Umhverfisráð - 296, frá 13.10.2017.

Málsnúmer 1710005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

Til afgreiðslu:
9. liður.
13. liður.
14. liður.
15. liður.
  • Á 295. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi bókað
    'Umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn golfklúbbsins verði boðaðir á fund umhverfisráðs þar sem farið verði yfir innsent erindi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.'

    Á fund ráðsins mættu kl. 08:15 undir þessum lið fyrir hönd golfklúbbsins þau Bjarni Valdimarsson og Indíana Ólafsdóttir.
    Umhverfisráð - 296 Bjarni og Indíana véku af fundi kl 08:52.
    Umhverfisráð sér ekki fyrir sér að breyta núverandi Aðalskipulagi til að koma fyrir nýjum golvelli né að nýta Fólkvanginn sem þegar hefur verið hafnað í íbúakönnun. Þau svæði sem voru til umræðu eru 405-íb og 407-Ó sem ætluð eru til framtíðarnota fyrir þéttbýli. Þar er ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar.
    Á fundinum kom einnig fram að stjórn golfklúbbsins Hamars hafi á síðasta stjórnarfundi tekið ákvörðun um að fara í uppbyggingu og endurbætur á Arnarholtsvelli.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

    Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til fullnægjandi gögn lágu fyrir.
    Umhverfisráð - 296 Eftir umræður á fundinum var tekin ákvörðun um að óska eftir lögfræðiáliti á því hver ábyrgð sveitarfélagsins er í málinu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla. Umhverfisráð - 296 Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu innsent erindi frá 27. september 2017 þar sem Júlíus Magnússon óskar eftir aðgangi og afnotum af Stórhólstjörn. Einnig til kynningar afstaða og ábendingar UST vegna málsins. Umhverfisráð - 296 Samkvæmt 6. gr. friðlýsingarskilmála svæðisins er óheimilt að trufla dýralíf í fólkvanginum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið getur þó veitt undanþágu frá reglunum, sbr. 9. gr. skilmálanna, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisráðs Dalvíkur, gangi það ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar.
    Umhverfisráð beinir því til umsækjanda að afla ofangreindrar undanþágu ásamt umsögnum áður en ráðið tekur umsóknina til afgreiðslu.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar minnispunktar umhverfisstjóra frá íbúafundi á Árskógssandi 11. september síðastliðinn. Umhverfisráð - 296 Ráðið þakkar innsent erindi sem haft verður til hliðsjónar við starfsáætlanir næstu ára.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .6 201703070 Fundargerðir 2017
    Lögð fram til kynningar fundargerð HNE frá 7. september 2017. Umhverfisráð - 296 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .7 201703070 Fundargerðir 2017
    Til kynningar fundargerð HNE frá 2. október síðastliðnum. Umhverfisráð - 296 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Deiliskipulag íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi, Dalvík.

    Lögð fram drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.

    Guðrún Anna Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 10:20



    Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með nýja tillögu samkvæmt umræðum á fundinum.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags 11. október 2017 óska Guðmundur A Sigurðsson og Þórey Tulinius eftir byggingarleyfi við Böggvisbraut 20, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð óskar eftir að umbeðin byggingaráform verði grenndarkynnt eftirfarandi nágrönnum:
    Skógarhólar 29A, 30 og 32.
    Í framhaldi af því er sviðsstjóra falið að veita umbeðið leyfi ef athugasemdir gefa ekki tilefni til breytinga.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 10:42.

    Til kynningar bréf frá fyrrverandi garðyrkustjóra dags.26. september 2017 vegna Baldushagsreits.
    Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð þakkar fyrrverandi garðyrkjustjóra fyrir innsent erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Sigurður Jónsson eftir byggingarleyfi að Ölduhæð í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að boða slökkvilisstjóra á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Filippía S Jónsdóttir eftir byggingarleyfi að Sæbakka í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að boða slökkvilisstjóra á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .13 201709046 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 6. september 2017 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir lóðinni Öldugata 31, Árskógssandi. Umhverfisráð - 296 Umhverisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 6. október 2017 óskar Guðmundur Nikulásson fyrir hönd Eimskipafélags Íslands Hf eftir lóðunum Sjávarbraut 3 og 5 við Dalvíkurhöfn í skiptum fyrir Sjávarbraut 2 sem þegar hefur verið úthlutað öðrum aðila. Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur svisstjóra að gera lóðarleigusamninga við umsækjanda.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2017 óskar Hallgrímur Hreinsson fyrir hönd Dalverks eignarhaldsfélags ehf eftir stækkun á lóðinni við Sandskeið 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Á 293. fundi umhverfisráðs var umsókn um stækkun á lóðinni Sanskeið 31 frestað.
    Umhverfisráð - 296 Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna stækkun á lóð þar sem stækkun lóðarinnar til austur fer inn í Friðland Svarfdæla og stækkun til norðurs inn á fyrirhugað vegstæði/göngustíg.
    Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu á fyrirhuguðum afnotum og leggja fram tillögu að samkomulagi um afnot af svæði til norðurs um 13 metra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.