Sveitarstjórn

295. fundur 17. október 2017 kl. 16:15 - 17:33 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 835, frá 21.09.2017

Málsnúmer 1709017FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
4. liður.
  • Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru í heimsókn í Frístund Dalvíkurskóla til að skoða aðstæður eftir breytingar og kynna sér starfsemina, kl. 13:15.

    Gísli Bjarnason, skólastjóri, tók á móti byggðaráði ásamt Hrafnhildi Hafdísi Sverrisdóttur, Margréti Traustadóttur, starfsmönnum Frístundasr, og Hlyni Sigursveinssyni, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 835 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 11. september 2017, þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018, ág grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 15. október 2017.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 835 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn umsókn um byggðakvóta til ráðuneytisins, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Vísað til atvinnumála- og kynningarráðs.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðsluj kl. 16:18.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 15. september 2017, þar sem kynnt er að starfshópur um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndarsvæði á Íslandsmiðum hefur skilað minnisblaði um reglur sem gilda um dragnótaveiðar.

    Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga stendur til boða að koma athugasemdum vegna málsins á framfæri við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti eigi síðar en þriðjudaginn 26. september 2017. Þau aðildarsveitarfélög sem vilja koma athugasemdum á framfæri eru beðin um að koma þeim til Sambandsins í síðasti lagi í hádegi mánudaginn 25. september.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 835 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:20.

    Lagt fram til kynningar.
  • Á 820. fundi byggðaráðs þann 4. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Sjávarútvegsmiðstöðinni dags. 24.04.2017 þar sem sótt er um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017. Undanfarin fjögur ár hefur Sildarvinnslan á Neskaupsstað rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum. Markiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi, auk þess sem hann er hugsaður sem farvegur til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð. Síðastliðið sumar leitaði Síldarvinnslan til Háskólans á Akureyri og óskaði eftir þeirra aðkomu sem umsjónaraðilar skólans. Fyrirhugað er að styðjast við fyrirkomulag sjávarútvegsskólans síðustu ár og halda svipuðu sniði fyrir fyrirhugaðan Sjávarútvegsskóla Norðurlands. Þannig er gert ráð fyrir að skólinn verði í eina viku á hverju kennslustað, ætlaður 14 ára nemendum og skipulagður sem hluti af vinnuskóla sveitarfélaganna. Óskað er eftir styrk að upphæð 250.000 frá Dalvíkurhöfn til greiðslu kostnaðar vegna Sjávarútvegsskólans. Erindi þetta var tekið fyrir í Veitu- og hafnarráði, 61. fundi dags. 26.04.2017. Þar var bókað; Veitu- og hafnaráð telur að sú hugmyndafræði sem fram kemur í erindi frá sjávarútvegsskólanum um kynningu á störfum tengdum sjávarútvegi og þeim möguleikum sem eru til menntunar á þeim vettvangi fyrir yngri kynslóðina sé gagnleg. Veitu- og hafnaráð hefur vilja til þess að bregðast jákvætt við erindinu en það hefur ekki fjárheimild til að veita umbeðinn styrk og samþykkir samhljóða að vísa því til byggðarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar í fræðsluráði."

    Á 219. fundi fræðsluráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á fundi byggðaráðs þann 4. maí var tekin fyrir umsókn frá Háskólanum á Akureyri um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017. Byggðaráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar í fræðsluráði.
    Fræðsluráð hefur vilja til að bregðast jákvætt við erindinu og vísar málinu til byggðaráðs til endanlegrar afgreiðslu."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 835 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 250.000, vísað á deild 41210. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 15. september 2017 frá Íbúðalánasjóði þar sem fram kemur að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verður haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi og eru sveitarfélögin hvött til að taka daginn frá. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 835 Vísað til framkvæmdastjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skilafrestur á starfs- og fjárhagsáætlun stjórnenda, eftir umfjöllun í fagráðum eftir því sem við á, var 19. september s.l.

    Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar á umfjöllun byggðaráðs að ljúka 5. október n.k.

    Farið var yfir á fundinum umfjöllun fagráða hvað varðar afgreiðslur á einstökum málum og erindum og yfirferð yfir starfsáætlanir, fjárhagsramma og fylgigögn skipulagt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 835 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836, frá 28.09.2017.

Málsnúmer 1709018FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
5. liður.
6. liður.
  • a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

    Eyrún kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokks 02; félagsþjónusta, fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

    Eyrún vék af fundi kl. 12:44.

    b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs


    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:00.

    Þorsteinn kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka 41, 42, 43, 44, 47, 48, 73, 74; Hafnasjóður, Vatnsveita, Hitaveita og Fráveita.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 14:15.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 835. fundi byggðaráðs þann 21. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 15. september 2017 frá Íbúðalánasjóði þar sem fram kemur að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verður haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi og eru sveitarfélögin hvött til að taka daginn frá.
    Vísað til framkvæmdastjórnar."

    Fjallað var um ofangreint á fundi framkvæmdastjórnar þann 25.09.2017. Lagt er til að fulltrúar frá Dalvíkurbyggð sæki Húsnæðisþingið.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að 1-2 fulltrúar frá Dalvíkurbyggð sæki þingið. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir bréf frá framkvæmdastjóra Dalbæjar, dagsett þann 18. september 2017, þar sem fram kemur að hjálagður er ársreikningur Dalbæjar heimilis aldraða Dalvík fyrir árið 2016 sem samþykktur hefur verið af stjórn Dalbæjar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 25. september 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er beiðni frá Sjávarútvegsráðuneyti um umsögn vegna laga um stjórn fiskveiða.

    Umsögnin lýtur að beiðni Samtaka smærri útgerða um að bann við notkun annarra veiðarfæra en línu og handfæra við veiðar skv. krókaaflamarki verði aflétt. Telja samtökin bannið feli í sér mismunun þar sem útgerðir aflamarksskipa hafi getað skipt um veiðarfæri til að bregðast við breyttum aðstæðum.

    Þau sveitarfélög sem hyggjast veita umsögn eru beðin um að senda umsögn sína til Sambandsins í síðasta lagi 13. október n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 19. september 2017, þar sem fram kemur að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 4. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Neytendasamtökunum, dagsett þann 14. september 2017, þar sem óskað er eftir styrk til að styðja við starfsemi samtakanna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, f.h. íbúasamtaka á Hauganesi, rafpóstur dagsettur þann 11. september 2017, þar sem fram kemur að um sé að ræða formlegt erindi lögfræðings fyrir hönd aðila á Hauganesi sem hafa beðið hann að grennslast fyrir um fullyrðingar sem fram koma í 11 liðum vegna kaupsamnings sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um eignina Árskógur 1, 621. Dalvík. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn bæjarlögmanns um þetta mál."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að svarbréfi við ofangreindu erindi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að svarbréfi eins og það liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Björn Friðþjófsson, landshlutafulltrúi NL hjá KSÍ, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

    Til umræðu uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.

    Guðni, Björn og Hlynur viku af fundi kl. 15:12.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 836 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir fundargerðarinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 837, frá 28.09.2017.

Málsnúmer 1709019FVakta málsnúmer

  • a) Tillögur fræðslu- og menningarsviðs að starfs- og fjárhagsáætlun

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 15:15.

    Hlynur kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 fyrir málaflokka 04 Fræðslu- og uppeldismál ,05 Menningarmál ,06 Íþrótta- og æskulýðsmál og tjaldsvæði deild 1370.


    Hlynur vék af fundi kl. 16:10.

    b) Tillögur umhverfis- og tæknisviðs að starfs- og fjárhagsáætlun

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 16:12.

    Börkur kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 fyrir málaflokka 07 Brunamál- og almannavarnir, 08 Hreinlætismál, 09 Bygginga- og skipulagsmál, 10 Samgöngumál, 11 Umhverfismál, 13 að hluta vegna landbúnaðarmála, 31 Eignasjóður rekstur og 32 Eignasjóður fjárfestingar.

    Börkur vék af fundi kl. 17:56.

    c) Samantekt dagsins.

    Farið yfir yfirferð dagsins og næstu skref í vinnunni rædd.





    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 837 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 838, frá 3.10.2017.

Málsnúmer 1709020FVakta málsnúmer

  • Undir þessum lið mættu á fund byggðaráðs Árni Halldórsson frá Whales Hauganes ehf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018 Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. "

    Í tillögum veitu- og hafnasviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021 til byggðaráðs er lagt til að farið verði í framkvæmd við flotbryggju í höfninni á Hauganesi að upphæð 14,0 m.kr.

    Til umræðu ofangreint.

    Árni og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:21
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 838 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að skoða aðra möguleika hvað varðar lausn á aðgengi fyrir farþega í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýsluvið.

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýlusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs sem og starfsáætlun upplýsingafulltrúa vegna málaflokka 00 Skatttekjur, 03 að hluta vegna heilbrigðismála, 13 að hluta vegna atvinnumála, 20 Framlag til B-hluta fyrirtækja, 21 Sameiginlegur kostnaður, 22 Lífeyrisskuldbindingar, 28 Fjármunatekjur- og fjármagnsgjöld, 32 að hluta vegna tölvu - og hugbúnaðar, 57 Félagslegar íbúðir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 838 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Freydís Dana Sigurðardóttir og Guðröður Ágústsson, búsett og eigendur að Árskógi lóð 1, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:35.

    Á 812. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00.

    Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað: Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
    Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs.'

    Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land.

    Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49.
    Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.

    Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku."

    Í bréfi er barst sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 31. janúar 2017 kemur fram ósk Freydísar Dönu og Guðraðar um að sækja um stækkun lóðar í kringum Árskóga og þörf fyrir 3-4 hektara beitiland fyrir um 35 hross. Einnig koma fram áform um að fá að stækka bílskúrinn og breyta honum í hesthús. Áætluð er hestaaðstaða fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni þar sem þau stefna á uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu.

    Til umræðu ofangreint.

    Freydís Dana, Guðröður og Börkur viku af fundi kl. 15:35.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 838 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839, frá 12.10.2017

Málsnúmer 1710004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagkrá.
5. liður.
6. liður.
7. liður sér liður á dagskrá.
13. liður.
  • Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 29. september 2017, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017.

    Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosninga hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta sveitarstjórnarfundi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 4. október 2017, þar sem fram kemur að stjórn Skíðafélags Dalvíkur ákvað á fundi sínum þann 3. október s.l. að bjóða byggðaráði Dalvíkurbyggðar, íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs í heimsókn á skíðasvæðið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð þakkar gott boð og lætur stjórn Skíðafélags Dalvíkur vita sem fyrst hvaða dagur og tími muni henta. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Aflinu á Akureyri, dagsettur þann 28. september 2017, þar sem fram kemur að Aflið- Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hefur farið af stað með kynningar á starfi samtakanna fyrir sveitarfélög á Norðurlandi nú í haust. Hugmyndin er að ná saman sveitarstjórnum/félagsþjónustu ásamt helstu viðbragðsaðilum í hverju sveitarfélagi fyrir sig og halda stutta kynningu á sögu og starfsemi samtakanna.

    Lagt er til að kynningin verði fimmtudaginn 19. október n.k. frá kl. 11:30.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum boð um ofangreinda kynningu fimmtudaginn 19. október n.k. kl. 11:30. Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og boða til fundarins í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, þar sem vísað er til umsóknar Dalvíkurbyggðar um stofnframlag á grunvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna (sambýli) fyrir fatlaða einstaklinga. Dalvíkurbyggð sækir um fyrir hönd óstofnaðarar húsnæðissjálfseignarstofnunar.

    Stofnvirði Dalvíkurbyggðar skv. umsókn var kr. 252.095.155. Leiðrétt stofnvirði m.v. hámarksbyggingarkostnað með 30% hækkun er kr. 243.735.249. Samþykkt stofnframlag er kr. 56.410.248.

    Stofnframlagshafi skuldbindur sig til að lýsa yfir, eigi síðar en 31. október 2017, að hann muni geta fjármagnað þann hluta byggingarkostnaðar sem ekki er veitt stofnframlag til, með eiginfjárframlagi eða öðrum hætti þannig að það komi ekki til með að hafa árhif á leiguverð til hækkurnar né raska á neinn hátt rekstrargrundvelli íbúðanna.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið vék Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson af fundi kl. 12:16 vegna vanhæfis og Heiða Hilmarsdóttir tók við fundarstjórn eftir kosningu þar um þar sem varaformaður er fjarverandi.

    Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 27. september 2017, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 845.000 við fjárhagsáætlun 2017, deild 04240, vegna útboða og nýrra samninga vegna skólaaksturs , kr. 571.000, og skólamáltíða, kr. 274.000.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2017, viðauki nr. 18/2017 við deild 04240 og mætt með lækkun á eigið fé. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:24.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 18/2017 að upphæð kr. 845.000 við deild 04240, mætt með lækkun á eigið fé, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 12:19.

    Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 29. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild byggðaráðs að laun aðstoðarmanns umhverfisstjóra verði greidd af málaflokki 06, en þar er afgangur af launalið eftir sumarið þar sem færri starfsmenn fengust til vinnuskóla en gert var ráð fyrir. Um er að ræða vinnu 1/2 daginn og gert ráð fyrir því fram að áramótum. Þessi ósk er sett fram í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:26.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynni tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2017 þar sem búið er að bæta við viðaukum 12-17, sölu á Árskógi lóð 1, Lokastíg 1 íbúð 0102, Lokstíg 2 íbúð 0201, Lokastíg 2 íbúð 0301.
    Einnig var tekið út kr. 26.260.221 vegna áætlunar um aukið mótframlag í lífeyrissjóði, deild 21600, sem ekki kemur til framkvæmda. Hugsunin var í staðinn að nota þessa fjárhæð í heild og/eða hluta vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð en upplýsingar og uppgjör liggur ekki enn fyrir.
    Áætluð verðbólga er óbreytt 2,4% þar sem ekki liggur fyrir ný Þjóðhagsspá.

    Helstu niðurstöður:
    Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta kr. 139.660.000 jákvætt, þar af A-hluti (Aðalsjóður og Eignasjóður) kr. 47.278.000 jákvætt.
    Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 443.594.000 fyrir Samstæðu A- og B-hluta, þar af kr. 259.794.000 vegna Eignasjóðs og kr. 149.800.000 vegna Hafnasjóðs.
    Áætluð lántaka fyrir Samstæðu A- og B-hluta er kr. 237.000.000 og veltufrá frá rekstri er áætlað kr. 306.961.000.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jóhann Antonsson og Hlynur Sigurveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 12:30.

    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018:
    " Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað: Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað: Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri."

    Jóhann vék af fundi kl. 13:00.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:00.

    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 samþykkti byggðaráð eftirfarandi:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund.
    Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf."

    Fulltrúar Leikfélags Dalvíkur komu á fund byggðaráðs 14. september s.l.

    Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 1. september 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi tillagna vegna fjárhagsáætlunar 2018. Um er að ræða sömu tillögur og árið áður, sbr. málsnr. 201609017.

    Tillögur frá forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.;
    1. Farið verði í endurnýjun snyrtinga í andyri Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra. Undirrituð lýsa sig tilbúin til þátttöku í kostnaði/vinnu gegn áframhaldandi samningi um afnot af andyri/snyrtingum.


    2. Undirrituð hafa áður viðrað hugmyndir um að búa til glugga milli sýningarrýmis Ungo (bíósýningarsals) yfir í setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra. Óskað er eftir þvi að farið verði í þessa framkvæmd og eru untirrituð tilbúin til viðræðna um útfærslu og þáttöku í kostnaði.

    Til umræðu ofangreint.

    Kristín Aðalheiður, Bjarni, Ingvar, Börkur Þór og Hlynur viku af fundi kl.13:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að funda með forsvarmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. og ræða meðal annars nýtingu á Ungó og samningamál. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið vék Bjarni Th. Bjarnason af fundi vegna vanhæfis kl. 14:06.

    Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðasskjalasafns, ódagsett en móttekið þann 25. september 2017 í rafpósti, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á verkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason (GARASON). Óskað hefur verið eftir tilboði frá listamanninum og fylgir það með orðrétt. Í söfnunar- og útlánastefnu Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar kemur m.a. fram:
    "Stefnt er að því, ef fjárhagur leyfir, að kaupa myndverk eftir listamenn sem búsettir eru í sveitafélaginu, þegar þeir halda sína aðra sýningu, hafi sveitafélagið ekki eignast verk eftir öðrum leiðum. Taka þarf sérstaka ákvörðun um önnur form listaverka“. Með vísan í þessa klausu er hér óskað eftir sérstakri ákvörðun um kaup á listaverki sem sennilega myndi flokkast sem annað form listaverka.

    Verðið á verkinu er 1,3 m.kr. og óskað er eftir kr. 900.000 aukafjárveitingu að upphæð kr. 900.000 við fjárhagsramma 2018 til kaupa á listaverkinu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og felur forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns að kanna möguleika á styrkjum til að auka líkur á að sveitarfélagið geti eignast þetta verk, sbr. tilboð og tillögur frá listamanninum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bjarni kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:21.


    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020. Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að vinnuhópurinn uppfæri ofangreinda tillögu."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að kr. 3.157.000 verði settar á áætlun 2018 skv. tillögu vinnuhópsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var m.a. eftirfarandi bókað varðandi þá hugmynd Gangnamannafélagsins um viðbyggingu við Stekkjarhús, sbr. erindið dagsett þann 5. febrúar 2017, að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina.

    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2018 og 2019-2021. Byggðaráð tekur jákvætt í málið en vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2018."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að allt að kr. 1.100.000 verði settar á fjárhagsáætlun 2018 vegna efniskostnaðar við Stekkjarhús. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir undirritað kauptilboð í Lokastíg 1, íbúð 0102, fastanúmer 215-5063, að upphæð kr. 11.300.000, dagsett þann 28. september 2017, samþykkt með fyrirvara um samþykki byggðaráðs og sveitarstjórnar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, sölu á eigninni og kauptilboð.
  • 5.14 201710026 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839
  • Lögð fram til kynningar 299. fundargerð stjórnar Eyþings. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bjarni kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:21.

    Á fundinum var farið yfir þær ákvarðanir sem á eftir að taka vegna tillagna um starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

    a) Samantekt á afgreiðslu fagráða.

    b) Beiðnir um nýkaup.

    c) Viðhald Eignasjóðs.

    d) Framkvæmdatillaga umhverfis- og tæknisviðs.

    e) Fjárfestingar- og framkvæmdatillögur.

    f) Beiðnir um viðbótarstöðugildi.

    g) Samanburður á niðurstöðum úr vinnubókum fjárhagsáætlunar 2018 vs. fjárhagsramma.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Atvinnumála- og kynningarráð - 28, frá 03.10.2017.

Málsnúmer 1709021FVakta málsnúmer

  • 6.1 201605002 Atvinnuuppbygging í Dalvíkurbyggð
    Á fund ráðsins kl. 13:00 komu Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, og fóru yfir þær framkvæmdir í sveitarfélaginu sem tengjast atvinnumálum.

    Börkur og Þorsteinn yfirgáfu fundinn kl.14:20.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Berki og Þorsteini fyrir greinargóðar upplýsingar og fagnar þeirri jákvæðu uppbyggingu í atvinnulífi og íbúðabyggingum sem á sér stað í sveitarfélaginu um þessar mundir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.2 201703134 Erindi til sveitarstjóra frá flugklasanum Air66
    Á 833. fundi byggðaráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, bréf dagsett þann 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með þátttöku í flugklasanum Air 66N til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa í árí í 2 ár, árin 2018-2019.

    Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar atvinnumála- og kynningaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að haldið verði áfram stuðningi við flugklasa Air 66N. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.3 201709014 Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki, endurskoðun á reglum
    Á 26. fundi atvinnumála og kynningarráðs var meðal annars bókað:

    ,,Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012.

    Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar.

    Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings. "
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Ekki liggur enn fyrir umsögn lögfræðings og upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram í málinu miðað við umræður á fundinum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.4 201705174 Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021
    Tekin fyrir starfsáætlun upplýsingafulltrúa. Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Til kynningar.
    Atvinnumála- og kynningarráð gerir engar athugasemdir við starfsáætlun upplýsingafulltrúa.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.5 201709108 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018
    Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 11. september 2017 vegna auglýsingar umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017 er til 15.október 2017. Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.6 201709015 Fyrirtækjaþing 2017
    Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs var samþykkt að næsta fyrirtækjaþing ráðsins yrði haldið í febrúar 2018.

    Ráðið heldur áfram að ræða um möguleg umræðuefni þingsins.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Áframhaldandi umræða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.7 201709110 Svæðislokanir fyrir dragnót
    Á 835. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 15. september 2017, þar sem kynnt er að starfshópur um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndarsvæði á Íslandsmiðum hefur skilað minnisblaði um reglur sem gilda um dragnótaveiðar.

    Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga stendur til boða að koma athugasemdum vegna málsins á framfæri við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti eigi síðar en þriðjudaginn 26. september 2017. Þau aðildarsveitarfélög sem vilja koma athugasemdum á framfæri eru beðin um að koma þeim til Sambandsins í síðasti lagi í hádegi mánudaginn 25. september. "
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.8 201706024 Fundargerðir 2017
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 31 og 32 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.9 201706023 Fundargerðir 2017
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 204, 205, 206 og 208 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.10 201609031 Umsókn um gerð Hvatasamnings
    Bára Höskuldsdóttir víkur af fund kl. 15:26 vegna vanhæfis.

    Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.
    Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir."


    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Félagsmálaráð - 211, frá 10.10.2017.

Málsnúmer 1710002FVakta málsnúmer

  • 7.1 201710005 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201710005 Félagsmálaráð - 211 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 7.2 201504082 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201504082 Félagsmálaráð - 211 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Lögð voru fram drög að nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra sem eru unnar í samvinnu við félagsþjónustu Fjallabyggðar. Félagsmálaráð - 211 Lagt fram til kynningar og starfsmönnum falið að vinna áfram reglurnar miðað við umræður á fundinum. Tekið fyrir á næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 7.4 201709113 Húsnæðisþing 2017
    Lagðar voru fram upplýsingar sem bárust með rafpósti þann 15.september 2017 um Húsnæðisþing. Íbúðalánasjóður heldur fyrsta árlega húsnæðisþingið hér á landi þann 8.nóbember 2017 og hvetur sveitarfélög til þess að taka daginn frá. Húsnæðisþingið er vettvangur þar sem lagður er grunnur að húsnæðistefnu stjórnvalda og farið verður yfir stöðu húsnæðismála byggt á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 211 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Rætt var um sérstakan húsnæðisstuðning í Dalvíkurbyggð, fjölda umsókna til sveitarfélagsins og endurskoðun á reglum Dalvíkurbyggðar. Ábending barst frá Velferðarráðuneytinu um að sveitarfélög endurskoði reglur sínar.
    Félagsmálaráð - 211 Félagsmálaráð telur ekki þörf á frekari endurskoðun að svo stöddu en málið verður tekið fyrir að nýju eftir áramót. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindi barst frá Velferðarráðuneytinu dags. 25.09 2017 þar sem lögð voru fram drög að leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis.
    Á grundvelli 5. gr. samkomulags um endurskoðaða verka- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna breytinga á fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings við leigjendur, hefur samráðsnefnd um húsnæðismál unnið meðfylgjandi drög að leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga. Sveitarfélögum gefst kostur á að gera athugasemdir við drögin.


    Félagsmálaráð - 211 Lagt fram til kynningar. Starfsmönnum er falið að skoða drögin að reglum um úthlutun félagslegra íbúða og gera tillögur í framhaldi af reglum fyrir Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram rafbréf dagsett 28.september 2017 frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis varðandi kynningu á starfi samtakanna fyrir sveitarfélög á Norðurlandi. Félagsmálaráð - 211 Lagt fram til kynningar. Starfsmenn sviðsins verða á kynningu frá Aflinu með félagsþjónustu Fjallabyggðar 19. október nk. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Fræðsluráð - 220, frá 11.10.2017

Málsnúmer 1710001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
3. liður.
  • Sviðsstjóri kynnti drög að nýjum samningi við Eyrúnu Svövu Ingvadóttur talmeinafræðing um talmeinaþjónustu við leik- og grunnskólabörn. Gildistími samningsins er tvö ár frá 1. sept. 2017 að telja með heimild til framlengingar um eitt ár. Fræðsluráð - 220 Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.
  • Sviðsstjóri kynnti ályktun sem gerð var á samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla í september s.l. um stöðu barna sem eru í leikskólum á Íslandi. Þar er m.a. lýst áhyggjum af langri viðveru barna í leikskólum landsins. Fræðsluráð - 220 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Katrín Fjóla Guðmundsdóttir sagði frá tilurð læssisstefnunnar, Læsi er lykillinn, sem Skólaskrifstofa Akureyrar og Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri unnu í samstarfi við skóla á Eyjafjarðarsvæðinu, m.a. Dalvíkurskóla. Starfshópur um mótun læsisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð leggur til að stefnan verði tekin upp sem læsisstefna Dalvíkurbyggðar og hefur fengið samþykki fyrir því hjá fræðslustjóranum á Akureyri og forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar. Fræðsluráð - 220 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að gera Læsi er lykillinn að læsisstefnu Dalvíkurbyggðar og lýsir ánægju sinni með stefnuna. Fræðsluráð færir þeim sem að gerð stefnunnar komu bestu þakkir. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.
  • Sviðsstjóri kynnti bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. sept, til skólastjóra og rekstraraðila grunnskóla þar sem kynnt er úthlutun úr Námsgagnasjóði. Fræðsluráð - 220 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri kynnti úthlutun úr Sprotasjóði að upphæð kr. 675.000 til þróunarverkefnis í Dalvíkurskóla sem ber heitið Hugarþjálfun er líkamsrækt hugans. Gunnhildur Helga Birnisdóttir, verkefnastjóri sérkennslu í 1.-8. bekk leiðir verkefnið. Fræðsluráð - 220 Fræðsluráð fagnar úhlutuninni og þakkar Gunnhildi frumkvæði hennar í skólaþróun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.6 201708053 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 220
  • Í lok fundar fóru fundarmenn í kynningarheimsókn í leikskólann Krílakot. Fræðsluráð - 220 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 93, frá 18.09.2017.

Málsnúmer 1709015FVakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 93 Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:31 undir þessum lið.

    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 93 Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 93 Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kristinn Ingi og Jón Ingi véku af fundinum undir þessum lið kl. 16:46. Íþrótta- og æskulýðsráð - 93 Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15.

    Kristinn Ingi og Jón Ingi komu aftur á fundinn kl. 17:05.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 93 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 93 Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 93 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur áherslu á að endurnýjun á gervigrasi sparkvallar verði forgangsverkefni á fjárhagsáætlun ársins 2018. Einnig telur ráðið mikilvægt að skemmdir sem eru á vellnum verði lagaðar svo hægt verði að tryggja öryggi og áframhaldandi notkun vallarins þar til endurnýjun hefur farið fram. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Íþrótta- og æskulýðsráð - 94, frá 19.09.2017.

Málsnúmer 1709016FVakta málsnúmer

  • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur um aukin styrk árið 2018. Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til skíðafélagsins árið 2018 verði allt að kr. 5.000.000.- eftir framvindu með fyrirvara um að aukning fáist á fjárhagsramma. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174. Verði styrkurinn samþykktur óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir að framvinduskýrslu vegna framkvæmda og viðhalds verði skilað og greitt verði eftir þeirri skýrslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna. Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til Golfklúbbsins árið 2018 verði allt að kr. 5.000.000 vegna vélakaupa með fyrirvara um að aukning fáist á fjárhagsramma. Verði styrkurinn samþykktur óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir að greitt verði samkvæmt útlögðum kostnaði félagsins. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174.

    Íþrótta- og æskulýðsráð sér ekki fyrir sér svæði fyrir golfvöll sem nú þegar er ekki skipulagt eða hefur verið hafnað í íbúakönnun. Ráðið leggur til að beðið verði eftir niðurstöðu umhverfisráðs vegna skipulagsmála um endanlega staðetningu og að næsta haust verði stefnt að því að heildaráætlun um uppbyggingu eða viðhald golfvallar í Dalvíkurbyggð verði tilbúin.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
    Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Ráðið styður uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Dalvíkurbyggð. Ráðið bendir á að núverandi fjárhagsrammi íþrótta- og æskulýðsmála mun að öllu óbreyttu ekki ráða við aukin rekstrarkostnað vegna umbeðinnar uppbyggingar á íþróttavelli. Mikilvægt er að ekki verði skorið af öðrum rekstarliðum málaflokksins til að bregðast við auknum rekstarkostnaði í framtíðinni.

    Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gert verði ráð fyrir uppbyggingu á gervigrasvelli á íþróttasvæði UMFS í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára.
    Samþykkt með 4 atkvæðum af 5.
    Kristinn Ingi Valsson var á móti.

    Kristinn Ingi Valsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég vil að aðstaða til íþróttaiðkunar í Dalvíkurbyggð sé eins góð og fjölbreytt eins og kostur er. Varðandi beiðni UMFS þá hef ég ákveðnar áhyggjur af því að kostnaður, rekstur og viðhald er tengist byggingu gervisgrasvallar sé of stór fjárfesting miðað við fjárhag sveitarfélagsins í dag. Ég tel að ávinningur af gervigrasvelli umfram þeirrar aðstöðu sem nú er í boði sé ekki á pari við kostnaðinn við byggingu gervigrasvallar, rekstur hans og viðhalds. Telji byggðaráð og sveitastjórn að svo sé ekki og að sveitarfélagið geti ráðist í þessa framkvæmd og geti áfram stutt önnur íþróttafélög, viðhald og uppbyggingu, þá fagna ég því og ítreka að ég vil að aðstaða til íþróttaiðkunar sé eins góð og kostur er og gervigrasvöllur myndi bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar mikið.

    Jón Ingi Sveinsson og Þórunn Andrésdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Við greiðum atkvæði með tillögunni en tökum heilshugar undir bókun Kristins Inga.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kristinn Ingi og Jón Ingi véku af fundi kl. 9:09
    Tekið fyrir erindi frá Blakfélaginu Rimum, ódagsett, þar sem óskað er eftir auka fjárveitingu vegna uppbyggingar á strandblakvelli í Dalvíkurbyggðar.

    Kristinn Ingi og Jón Ingi komu aftur á fundinn kl. 9:17.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til blakfélagsins árið 2018 verði allt að kr. 591.000. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir fjárhagsramma fyrir árið 2018. Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 verði eftirfarandi:

    Íþrótta-& æskulýðsráð
    4.788.367
    Æskulýðsfulltrúi
    13.984.874
    Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
    376.052
    Ungmennaráð
    424.828
    Aðrir leikvellir
    253.890
    Sumarnámskeið
    160.059
    Vinnuskóli
    9.245.896
    Víkurröst félagsmiðstöð
    12.588.595
    Íþróttamiðstöð
    157.324.334
    Rimar
    7.015.232
    Sundskáli svarfdæla
    4.087.127
    Sparkvöllur
    1.081.391
    Styrkir & framlög
    63.533.829

    Að auki er lagt til eftirfarandi viðbótarstyrki árið 2018:
    Blakfélagið Rimar vegna strandblaksvallar: 591.000
    Golklúbburinn vegna vélakaupa: 5.000.000.-
    Skíðafélag Dalvíkur vegna rekstur og viðhalds skíðasvæðis: 5.000.000.-

    Þar að auki er lagt til að endurskoðað verði þau stöðugildi sem eru á íþrótta- og æskulýðssviði sbr. minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá 18.09.2017. Áætlaður kostnaður er allt að 5.500.000.- og er sviðsstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að koma með nánari útfærslu á starfinu.

    Heildar áætlun er því kr. 290.955.474 eða 11.840.592 umfram útgefinn ramma. Er því óskað eftir aukningu á fjárhagsramma sem því nemur.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Menningarráð - 64, frá 21.09.2017

Málsnúmer 1709014FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.
  • Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar kom inná fundinn sem gestur kl. 8:15

    Menningarráð tók fyrir fjárhagsramma 2018.
    Menningarráð - 64 Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir fyrir málaflokk 05 árið 2018 verði eftirfarandi:

    Sameiginlegur kostnaður - 3.000.000
    Menningarráð - 594.935
    Bókasafn - 30.528.739
    Héraðsskjalasafn - 11.460.605
    Hvoll Byggðasafn - 12.151.622
    Húsafriðun og fornminjar - 100.001
    Menningarhús - 23.138.623
    Félagsheimilið Árskógi - 5.401.575
    Hátíðahöld - 1.099.072
    Fiskidagurinn Mikli - 10.000.000
    Styrkir og framlög - 6.188.144

    Heildar fjárhagsáætlun er því kr. 103.663.316,- eða kr. 4.633.875,- umfram útgefinn fjárhagsramma 2018 fyrir málaflokk 05, sem er kr. 99.029.440,- Því er farið fram á hækkun á núverandi fjárhagsramma sem þessu nemur.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynnningar.
  • Menningarráð fór yfir fjárhagslega stöðuskýrslu fyrstu 8 mánuði þessa árs. Menningarráð - 64 Lögð fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 11.3 201709115 Kaup á listaverkum 2018
    Til umræðu hvort auka þurfi við fjármuni þess sjóðs sem skilgreindur er til kaupa og viðhalds á listaverkum í eigu sveitarfélagsins. Menningarráð - 64 Menningarráð leggur til að forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns leggi fram beiðni um fjárveitingu vegna kaupa á listaverki.

    Björk Hólm Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 09:50.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsettur þann 16. júlí 2017, þar sem vakin er athygli á listaverkasafni JSBrimars í eigu Dalvíkurbyggðar og því beint til sveitarfélagsins að það setji fjármagn í "Listasafn Dalvíkurbyggðar".

    Á 833. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu til byggðaráðs að afgreiðslu."

    Menningarráð - 64 Menningarráð leggur til við byggðaráð að gert verði ráð fyrir fjármagni í skráningu í gegnum skráningarkerfið Sarp á öllum listaverkum í eigu Dalvíkurbyggðar í fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2018. Við skráningu á listaverkunum í Sarp verða þau betur aðgengileg fyrir almenning.

    Þá leggur menningarráð til við stjórn Menningarhússins Bergs ses. að í tilefni 90 ára afmælis JS Brimars þann 13. júní 2018 verði haldin sýning á verkum hans í eigu Dalvíkurbyggðar.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Degi Óskarssyni.

    Dagur Óskarsson
    Þverá í Skíðadal
    21. júní 2017

    Erindi til Menningarráðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

    (Ó.E. að verða fært til bókar)
    v. styrkveitinga úr Menningar- og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar

    Mig langar að koma á framfæri athugasemd við eftirfarandi bókun Menningarráðs í fundargerð 63. fundar þann 08. júní 2017, þar sem erindi mínu er svarað svohljóðandi:

    „Menningarráð þakkar Degi Óskarssyni fyrir innsent erindi. Menningarráð bendir á að við úthlutun úr menningarsjóði hefur Menningarráð til hliðsjónar úthlutunarreglur Menningarsjóðs sem eru óháðar stefnuskrá sveitastjórnar. Menningarráð vill ítreka að hér er um áhugavert verkefni að ræða en að það falli ekki undir úthlutundarreglur Menningar og viðurkenningarsjóðs. Í ljósi þess sem fram kemur í innsendu erindi um stefnuskrá sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar leggur Menningarráð til að umsækjandi sæki beint um styrkveitingu til byggðarráðs.“

    Samkvæmt opinberum vinnureglum menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála segir orðrétt:

    „5. gr. Við afgreiðslu umsókna um styrki úr sjóðnum og hverjir teljast styrkhæfir skal Menningarstefna Dalvíkurbyggðar höfð til hliðsjónar.“

    Mér þykir því einkennileg þversögn í áliti nefndar að afsala menningarstefnu Dalvíkurbyggðar út í vindinn og ganga í berhögg við 5. gr. vinnureglna menningarráðs vegna úthlutunar styrkja þar sem skýrt er á það kveðið að Menningarstefna Dalvíkurbyggðar skuli höfð til hliðsjónar. Til að setja hlutina í samhengi við síðasta erindi, sem varðar ósætti mitt við mat á hæfni/vanhæfni til úthlutunar styrkja þá vísaði ég beint í Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar, en ekki í neitt sem kalla mætti stefnuskrá sveitastjórnar (mér ber að skilja að um ræði sama skjal í huga sviðsstjóra).

    Skjölin sem ég vísa til eru: „Vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála“ og „Menningarstefna Dalvíkurbyggðar“(sem sviðsstjóri hefur bókað undir nafni „stefnuskrá sveitarstjórnar“). Bæði skjölin má nálgast í hlekkjum á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og hvet ég nefndarmenn og sviðstjóra eindregið til að kynna sér þau vel.
    Kv.
    Dagur Ó
    Menningarráð - 64 Menningarráð hefur kynnt sér erindi bréfins og þakkar Degi Óskarssyni fyrir innsent erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Menningarráð fór yfir drög að samningi um afnot, umráð og útleigu til Leikfélags Dalvíkur á Ungó. Menningarráð - 64 Menningarráð samþykkir framlögð drög að samningi með áorðnum breytingum. Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Til máls tóku:
    Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

    „Á síðasta fund byggðaráðs þann 12. október var samþykkt að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að funda með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. og ræða meðal annars nýtingu á Ungó og samningamál. Því er hér með lagt til að afgreiðslu sveitarstjórnar á drögum að samningi við Leikfélag Dalvíkur um afnot, umráð og útleigu á Ungó verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar sem og að fulltrúi úr menningaráði og fulltrúi úr byggðaráði sitji fundinn með sviðstjóra og sveitarstjóra.“

    Einnig tóku til máls:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Valdemar Þór Viðarsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Kristján Guðmundsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
  • Lagt fram til umræðu. Menningarráð - 64 Menningarráð tekur vel í hugmyndina og leggur til að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs verði falið að útfæra hugmyndina í samræmi við umræður á fundinum og koma með tillögu á næsta fund menningarráðs.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Umhverfisráð - 295, frá 15.09.2017

Málsnúmer 1709009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
19. liður sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Björgunarsveitinni á Dalvík, dagsett þann 28. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi og áframhaldandi styrk. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að gengið verði að endurnýjun á samningi við Björgunarsveitina Dalvík samkvæmt framlögðum gögnum.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 820. fundi byggðarráðs þann 4. maí var eftirfarandi bókað:
    " Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
    Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð getur ekki orðið við umbeðinni framkvæmd, en leggur til að fiskidagsnefnd ásamt fulltrúum frá Samherja verði kallaðir til fundar þar sem tillagan verður rædd frekar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna.

    Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs vegna skipulagsmála og að ráðið komi með tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
    Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn golfklúbbsins verði boðaðir á fund umhverfisráðs þar sem farið verði yfir innsent erindi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
    Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
    Umhverfisráð - 295 Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi og nýs deiliskipulags hefur þegar verið unnin og tillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt deiliskipulagstillögu er í vinnslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi, dagsett þann 1. september 2017, þar sem óskað er eftir fjárveitingu í gerð göngustígs með lýsingu og gróðursetningu. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að sótt verði um styrk til Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðar lagningar á göngustíg.
    Ráðið leggur til að hlutdeild sveitarfélagsins við verkefnið verði sett á fjárhagsáætlun 2019-2021.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimardóttur, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem bent er á og minnt á nokkur umhverfismál; svæðið við enda Grundargötu, umhirða meðfram gangstígum sem liggja frá Böggvisbraut að Íþróttamiðstöð, erindi frá íbúum Túnahverfis haustið 2015. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að gerð verði íbúakönnun um hvernig útlit /nýting Baldurshagareits á að vera og í framhaldinu verði þær tillögur útfærðar á árinu 2018. Hvað varðar umhverfi Hringtúns þá er deiliskipulag í vinnslu á því svæði ásamt göngustígum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafpóstur dagsettur þann 31. ágúst 2017, er varðar frágang og umhirðu á svæðum er liggja að lóð hans. Umhverfisráð - 295 Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem deiliskipulag svæðisins liggur ekki fyrir, en vinnan við það er komin vel á veg.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu uppsetning og tenging á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að farið verði í ofangreinda framkvæmd á árinu 2018.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu aðkoma sveitarfélagsins að uppsetningu á hraðhleðslustöð á Dalvík. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð komi að framkvæmdum við uppsetningu á hraðhleðslustöð á Dalvík.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Bjórböðunum ehf. og Bruggsmiðjunni Kalda ehf., rafbréf dagsett þann 8. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lokið verði við varanlega vegagerð að Bjórböðunum. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að farið verið í ofangreinda framkvæmd á árinu 2018 eins og fram kemur í framkvæmdartillögu ráðsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að frestað verði afgreiðslu þessa erindis þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir um eignarhald á stoðveggjunum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr 'kotunum' yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að farið verði í þessa framkvæmd lýkt og fram kemur í framkvæmdartillögu ráðsins.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu. Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð leggur til að farið verði í hluta af umbeðinni framkvæmt eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá húseigendum að Melum og Karlsrauðatorgi 21, dagsett þann 3. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lagt verði bundið slitlag á heimreið að Melum og Dalbæ. Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð leggur til að farið verði í umbeðna framkvæmd eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst 2017, er varðar kantsteina í Grundargötu og Sandskeiði. Einnig óska þau eftir að fundin verði varanleg lausn á sandfoki úr fjörunni við Grundargötu 15. Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð leggur til að lagður verði nýr kantsteinn við Sandskeið eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins. Hvað varðar sandfok vísar ráðið til þess að þegar hefur verið óskað eftir flutningi á sjóvörn við Sandskeið til Vegagerðarinnar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúum í Laugarhlíðarhverfi í Svarfaðardal, dagsett þann 27. ágúst 2017, þar sem þess er óskað að vegir upp í hverfið verði lagfærðir, sett verði bundið slitlag ásamt lýsingu. Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð leggur til að farið verði í umbeðna vegaframkvædt eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins, en leggur til að götulýsing verði sett á áætlun 2019-2021.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu umsagnir og ábendingar vegna skipulagslýsingar á aðalskipulagsbreytingum á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 295 Ráðið þakkar innsendar ábendingar,athugasemdir og umsagnir og leggur áherslu á að við vinnu deiliskipulagstillögu verði tekið tillit til þeirra. Ráðið leggur til að haldinn verði íbúafundur þegar tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu og afgreiðslu starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð samþykkir framlagðar áætlanir með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fundinum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár umhverfisráðs 2018. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð samþykkir framlagðar gjaldskrár með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.


    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

13.Umhverfisráð - 296, frá 13.10.2017.

Málsnúmer 1710005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
9. liður.
13. liður.
14. liður.
15. liður.
  • Á 295. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi bókað
    'Umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn golfklúbbsins verði boðaðir á fund umhverfisráðs þar sem farið verði yfir innsent erindi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.'

    Á fund ráðsins mættu kl. 08:15 undir þessum lið fyrir hönd golfklúbbsins þau Bjarni Valdimarsson og Indíana Ólafsdóttir.
    Umhverfisráð - 296 Bjarni og Indíana véku af fundi kl 08:52.
    Umhverfisráð sér ekki fyrir sér að breyta núverandi Aðalskipulagi til að koma fyrir nýjum golvelli né að nýta Fólkvanginn sem þegar hefur verið hafnað í íbúakönnun. Þau svæði sem voru til umræðu eru 405-íb og 407-Ó sem ætluð eru til framtíðarnota fyrir þéttbýli. Þar er ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar.
    Á fundinum kom einnig fram að stjórn golfklúbbsins Hamars hafi á síðasta stjórnarfundi tekið ákvörðun um að fara í uppbyggingu og endurbætur á Arnarholtsvelli.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

    Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til fullnægjandi gögn lágu fyrir.
    Umhverfisráð - 296 Eftir umræður á fundinum var tekin ákvörðun um að óska eftir lögfræðiáliti á því hver ábyrgð sveitarfélagsins er í málinu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla. Umhverfisráð - 296 Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu innsent erindi frá 27. september 2017 þar sem Júlíus Magnússon óskar eftir aðgangi og afnotum af Stórhólstjörn. Einnig til kynningar afstaða og ábendingar UST vegna málsins. Umhverfisráð - 296 Samkvæmt 6. gr. friðlýsingarskilmála svæðisins er óheimilt að trufla dýralíf í fólkvanginum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið getur þó veitt undanþágu frá reglunum, sbr. 9. gr. skilmálanna, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisráðs Dalvíkur, gangi það ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar.
    Umhverfisráð beinir því til umsækjanda að afla ofangreindrar undanþágu ásamt umsögnum áður en ráðið tekur umsóknina til afgreiðslu.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar minnispunktar umhverfisstjóra frá íbúafundi á Árskógssandi 11. september síðastliðinn. Umhverfisráð - 296 Ráðið þakkar innsent erindi sem haft verður til hliðsjónar við starfsáætlanir næstu ára.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 13.6 201703070 Fundargerðir 2017
    Lögð fram til kynningar fundargerð HNE frá 7. september 2017. Umhverfisráð - 296 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 13.7 201703070 Fundargerðir 2017
    Til kynningar fundargerð HNE frá 2. október síðastliðnum. Umhverfisráð - 296 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Deiliskipulag íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi, Dalvík.

    Lögð fram drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.

    Guðrún Anna Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 10:20



    Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með nýja tillögu samkvæmt umræðum á fundinum.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags 11. október 2017 óska Guðmundur A Sigurðsson og Þórey Tulinius eftir byggingarleyfi við Böggvisbraut 20, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð óskar eftir að umbeðin byggingaráform verði grenndarkynnt eftirfarandi nágrönnum:
    Skógarhólar 29A, 30 og 32.
    Í framhaldi af því er sviðsstjóra falið að veita umbeðið leyfi ef athugasemdir gefa ekki tilefni til breytinga.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 10:42.

    Til kynningar bréf frá fyrrverandi garðyrkustjóra dags.26. september 2017 vegna Baldushagsreits.
    Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð þakkar fyrrverandi garðyrkjustjóra fyrir innsent erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 13.11 201710027 Umsókn um byggingarleyfi
    Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Sigurður Jónsson eftir byggingarleyfi að Ölduhæð í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að boða slökkvilisstjóra á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 13.12 201710028 Umsókn um byggingarleyfi
    Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Filippía S Jónsdóttir eftir byggingarleyfi að Sæbakka í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að boða slökkvilisstjóra á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 13.13 201709046 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 6. september 2017 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir lóðinni Öldugata 31, Árskógssandi. Umhverfisráð - 296 Umhverisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 6. október 2017 óskar Guðmundur Nikulásson fyrir hönd Eimskipafélags Íslands Hf eftir lóðunum Sjávarbraut 3 og 5 við Dalvíkurhöfn í skiptum fyrir Sjávarbraut 2 sem þegar hefur verið úthlutað öðrum aðila. Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur svisstjóra að gera lóðarleigusamninga við umsækjanda.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2017 óskar Hallgrímur Hreinsson fyrir hönd Dalverks eignarhaldsfélags ehf eftir stækkun á lóðinni við Sandskeið 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Á 293. fundi umhverfisráðs var umsókn um stækkun á lóðinni Sanskeið 31 frestað.
    Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna stækkun á lóð þar sem stækkun lóðarinnar til austur fer inn í Friðland Svarfdæla og stækkun til norðurs inn á fyrirhugað vegstæði/göngustíg.
    Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu á fyrirhuguðum afnotum og leggja fram tillögu að samkomulagi um afnot af svæði til norðurs um 13 metra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

14.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 66, frá 19.09.2017

Málsnúmer 1709013FVakta málsnúmer

  • Á fundinum var farið yfir starfs- og fjáhagsáætlun fyrir árið 2018 ásamt fylgigögnum. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 66 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 14.2 201708059 Hafnafundur 2017
    Með rafpósti sem dagsettur er 15.09.2017 boðar stjórn Hafnasambands Íslands til 8. hafnafundar, sem haldinn verður á Húsavík, fimmtudaginn 21. september nk. Dagskrá fundarins hefst um kl. 10:00 en gert er ráð fyrir að formlegum fundahöldum ljúki um kl. 16:00 sama dag.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 66 Veitu- og hafnaráð samþykkir að sviðstjóri og yfirhafnavörður sæki fundinn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67, frá 11.10.2017.

Málsnúmer 1710003FVakta málsnúmer

  • 15.1 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 397. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 20. september sl. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Í bréfi frá Vegagerð ríkisins, dags. 19. júní 2017, er fjallað um rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á banaslysi sem varð í byrjun árs 2016 í Ólafsvíkurhöfn.
    Nefndin og Vegagerðin hafa óskað eftir því að Hafnasamband Íslands upplýsi aðildarhafnir um tillögur rannsóknarnefndarinnar til meira öryggis fyrir vegfarendur sem eiga leið um hafnarsvæði.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra og yfirhafnaverði að kynna málið fyrir hafnastarfsmönnum. Veitu- og hafnarráð mælist einnig til þess að hugað verði að öryggismálum við rampa að ferju við Dalvíkurhöfn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Óskað er eftir umsögnum og ábendingum umsagnaraðila við ofangreinda skipulagslýsingu. Ábending og/eða umsögn berist eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017 til umhverfissviðs. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Óskað er eftir umsögnum og ábendingum umsagnaraðila við ofangreinda skipulagslýsingu. Ábending og/eða umsögn berist eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017 til umhverfissviðs. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi, sem dagsett er 29.09.2017, segir Fjarskipti hf. upp leigusamningi vegna aðstöðu tækjahúsi á Norðurgarði Dalvíkurhafnar. Fram kemur í bréfinu að félagið mun fjarlægja alla búnað sinn í október 2017. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 15.6 201703101 Vatnssýni 2017
    Á fundinum voru kynntar niðurstöður vatnssýna sem tekin voru 2. október sl. Um var að ræða vatnssýni frá Árskógsströnd og á Dalvík. Í niðurstöðum framangreindra rannsókna kemur fram að þau eru "Í lagi". Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 15.7 201709039 Fjárhagsáætlun 2018
    Sviðsstjóri kynnti lagfærða starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir fjárhagsárið 2018. Breytingin felst í frekari samantekt á starfssemi B- hluta fyrirtækja sem heyra undir veitu- og hafnaráð. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlaga starfsáætlun veitu- og hafnasviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfisstofnun hefur borist umsókn Samskipa hf. um undanþágu frá afhendingu úrgangs og skilum tilkynningar um úrgang og farmleifa fyrir ferjuna Sæfara.
    Umhverfisstofnun hefur farið yfir umsókn Samskipa hf. og telur að skilyrði séu uppfyllt fyrir undanþágu frá skilum tilkynningar um úrgang og farmleifar vegna komu til Dalvíkurhafnar og til hafnar í Hrísey og Grímsey. Einnig telur stofnunin að skilyrði fyrir undanþágu frá afhendingu úrgangs í Hrísey og Grímsey séu uppfyllt en ekki fyrir afhendingu úrgangs í Dalvíkurhöfn enda er úrgangi skilað þar í land. Umhverfisstofnun veitir Samskipum hf. eftirfarandi undanþágur vegna siglinga ferjunnar Sæfara milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar:
    - Undanþágu frá skilum tilkynningar um úrgang og farmleifar vegna komu til Dalvíkurhafnar og hafnar í Hrísey og Grímsey.
    - Undanþágu frá afhendingu úrgangs vegna komu til hafnar í Hrísey og Grímsey.
    Undanþágurnar gilda í 5 ár frá dagsetningu þessa bréfs.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 67 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í henni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

16.Frá 295. fundi umhverfisráðs frá 15.09.2017; Gjaldskrár umhverfisráðs 2018

Málsnúmer 201709104Vakta málsnúmer

Á 295. fundi umhverfisráðs þann 15. september 2017 var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár umhverfisráðs 2018.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar gjaldskrár með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirtaldar gjaldskrár:
Byggingafulltrúi, gjaldskrá 2018.
Leiga í Böggvisstaðarskála 2018.
Gjaldskrá fyrir markað á Fiskidaginn mikla.
Gjaldskrá slökkviliðs 2018.

17.Kosningar til Alþingis 28. október n.k.; Kjörskrá

Málsnúmer 201709127Vakta málsnúmer

Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 29. september 2017, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017. Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosninga hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta sveitarstjórnarfundi.
Lagt fram til kynningar."

Til máls tóku:
Bjarni Th. Bjarnason.

Fleiri tóku ekki til máls.

Á fundinum var kynnt fyrirliggjandi bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett þann 12. október 2017, varðandi umsókn frá aðila um að vera tekin á kjörskrá. Fram kemur að sveitarstjórn þarf að færa viðkomandi handvirkt inn á kjörskrá þar sem útgáfa kjörskrárstofns hefur farið fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi kjörskrá með ofangreindri breytingu skv. bréfi Þjóðskrár Íslands og felur sveitarstjóra að undirrita áður en hún verður lögð fram, eigi síðar en miðvikudaginn 18. október n.k.

Á kjörskrá samkvæmt kjörskrárstofni eru 1.335, þar af 692 karlar og 643 konur.
Með áorðinni breytingu eru á kjörskrá 1.336, þar af 692 karlar og 644 konur.

18.Tillaga vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 28. október 2017

Málsnúmer 201710045Vakta málsnúmer

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

Tillaga vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 28. október 2017.


a)
Umboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 28. október 2017 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.

Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 28. október 2017. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár, sbr. ákvæði 27. gr. VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum.

b)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna alþingiskosninga laugardaginn 28. október , sbr. 10. gr. III. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24. frá 16. maí 2000 og sbr. 68. gr. XIII. kafla laga um kosningar til Alþingis með síðari breytingum

Sbr. 10. gr og 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur.

19.Frá 839. fundi byggðaráðs þann 12.10.2017; Fjárhagsáætlun 2017; heildarviðauki II

Málsnúmer 201710023Vakta málsnúmer

Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:

"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynni tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2017 þar sem búið er að bæta við viðaukum 12-17, sölu á Árskógi lóð 1, Lokastíg 1 íbúð 0102, Lokstíg 2 íbúð 0201, Lokastíg 2 íbúð 0301. Einnig var tekið út kr. 26.260.221 vegna áætlunar um aukið mótframlag í lífeyrissjóði, deild 21600, sem ekki kemur til framkvæmda. Hugsunin var í staðinn að nota þessa fjárhæð í heild og/eða hluta vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð en upplýsingar og uppgjör liggur ekki enn fyrir. Áætluð verðbólga er óbreytt 2,4% þar sem ekki liggur fyrir ný Þjóðhagsspá. Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta kr. 139.660.000 jákvætt, þar af A-hluti (Aðalsjóður og Eignasjóður) kr. 47.278.000 jákvætt. Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 443.594.000 fyrir Samstæðu A- og B-hluta, þar af kr. 259.794.000 vegna Eignasjóðs og kr. 149.800.000 vegna Hafnasjóðs. Áætluð lántaka fyrir Samstæðu A- og B-hluta er kr. 237.000.000 og veltufé frá rekstri er áætlað kr. 306.961.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2017. "

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2017.

20.Búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð; stofnframlag Íbúðalánasjóðs.

Málsnúmer 201608105Vakta málsnúmer

Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, þar sem vísað er til umsóknar Dalvíkurbyggðar um stofnframlag á grunvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna (sambýli) fyrir fatlaða einstaklinga. Dalvíkurbyggð sækir um fyrir hönd óstofnaðarar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Stofnvirði Dalvíkurbyggðar skv. umsókn var kr. 252.095.155. Leiðrétt stofnvirði m.v. hámarksbyggingarkostnað með 30% hækkun er kr. 243.735.249. Samþykkt stofnframlag er kr. 56.410.248. Stofnframlagshafi skuldbindur sig til að lýsa yfir, eigi síðar en 31. október 2017, að hann muni geta fjármagnað þann hluta byggingarkostnaðar sem ekki er veitt stofnframlag til, með eiginfjárframlagi eða öðrum hætti þannig að það komi ekki til með að hafa árhif á leiguverð til hækkurnar né raska á neinn hátt rekstrargrundvelli íbúðanna.
Lagt fram til kynningar. "

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
„Nú þegar liggur fyrir lánsvilyrði Íbúðalánasjóðs fyrir 60% framkvæmdakostnaðar og áður send yfirlýsing sveitarfélagsins um 12% stofnframlag. Auk þess liggur fyrir úthlutun Íbúðalánasjóðs á 28% stofnframlagi ríkisins samkvæmt bréfi þar um frá 26. september 2017.
Lagt er til að sveitarstjórn feli sveitarstjóra að svara Íbúðalánasjóði varðandi fjármögnun búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga í samræmi við ósk í c. lið í bréfinu frá 26. september 2017 um niðurstöðu úthlutunarnefndar stofnframlaga.“

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

21.Frá Kristínu Dögg Jónsdóttur; Beiðni um lausn frá störfum vegna búferlaflutninga

Málsnúmer 201710043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kristínu Dögg Jónsdóttur, rafbréf dagsett þann 13. október 2017, þar sem hún óskar lausnar frá störfum í umhverfisráðs vegna búferlaflutninga.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Kristínu Dögg lausn frá störfum úr umhverfisráði og þakkar henni fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins.

22.Kosningar í ráð og nefndir skv. 46. gr. Samþykktar um stjorn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.

Málsnúmer 201710044Vakta málsnúmer

Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

Aðalmaður í umhverfisráð í stað Kristínar Daggar Jónsdóttur:
Marinó Steinn Þorsteinsson kt : 281058-2749.

Varamaður í umhverfisráð í stað Marinós Steins Þorsteinssonar:
Valdís Guðbrandsdóttir, kt. 270477-4619.

Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram fleiri tillögur og er því Marinó Steinn og Valdís réttkjörin sem aðalmaður og varamaður í umhverfisráð.

23.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð frá 18.09.2017.

Málsnúmer 201701042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 18.09.2017.
Lagt fram til kynningar.

24.Sveitarstjórn - 294, frá 19.09.2017

Málsnúmer 1709012FVakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:33.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs