Umhverfisráð - 295, frá 15.09.2017

Málsnúmer 1709009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

Til afgreiðslu:
19. liður sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Björgunarsveitinni á Dalvík, dagsett þann 28. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi og áframhaldandi styrk. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að gengið verði að endurnýjun á samningi við Björgunarsveitina Dalvík samkvæmt framlögðum gögnum.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 820. fundi byggðarráðs þann 4. maí var eftirfarandi bókað:
    " Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
    Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð getur ekki orðið við umbeðinni framkvæmd, en leggur til að fiskidagsnefnd ásamt fulltrúum frá Samherja verði kallaðir til fundar þar sem tillagan verður rædd frekar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna.

    Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs vegna skipulagsmála og að ráðið komi með tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
    Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn golfklúbbsins verði boðaðir á fund umhverfisráðs þar sem farið verði yfir innsent erindi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
    Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
    Umhverfisráð - 295 Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi og nýs deiliskipulags hefur þegar verið unnin og tillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt deiliskipulagstillögu er í vinnslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi, dagsett þann 1. september 2017, þar sem óskað er eftir fjárveitingu í gerð göngustígs með lýsingu og gróðursetningu. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að sótt verði um styrk til Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðar lagningar á göngustíg.
    Ráðið leggur til að hlutdeild sveitarfélagsins við verkefnið verði sett á fjárhagsáætlun 2019-2021.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimardóttur, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem bent er á og minnt á nokkur umhverfismál; svæðið við enda Grundargötu, umhirða meðfram gangstígum sem liggja frá Böggvisbraut að Íþróttamiðstöð, erindi frá íbúum Túnahverfis haustið 2015. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að gerð verði íbúakönnun um hvernig útlit /nýting Baldurshagareits á að vera og í framhaldinu verði þær tillögur útfærðar á árinu 2018. Hvað varðar umhverfi Hringtúns þá er deiliskipulag í vinnslu á því svæði ásamt göngustígum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafpóstur dagsettur þann 31. ágúst 2017, er varðar frágang og umhirðu á svæðum er liggja að lóð hans. Umhverfisráð - 295 Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem deiliskipulag svæðisins liggur ekki fyrir, en vinnan við það er komin vel á veg.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu uppsetning og tenging á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að farið verði í ofangreinda framkvæmd á árinu 2018.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu aðkoma sveitarfélagsins að uppsetningu á hraðhleðslustöð á Dalvík. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð komi að framkvæmdum við uppsetningu á hraðhleðslustöð á Dalvík.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Bjórböðunum ehf. og Bruggsmiðjunni Kalda ehf., rafbréf dagsett þann 8. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lokið verði við varanlega vegagerð að Bjórböðunum. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að farið verið í ofangreinda framkvæmd á árinu 2018 eins og fram kemur í framkvæmdartillögu ráðsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að frestað verði afgreiðslu þessa erindis þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir um eignarhald á stoðveggjunum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr 'kotunum' yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð leggur til að farið verði í þessa framkvæmd lýkt og fram kemur í framkvæmdartillögu ráðsins.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu. Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð leggur til að farið verði í hluta af umbeðinni framkvæmt eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá húseigendum að Melum og Karlsrauðatorgi 21, dagsett þann 3. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lagt verði bundið slitlag á heimreið að Melum og Dalbæ. Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð leggur til að farið verði í umbeðna framkvæmd eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst 2017, er varðar kantsteina í Grundargötu og Sandskeiði. Einnig óska þau eftir að fundin verði varanleg lausn á sandfoki úr fjörunni við Grundargötu 15. Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð leggur til að lagður verði nýr kantsteinn við Sandskeið eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins. Hvað varðar sandfok vísar ráðið til þess að þegar hefur verið óskað eftir flutningi á sjóvörn við Sandskeið til Vegagerðarinnar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúum í Laugarhlíðarhverfi í Svarfaðardal, dagsett þann 27. ágúst 2017, þar sem þess er óskað að vegir upp í hverfið verði lagfærðir, sett verði bundið slitlag ásamt lýsingu. Umhverfisráð - 295 Umhverfiráð leggur til að farið verði í umbeðna vegaframkvædt eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins, en leggur til að götulýsing verði sett á áætlun 2019-2021.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu umsagnir og ábendingar vegna skipulagslýsingar á aðalskipulagsbreytingum á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 295 Ráðið þakkar innsendar ábendingar,athugasemdir og umsagnir og leggur áherslu á að við vinnu deiliskipulagstillögu verði tekið tillit til þeirra. Ráðið leggur til að haldinn verði íbúafundur þegar tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu og afgreiðslu starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð samþykkir framlagðar áætlanir með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fundinum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár umhverfisráðs 2018. Umhverfisráð - 295 Umhverfisráð samþykkir framlagðar gjaldskrár með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.


    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.