Umhverfisráð - 298, frá 01.12.2017

Málsnúmer 1711014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Til afgreiðslu:
1. liður.
3. liður.
5. liður, sér liður á dagskrá.
6. liður, sér liður á dagskrá.

  • Með innsendu erindi dags.26. nóvember 2017 óska eigendur að Reynihólum 8, Dalvík eftir leyfi fyrir svalahurð, sólpalli og potti samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 298 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að grendarkynna framkvæmdina til eftirtalinna:
    Böggvisbraut 13,15 og 17
    Reynihólar 2,4,6 og 10.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfsiráðs.
  • Lögð fram til kynningar tillaga ON að staðsetningu hraðhleðslustöðvar á Dalvík. Umhverfisráð - 298 Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar lýst vel á framlagða tillögu og leggur til að Orka Náttúrunnar vinni áfram að verkefninu með N1. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

    Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir.
    Umhverfisráð - 298 Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð
    ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til.
    Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað.

    Samþykkt með 5 atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Til máls tók:
    Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur til að afgreiðslu á þessum lið verði frestað og vísað til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
  • Drög að deiliskipulagi íþróttasvæðis á Dalvík ásamt umsögnum vegna skipulagslýsingar lögð fram til kynningar og umræðu.

    Umhverfisráð - 298 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma þeim ábendingum sem fram komu á fundinum til skipulagsráðgjafa sem lagðar verða fyrir næsta fund ráðsins. Sviðsstjóra er einnig falið að óska eftir áliti notenda svæðisins eftir að breytingar hafa verið gerðar samkvæmt minnisblaði fundarins.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar uppfærð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Umhverfisráð - 298 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi í upphafi nýs árs.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Lokastígsreit ásamt umsögnum vegna skipulagslýsingar. Umhverfisráð - 298 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 5. og 6. eru sér liður á dagskrá.