Byggðaráð

835. fundur 21. september 2017 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar; Frístund í Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru í heimsókn í Frístund Dalvíkurskóla til að skoða aðstæður eftir breytingar og kynna sér starfsemina, kl. 13:15.

Gísli Bjarnason, skólastjóri, tók á móti byggðaráði ásamt Hrafnhildi Hafdísi Sverrisdóttur, Margréti Traustadóttur, starfsmönnum Frístundasr, og Hlyni Sigursveinssyni, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018

Málsnúmer 201709108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 11. september 2017, þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018, ág grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 15. október 2017.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn umsókn um byggðakvóta til ráðuneytisins, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Vísað til atvinnumála- og kynningarráðs.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Svæðislokanir fyrir dragnót

Málsnúmer 201709110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 15. september 2017, þar sem kynnt er að starfshópur um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndarsvæði á Íslandsmiðum hefur skilað minnisblaði um reglur sem gilda um dragnótaveiðar.

Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga stendur til boða að koma athugasemdum vegna málsins á framfæri við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti eigi síðar en þriðjudaginn 26. september 2017. Þau aðildarsveitarfélög sem vilja koma athugasemdum á framfæri eru beðin um að koma þeim til Sambandsins í síðasti lagi í hádegi mánudaginn 25. september.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Háskólanum á Akureyri; Umsókn um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017

Málsnúmer 201704088Vakta málsnúmer

Á 820. fundi byggðaráðs þann 4. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sjávarútvegsmiðstöðinni dags. 24.04.2017 þar sem sótt er um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017. Undanfarin fjögur ár hefur Sildarvinnslan á Neskaupsstað rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum. Markiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi, auk þess sem hann er hugsaður sem farvegur til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð. Síðastliðið sumar leitaði Síldarvinnslan til Háskólans á Akureyri og óskaði eftir þeirra aðkomu sem umsjónaraðilar skólans. Fyrirhugað er að styðjast við fyrirkomulag sjávarútvegsskólans síðustu ár og halda svipuðu sniði fyrir fyrirhugaðan Sjávarútvegsskóla Norðurlands. Þannig er gert ráð fyrir að skólinn verði í eina viku á hverju kennslustað, ætlaður 14 ára nemendum og skipulagður sem hluti af vinnuskóla sveitarfélaganna. Óskað er eftir styrk að upphæð 250.000 frá Dalvíkurhöfn til greiðslu kostnaðar vegna Sjávarútvegsskólans. Erindi þetta var tekið fyrir í Veitu- og hafnarráði, 61. fundi dags. 26.04.2017. Þar var bókað; Veitu- og hafnaráð telur að sú hugmyndafræði sem fram kemur í erindi frá sjávarútvegsskólanum um kynningu á störfum tengdum sjávarútvegi og þeim möguleikum sem eru til menntunar á þeim vettvangi fyrir yngri kynslóðina sé gagnleg. Veitu- og hafnaráð hefur vilja til þess að bregðast jákvætt við erindinu en það hefur ekki fjárheimild til að veita umbeðinn styrk og samþykkir samhljóða að vísa því til byggðarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar í fræðsluráði."

Á 219. fundi fræðsluráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á fundi byggðaráðs þann 4. maí var tekin fyrir umsókn frá Háskólanum á Akureyri um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017. Byggðaráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar í fræðsluráði.
Fræðsluráð hefur vilja til að bregðast jákvætt við erindinu og vísar málinu til byggðaráðs til endanlegrar afgreiðslu."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 250.000, vísað á deild 41210.

5.Frá Íbúðalánasjóði; Húsnæðisþing 2017

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 15. september 2017 frá Íbúðalánasjóði þar sem fram kemur að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verður haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi og eru sveitarfélögin hvött til að taka daginn frá.
Vísað til framkvæmdastjórnar.

6.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021; upphaf á yfirferð á tillögum.

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Skilafrestur á starfs- og fjárhagsáætlun stjórnenda, eftir umfjöllun í fagráðum eftir því sem við á, var 19. september s.l.

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar á umfjöllun byggðaráðs að ljúka 5. október n.k.

Farið var yfir á fundinum umfjöllun fagráða hvað varðar afgreiðslur á einstökum málum og erindum og yfirferð yfir starfsáætlanir, fjárhagsramma og fylgigögn skipulagt.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs