlun 2017, ekki er þörf á ráðstöfun á móti. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 37/ 2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé. d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með lækkun á handbæru fé. e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 39/2017 við fjárhagsáætlun 2017, mætt með hækkun á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 35/2017, nr. 36/2017, nr. 37/2017, nr. 38/2017 og nr. 39/2017 við fjárhagsáætlun 2017 og afgreiðslu byggðaráðs.