Byggðaráð

838. fundur 03. október 2017 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir mætti í hans stað.

1.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Whales Hauganes ehf; Erindi vegna flotbryggju á Hauganesi.

Málsnúmer 201707003Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu á fund byggðaráðs Árni Halldórsson frá Whales Hauganes ehf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018 Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. "

Í tillögum veitu- og hafnasviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021 til byggðaráðs er lagt til að farið verði í framkvæmd við flotbryggju í höfninni á Hauganesi að upphæð 14,0 m.kr.

Til umræðu ofangreint.

Árni og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:21
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að skoða aðra möguleika hvað varðar lausn á aðgengi fyrir farþega í samræmi við umræður á fundinum.

2.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021;

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýsluvið.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýlusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs sem og starfsáætlun upplýsingafulltrúa vegna málaflokka 00 Skatttekjur, 03 að hluta vegna heilbrigðismála, 13 að hluta vegna atvinnumála, 20 Framlag til B-hluta fyrirtækja, 21 Sameiginlegur kostnaður, 22 Lífeyrisskuldbindingar, 28 Fjármunatekjur- og fjármagnsgjöld, 32 að hluta vegna tölvu - og hugbúnaðar, 57 Félagslegar íbúðir.
Lagt fram til kynningar.

3.Árskógur 1 og nýgerður kaupsamningur

Málsnúmer 201709097Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Freydís Dana Sigurðardóttir og Guðröður Ágústsson, búsett og eigendur að Árskógi lóð 1, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:35.

Á 812. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00.

Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað: Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs.'

Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land.

Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49.
Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.

Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku."

Í bréfi er barst sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 31. janúar 2017 kemur fram ósk Freydísar Dönu og Guðraðar um að sækja um stækkun lóðar í kringum Árskóga og þörf fyrir 3-4 hektara beitiland fyrir um 35 hross. Einnig koma fram áform um að fá að stækka bílskúrinn og breyta honum í hesthús. Áætluð er hestaaðstaða fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni þar sem þau stefna á uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu.

Til umræðu ofangreint.

Freydís Dana, Guðröður og Börkur viku af fundi kl. 15:35.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs