Atvinnumála- og kynningarráð - 28, frá 03.10.2017.

Málsnúmer 1709021F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

  • .1 201605002 Atvinnuuppbygging í Dalvíkurbyggð
    Á fund ráðsins kl. 13:00 komu Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, og fóru yfir þær framkvæmdir í sveitarfélaginu sem tengjast atvinnumálum.

    Börkur og Þorsteinn yfirgáfu fundinn kl.14:20.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Berki og Þorsteini fyrir greinargóðar upplýsingar og fagnar þeirri jákvæðu uppbyggingu í atvinnulífi og íbúðabyggingum sem á sér stað í sveitarfélaginu um þessar mundir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201703134 Erindi til sveitarstjóra frá flugklasanum Air66
    Á 833. fundi byggðaráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, bréf dagsett þann 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með þátttöku í flugklasanum Air 66N til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa í árí í 2 ár, árin 2018-2019.

    Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar atvinnumála- og kynningaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að haldið verði áfram stuðningi við flugklasa Air 66N. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201709014 Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki, endurskoðun á reglum
    Á 26. fundi atvinnumála og kynningarráðs var meðal annars bókað:

    ,,Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012.

    Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar.

    Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings. "
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Ekki liggur enn fyrir umsögn lögfræðings og upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram í málinu miðað við umræður á fundinum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .4 201705174 Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021
    Tekin fyrir starfsáætlun upplýsingafulltrúa. Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Til kynningar.
    Atvinnumála- og kynningarráð gerir engar athugasemdir við starfsáætlun upplýsingafulltrúa.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .5 201709108 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018
    Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 11. september 2017 vegna auglýsingar umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017 er til 15.október 2017. Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .6 201709015 Fyrirtækjaþing 2017
    Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs var samþykkt að næsta fyrirtækjaþing ráðsins yrði haldið í febrúar 2018.

    Ráðið heldur áfram að ræða um möguleg umræðuefni þingsins.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Áframhaldandi umræða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .7 201709110 Svæðislokanir fyrir dragnót
    Á 835. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 15. september 2017, þar sem kynnt er að starfshópur um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndarsvæði á Íslandsmiðum hefur skilað minnisblaði um reglur sem gilda um dragnótaveiðar.

    Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga stendur til boða að koma athugasemdum vegna málsins á framfæri við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti eigi síðar en þriðjudaginn 26. september 2017. Þau aðildarsveitarfélög sem vilja koma athugasemdum á framfæri eru beðin um að koma þeim til Sambandsins í síðasti lagi í hádegi mánudaginn 25. september. "
    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .8 201706024 Fundargerðir 2017
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 31 og 32 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .9 201706023 Fundargerðir 2017
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 204, 205, 206 og 208 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .10 201609031 Umsókn um gerð Hvatasamnings
    Bára Höskuldsdóttir víkur af fund kl. 15:26 vegna vanhæfis.

    Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.
    Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir."


    Atvinnumála- og kynningarráð - 28 Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.