Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839, frá 12.10.2017

Málsnúmer 1710004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagkrá.
5. liður.
6. liður.
7. liður sér liður á dagskrá.
13. liður.
  • Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 29. september 2017, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017.

    Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosninga hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta sveitarstjórnarfundi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 4. október 2017, þar sem fram kemur að stjórn Skíðafélags Dalvíkur ákvað á fundi sínum þann 3. október s.l. að bjóða byggðaráði Dalvíkurbyggðar, íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs í heimsókn á skíðasvæðið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð þakkar gott boð og lætur stjórn Skíðafélags Dalvíkur vita sem fyrst hvaða dagur og tími muni henta. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Aflinu á Akureyri, dagsettur þann 28. september 2017, þar sem fram kemur að Aflið- Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hefur farið af stað með kynningar á starfi samtakanna fyrir sveitarfélög á Norðurlandi nú í haust. Hugmyndin er að ná saman sveitarstjórnum/félagsþjónustu ásamt helstu viðbragðsaðilum í hverju sveitarfélagi fyrir sig og halda stutta kynningu á sögu og starfsemi samtakanna.

    Lagt er til að kynningin verði fimmtudaginn 19. október n.k. frá kl. 11:30.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum boð um ofangreinda kynningu fimmtudaginn 19. október n.k. kl. 11:30. Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og boða til fundarins í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, þar sem vísað er til umsóknar Dalvíkurbyggðar um stofnframlag á grunvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna (sambýli) fyrir fatlaða einstaklinga. Dalvíkurbyggð sækir um fyrir hönd óstofnaðarar húsnæðissjálfseignarstofnunar.

    Stofnvirði Dalvíkurbyggðar skv. umsókn var kr. 252.095.155. Leiðrétt stofnvirði m.v. hámarksbyggingarkostnað með 30% hækkun er kr. 243.735.249. Samþykkt stofnframlag er kr. 56.410.248.

    Stofnframlagshafi skuldbindur sig til að lýsa yfir, eigi síðar en 31. október 2017, að hann muni geta fjármagnað þann hluta byggingarkostnaðar sem ekki er veitt stofnframlag til, með eiginfjárframlagi eða öðrum hætti þannig að það komi ekki til með að hafa árhif á leiguverð til hækkurnar né raska á neinn hátt rekstrargrundvelli íbúðanna.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið vék Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson af fundi kl. 12:16 vegna vanhæfis og Heiða Hilmarsdóttir tók við fundarstjórn eftir kosningu þar um þar sem varaformaður er fjarverandi.

    Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 27. september 2017, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 845.000 við fjárhagsáætlun 2017, deild 04240, vegna útboða og nýrra samninga vegna skólaaksturs , kr. 571.000, og skólamáltíða, kr. 274.000.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2017, viðauki nr. 18/2017 við deild 04240 og mætt með lækkun á eigið fé. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:24.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 18/2017 að upphæð kr. 845.000 við deild 04240, mætt með lækkun á eigið fé, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 12:19.

    Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 29. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild byggðaráðs að laun aðstoðarmanns umhverfisstjóra verði greidd af málaflokki 06, en þar er afgangur af launalið eftir sumarið þar sem færri starfsmenn fengust til vinnuskóla en gert var ráð fyrir. Um er að ræða vinnu 1/2 daginn og gert ráð fyrir því fram að áramótum. Þessi ósk er sett fram í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:26.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynni tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2017 þar sem búið er að bæta við viðaukum 12-17, sölu á Árskógi lóð 1, Lokastíg 1 íbúð 0102, Lokstíg 2 íbúð 0201, Lokastíg 2 íbúð 0301.
    Einnig var tekið út kr. 26.260.221 vegna áætlunar um aukið mótframlag í lífeyrissjóði, deild 21600, sem ekki kemur til framkvæmda. Hugsunin var í staðinn að nota þessa fjárhæð í heild og/eða hluta vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð en upplýsingar og uppgjör liggur ekki enn fyrir.
    Áætluð verðbólga er óbreytt 2,4% þar sem ekki liggur fyrir ný Þjóðhagsspá.

    Helstu niðurstöður:
    Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta kr. 139.660.000 jákvætt, þar af A-hluti (Aðalsjóður og Eignasjóður) kr. 47.278.000 jákvætt.
    Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 443.594.000 fyrir Samstæðu A- og B-hluta, þar af kr. 259.794.000 vegna Eignasjóðs og kr. 149.800.000 vegna Hafnasjóðs.
    Áætluð lántaka fyrir Samstæðu A- og B-hluta er kr. 237.000.000 og veltufrá frá rekstri er áætlað kr. 306.961.000.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jóhann Antonsson og Hlynur Sigurveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 12:30.

    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018:
    " Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað: Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað: Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri."

    Jóhann vék af fundi kl. 13:00.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:00.

    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 samþykkti byggðaráð eftirfarandi:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund.
    Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf."

    Fulltrúar Leikfélags Dalvíkur komu á fund byggðaráðs 14. september s.l.

    Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 1. september 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi tillagna vegna fjárhagsáætlunar 2018. Um er að ræða sömu tillögur og árið áður, sbr. málsnr. 201609017.

    Tillögur frá forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.;
    1. Farið verði í endurnýjun snyrtinga í andyri Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra. Undirrituð lýsa sig tilbúin til þátttöku í kostnaði/vinnu gegn áframhaldandi samningi um afnot af andyri/snyrtingum.


    2. Undirrituð hafa áður viðrað hugmyndir um að búa til glugga milli sýningarrýmis Ungo (bíósýningarsals) yfir í setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra. Óskað er eftir þvi að farið verði í þessa framkvæmd og eru untirrituð tilbúin til viðræðna um útfærslu og þáttöku í kostnaði.

    Til umræðu ofangreint.

    Kristín Aðalheiður, Bjarni, Ingvar, Börkur Þór og Hlynur viku af fundi kl.13:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að funda með forsvarmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. og ræða meðal annars nýtingu á Ungó og samningamál. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið vék Bjarni Th. Bjarnason af fundi vegna vanhæfis kl. 14:06.

    Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðasskjalasafns, ódagsett en móttekið þann 25. september 2017 í rafpósti, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á verkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason (GARASON). Óskað hefur verið eftir tilboði frá listamanninum og fylgir það með orðrétt. Í söfnunar- og útlánastefnu Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar kemur m.a. fram:
    "Stefnt er að því, ef fjárhagur leyfir, að kaupa myndverk eftir listamenn sem búsettir eru í sveitafélaginu, þegar þeir halda sína aðra sýningu, hafi sveitafélagið ekki eignast verk eftir öðrum leiðum. Taka þarf sérstaka ákvörðun um önnur form listaverka“. Með vísan í þessa klausu er hér óskað eftir sérstakri ákvörðun um kaup á listaverki sem sennilega myndi flokkast sem annað form listaverka.

    Verðið á verkinu er 1,3 m.kr. og óskað er eftir kr. 900.000 aukafjárveitingu að upphæð kr. 900.000 við fjárhagsramma 2018 til kaupa á listaverkinu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og felur forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns að kanna möguleika á styrkjum til að auka líkur á að sveitarfélagið geti eignast þetta verk, sbr. tilboð og tillögur frá listamanninum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bjarni kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:21.


    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020. Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að vinnuhópurinn uppfæri ofangreinda tillögu."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að kr. 3.157.000 verði settar á áætlun 2018 skv. tillögu vinnuhópsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var m.a. eftirfarandi bókað varðandi þá hugmynd Gangnamannafélagsins um viðbyggingu við Stekkjarhús, sbr. erindið dagsett þann 5. febrúar 2017, að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina.

    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2018 og 2019-2021. Byggðaráð tekur jákvætt í málið en vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2018."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að allt að kr. 1.100.000 verði settar á fjárhagsáætlun 2018 vegna efniskostnaðar við Stekkjarhús. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir undirritað kauptilboð í Lokastíg 1, íbúð 0102, fastanúmer 215-5063, að upphæð kr. 11.300.000, dagsett þann 28. september 2017, samþykkt með fyrirvara um samþykki byggðaráðs og sveitarstjórnar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, sölu á eigninni og kauptilboð.
  • .14 201710026 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839
  • Lögð fram til kynningar 299. fundargerð stjórnar Eyþings. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bjarni kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:21.

    Á fundinum var farið yfir þær ákvarðanir sem á eftir að taka vegna tillagna um starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

    a) Samantekt á afgreiðslu fagráða.

    b) Beiðnir um nýkaup.

    c) Viðhald Eignasjóðs.

    d) Framkvæmdatillaga umhverfis- og tæknisviðs.

    e) Fjárfestingar- og framkvæmdatillögur.

    f) Beiðnir um viðbótarstöðugildi.

    g) Samanburður á niðurstöðum úr vinnubókum fjárhagsáætlunar 2018 vs. fjárhagsramma.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 839 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.