Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 837, frá 28.09.2017.

Málsnúmer 1709019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

  • a) Tillögur fræðslu- og menningarsviðs að starfs- og fjárhagsáætlun

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 15:15.

    Hlynur kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 fyrir málaflokka 04 Fræðslu- og uppeldismál ,05 Menningarmál ,06 Íþrótta- og æskulýðsmál og tjaldsvæði deild 1370.


    Hlynur vék af fundi kl. 16:10.

    b) Tillögur umhverfis- og tæknisviðs að starfs- og fjárhagsáætlun

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 16:12.

    Börkur kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 fyrir málaflokka 07 Brunamál- og almannavarnir, 08 Hreinlætismál, 09 Bygginga- og skipulagsmál, 10 Samgöngumál, 11 Umhverfismál, 13 að hluta vegna landbúnaðarmála, 31 Eignasjóður rekstur og 32 Eignasjóður fjárfestingar.

    Börkur vék af fundi kl. 17:56.

    c) Samantekt dagsins.

    Farið yfir yfirferð dagsins og næstu skref í vinnunni rædd.





    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 837 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.