Íþrótta- og æskulýðsráð - 94, frá 19.09.2017.

Málsnúmer 1709016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

  • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur um aukin styrk árið 2018. Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til skíðafélagsins árið 2018 verði allt að kr. 5.000.000.- eftir framvindu með fyrirvara um að aukning fáist á fjárhagsramma. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174. Verði styrkurinn samþykktur óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir að framvinduskýrslu vegna framkvæmda og viðhalds verði skilað og greitt verði eftir þeirri skýrslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna. Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til Golfklúbbsins árið 2018 verði allt að kr. 5.000.000 vegna vélakaupa með fyrirvara um að aukning fáist á fjárhagsramma. Verði styrkurinn samþykktur óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir að greitt verði samkvæmt útlögðum kostnaði félagsins. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174.

    Íþrótta- og æskulýðsráð sér ekki fyrir sér svæði fyrir golfvöll sem nú þegar er ekki skipulagt eða hefur verið hafnað í íbúakönnun. Ráðið leggur til að beðið verði eftir niðurstöðu umhverfisráðs vegna skipulagsmála um endanlega staðetningu og að næsta haust verði stefnt að því að heildaráætlun um uppbyggingu eða viðhald golfvallar í Dalvíkurbyggð verði tilbúin.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
    Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Ráðið styður uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Dalvíkurbyggð. Ráðið bendir á að núverandi fjárhagsrammi íþrótta- og æskulýðsmála mun að öllu óbreyttu ekki ráða við aukin rekstrarkostnað vegna umbeðinnar uppbyggingar á íþróttavelli. Mikilvægt er að ekki verði skorið af öðrum rekstarliðum málaflokksins til að bregðast við auknum rekstarkostnaði í framtíðinni.

    Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gert verði ráð fyrir uppbyggingu á gervigrasvelli á íþróttasvæði UMFS í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára.
    Samþykkt með 4 atkvæðum af 5.
    Kristinn Ingi Valsson var á móti.

    Kristinn Ingi Valsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég vil að aðstaða til íþróttaiðkunar í Dalvíkurbyggð sé eins góð og fjölbreytt eins og kostur er. Varðandi beiðni UMFS þá hef ég ákveðnar áhyggjur af því að kostnaður, rekstur og viðhald er tengist byggingu gervisgrasvallar sé of stór fjárfesting miðað við fjárhag sveitarfélagsins í dag. Ég tel að ávinningur af gervigrasvelli umfram þeirrar aðstöðu sem nú er í boði sé ekki á pari við kostnaðinn við byggingu gervigrasvallar, rekstur hans og viðhalds. Telji byggðaráð og sveitastjórn að svo sé ekki og að sveitarfélagið geti ráðist í þessa framkvæmd og geti áfram stutt önnur íþróttafélög, viðhald og uppbyggingu, þá fagna ég því og ítreka að ég vil að aðstaða til íþróttaiðkunar sé eins góð og kostur er og gervigrasvöllur myndi bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar mikið.

    Jón Ingi Sveinsson og Þórunn Andrésdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Við greiðum atkvæði með tillögunni en tökum heilshugar undir bókun Kristins Inga.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kristinn Ingi og Jón Ingi véku af fundi kl. 9:09
    Tekið fyrir erindi frá Blakfélaginu Rimum, ódagsett, þar sem óskað er eftir auka fjárveitingu vegna uppbyggingar á strandblakvelli í Dalvíkurbyggðar.

    Kristinn Ingi og Jón Ingi komu aftur á fundinn kl. 9:17.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til blakfélagsins árið 2018 verði allt að kr. 591.000. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir fjárhagsramma fyrir árið 2018. Íþrótta- og æskulýðsráð - 94 Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 verði eftirfarandi:

    Íþrótta-& æskulýðsráð
    4.788.367
    Æskulýðsfulltrúi
    13.984.874
    Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
    376.052
    Ungmennaráð
    424.828
    Aðrir leikvellir
    253.890
    Sumarnámskeið
    160.059
    Vinnuskóli
    9.245.896
    Víkurröst félagsmiðstöð
    12.588.595
    Íþróttamiðstöð
    157.324.334
    Rimar
    7.015.232
    Sundskáli svarfdæla
    4.087.127
    Sparkvöllur
    1.081.391
    Styrkir & framlög
    63.533.829

    Að auki er lagt til eftirfarandi viðbótarstyrki árið 2018:
    Blakfélagið Rimar vegna strandblaksvallar: 591.000
    Golklúbburinn vegna vélakaupa: 5.000.000.-
    Skíðafélag Dalvíkur vegna rekstur og viðhalds skíðasvæðis: 5.000.000.-

    Þar að auki er lagt til að endurskoðað verði þau stöðugildi sem eru á íþrótta- og æskulýðssviði sbr. minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá 18.09.2017. Áætlaður kostnaður er allt að 5.500.000.- og er sviðsstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að koma með nánari útfærslu á starfinu.

    Heildar áætlun er því kr. 290.955.474 eða 11.840.592 umfram útgefinn ramma. Er því óskað eftir aukningu á fjárhagsramma sem því nemur.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.