Kosningar til Alþingis 28. október n.k.; kjörskrá

Málsnúmer 201709127

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 29. september 2017, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017.

Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosninga hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta sveitarstjórnarfundi.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 29. september 2017, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017. Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosninga hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta sveitarstjórnarfundi.
Lagt fram til kynningar."

Til máls tóku:
Bjarni Th. Bjarnason.

Fleiri tóku ekki til máls.

Á fundinum var kynnt fyrirliggjandi bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett þann 12. október 2017, varðandi umsókn frá aðila um að vera tekin á kjörskrá. Fram kemur að sveitarstjórn þarf að færa viðkomandi handvirkt inn á kjörskrá þar sem útgáfa kjörskrárstofns hefur farið fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi kjörskrá með ofangreindri breytingu skv. bréfi Þjóðskrár Íslands og felur sveitarstjóra að undirrita áður en hún verður lögð fram, eigi síðar en miðvikudaginn 18. október n.k.

Á kjörskrá samkvæmt kjörskrárstofni eru 1.335, þar af 692 karlar og 643 konur.
Með áorðinni breytingu eru á kjörskrá 1.336, þar af 692 karlar og 644 konur.