Gjaldskrár umhverfisráðs 2018

Málsnúmer 201709104

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár umhverfisráðs 2018.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar gjaldskrár með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

Á 295. fundi umhverfisráðs þann 15. september 2017 var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár umhverfisráðs 2018.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar gjaldskrár með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirtaldar gjaldskrár:
Byggingafulltrúi, gjaldskrá 2018.
Leiga í Böggvisstaðarskála 2018.
Gjaldskrá fyrir markað á Fiskidaginn mikla.
Gjaldskrá slökkviliðs 2018.

Umhverfisráð - 297. fundur - 07.11.2017

Til umræðu gjalskrá sorphirðu 2018 og mögulega breytingar á fyrirkomulag hirðingar á endurvinnsluefni.
Undir þessum lið koma Helgi Pálsson frá Gámaþjónustunni kl. 09:00.
Ráðið þakkar Helga fyrir greinargóðar upplýsingar og leggur til að losun á endurvinnslutunnu verði aukin á árinu 2018 í 2 losanir í mánuði í stað einnar. Ráðið leggur því til 5,6% hækkun á gjaldskrá sorphirðu 2018 til að mæta þessum aukna kostnaði.
Ráðið leggur áherslu á að mikilvægt er að kynna þær reglur sem gilda um flokkun í Dalvíkurbyggð og ákveðið var að Helgi kæmi með erindi á fyrirhugaðan íbúafund um flokkun sorps.
Helgi Pálsson vék af fundi kl. 09:40
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.