Sveitarstjórn

345. fundur 10. maí 2022 kl. 16:15 - 17:34 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1026, frá 05.05.2022.

Málsnúmer 2205004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liðir 1, 2, 3, 6, 8, 9, 10, 11, 12, 16 og 17 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Atvinnumála- og kynningarráð - 71, frá 04.05.2022

Málsnúmer 2205001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liðir 5, 6, og 7 eru ekki til afgreiðslu en þarfnast frekari bókunar.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn í nýsköpunar- og þróunarsjóð frá Kristínu A Símonardóttur Atvinnumála- og kynningarráð - 71 Heimild Nýsköpunar- og þróunarsjóðs Dalvíkurbyggðar til úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022 er kr. 1.000.000. Í reglum sjóðsins kemur fram að hámarksstyrkur hvers verkefnis getur aldrei orðið hærri en kr. 500.000 og skulu ekki fleiri en 6 verkefni styrkt ár hvert. Alls bárust 3 umsóknir í sjóðinn. Allar umsóknir eru gildar sem Atvinnumála- og kynningarráð metur allar álitlegar á grundvelli 7. gr. um Mat á umsóknum og samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að veita styrk í verkefnið Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Samkvæmt minnisblaði sem fylgdi fundarboði sveitarstjórnar þá er veittur styrkur kr. 450.000. Vísað á lið 13-80-9145 á fjárhagsáætlun 2022.

    Enginn tók til máls.
    Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn í nýsköpunar- og þróunarsjóð frá Bergi Þór Jónssyni Atvinnumála- og kynningarráð - 71 Heimild Nýsköpunar- og þróunarsjóðs Dalvíkurbyggðar til úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022 er kr. 1.000.000. Í reglum sjóðsins kemur fram að hámarksstyrkur hvers verkefnis getur aldrei orðið hærri en kr. 500.000 og skulu ekki fleiri en 6 verkefni styrkt ár hvert. Alls bárust 3 umsóknir í sjóðinn. Allar umsóknir eru gildar sem Atvinnumála- og kynningarráð metur allar álitlegar á grundvelli 7. gr. um Mat á umsóknum og samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að veita styrk í verkefnið Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Samkvæmt minnisblaði sem fylgdi fundarboði sveitarstjórnar þá er veittur styrkur kr. 100.000. Vísað á lið 13-80-9145 í fjárhagsáætlun 2022.

    Enginn tók til máls.
    Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn í nýsköpunar- og þróunarsjóð frá Ragnhildi Láru Weisshapel Atvinnumála- og kynningarráð - 71 Heimild Nýsköpunar- og þróunarsjóðs Dalvíkurbyggðar til úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022 er kr. 1.000.000. Í reglum sjóðsins kemur fram að hámarksstyrkur hvers verkefnis getur aldrei orðið hærri en kr. 500.000 og skulu ekki fleiri en 6 verkefni styrkt ár hvert. Alls bárust 3 umsóknir í sjóðinn. Allar umsóknir eru gildar sem Atvinnumála- og kynningarráð metur allar álitlegar á grundvelli 7. gr. um Mat á umsóknum og samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að veita styrk í verkefnið Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Samkvæmt minnisblaði sem fylgdi fundarboði sveitarstjórnar þá er veittur styrkur kr. 450.000. Vísað á lið 13-80-9145 í fjárhagsáætlun 2022.

    Enginn tók til máls.
    Lagt fram til kynningar.

3.Íþrótta- og æskulýðsráð - 138, frá 03.05.2022

Málsnúmer 2204011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Landbúnaðarráð - 145, frá 04.05.2022.

Málsnúmer 2205003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfisráð - 372, frá 06.05.2022

Málsnúmer 2205005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liðir 1,2,3,4,5,6,7 og 10 eru sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

6.Ungmennaráð - 33, frá 26.04.2022

Málsnúmer 2204010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

7.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 114, frá 05.05.2022

Málsnúmer 2205002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 1 og 4 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2021. Síðari umræða.

Málsnúmer 202110026Vakta málsnúmer

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, sviðsstjórarnir Bjarni Daníel Daníelsson, Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 13:00. Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021. Gísli vék af fundi kl. 14:12. Eyrún og Þórhalla viku af fundi kl. 14:29. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:31. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 26. apríl nk." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2021, sundurliðun ársreiknings 2021, skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 2021 og endurskoðunarskýrsla 2021. Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2021. Helstu niðurstöður eru: Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um 37,8 m.kr. Gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 91,2 m.kr. Hækkun á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins fyrir samstæðuna var um 135,2 m.kr en gert var ráð fyrir 58,9 m.kr. Hækkunin varð mun meiri vegna ytri ákvarðana um breytingar á forsendum vegna útreikninga. Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 32,9 m.kr. Gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 82,2 m.kr. Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta er 304,8 m.kr. Fjárfestingar voru 121,0 m.kr og lántaka ársins 2021 var engin. Að öðru leiti er vísað til framsögu sveitarstjóra sem verður birt með fundargerð sveitarstjórnar ásamt ársreikningnum. Niðurstaða: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitastjórn 10. maí nk."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 eins og hann liggur fyrir og áritar reikninginn því til staðfestingar ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti.

9.Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð. Síðari umræða.

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 144. fundi landbúnaðarráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram drög að endurskoðaðri búfjársamþykkt. Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breytingum á búfjársamþykkt Dalvíkurbyggðar með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa drögum að endurskoðaðri Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð eins og hún liggur fyrir.

10.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Fjarvinnustefna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202202035Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 16:03. Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gerð Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að á fundi UT_teymis þann 3. febrúar sl. var samþykkt að beina því til framkvæmdastjórnar hvort Dalvíkurbyggð ætti að setja sér Fjarvinnustefnu. Framkvæmdastjórn fjallaði um málið þann 7. febrúar sl. og niðurstaðan var að vísa erindinu til byggðaráðs. Gert er ráð fyrir að fjarvinnustefnan verði hluti af Mannauðsstefnu sveitarfélagsins, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fulltrúum UT-teymis að skipa vinnuhópinn. Byggðaráð samþykkir erindisbréfið samhljóða með 3 atkvæðum eins og það liggur fyrir." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga UT_teymis að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og tölvuumsjónarmaður gerðu grein fyrir. Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 16:16. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir sem m.a. færði vinnuhópnum þakkir fyrir vinnuna að stefnunni.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir. Einnig samþykkir sveitarstjórn að stefnan verði hluti að stjórnenda- og starfsmannahandbók sveitarfélagsins.

11.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Viðhald troðara og viðgerð á lyftu vor 2022. Viðauki.

Málsnúmer 202204123Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hörður E. Finnabogason, frá Skíðafélagi Dalvíkur, kl. 13:00. Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 27. apríl 2022, þar sem fram kemur að Skíðafélagið hefur óskað eftir því við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að koma í farveg beiðni þeirra um endurnýjun á beltum snjótroðara sem og beiðni um styrk vegna viðgerðar á lyftu vegna bilunar sem varð stuttu fyrir páska 2022. Félagið telur að ekki sé hægt að bíða eftir fjárhagsáætlunargerð í haust, þar sem panta þarf beltin sem allra fyrst. Kostnaður við ný belti er kr. 6.588.311 samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Dalvíkur. Viðhald á lyftu er áætlað a.m.k. ein milljón króna samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Dalvíkur. Til umræðu ofangreint. Gísli Rúnar og Hörður viku af fundi kl. 13:20. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn styrk til Skíðafélags Dalvíkur, allt að kr. 8.000.000 á deild 06800, viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022, vegna ofangreinds erindis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022, að upphæð allt að kr. 8.000.000 við deild 06800, vegna styrks til Skíðafélags Dalvíkur vegna viðhalds á troðara og lyftu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Vinnuhópur um brunamál.Viðauki.

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:30. a) Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl með vísan í starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og 340. fund sveitarstjórnar frá 23.11.2021." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar undirritaður kaupsamningur við Ólaf Gíslason og Co hf. um kaup á nýjum slökkviliðsbíl fyrir Slökkvilið Dalvíkur, dagsettur þann 22. apríl 2022. Afhending er áætluð undir árslok 2023. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð vinnuhópsins um brunamál, 6. fundur þann 4. maí sl. Í 2. lið fundargerðinnar kemur fram ósk um viðauka vegna kaupa á slökkviliðsbíl. Heimild þessa árs á áætlun er 80 m.kr. Fyrir liggur að skila þarf þeim fjárheimildum þar sem slökkviliðsbíllinn verður ekki til afhendingar og greiðslu fyrr en í lok árs 2023. Vinnuhópurinn leggur til að sama upphæð, 80 m.kr., verði áfram til fjárfestingar á þessu ári fyrir slökkvilið, breytt úr kaupum á slökkvibíl og sett í uppbyggingu á húsnæði slökkviliðs í samræmi við tillögur um kosti í húsnæðismálum slökkviliðsins sem kom fram í fundargerð vinnuhópsins. a) Lagt fram til kynningar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka á deild 32200, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2022, þannig að áætluð fjárfestingaheimild vegna kaupa á slökkviliðsbíl að upphæð 80 m.kr. verði tekin út á þessu ári. Varðandi tillögu um að sama fjárhæð verði sett á fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins þá samþykkir byggðaráð að leggja til við sveitarstjórn að sú ákvörðun bíði nýrrar sveitarstjórnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs:
a) Lagt fram til kynningar.
b) Viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2022, deild 32200, að upphæð kr. 80.000.000 til lækkunar á fjárfestingu vegna slökkviliðsbíls. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að það komi í hlut nýrrar sveitarstjórnar að ákvarða hvort og þá hvernig fjárhæðinni verði ráðstafað til uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins. Sveitarstjórn samþykkir að viðaukinn komi til hækkunar á handbæru fé.

13.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Viðaukabeiðni vegna veikindalaun.

Málsnúmer 202205032Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var samþykktur viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2022 vegna veikindalauna að upphæð kr. 3.671.899 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2022 vegna veikindalauna að upphæð kr. 3.671.899 sem og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Verkefnahópur um farartæki og vinnuvélar - erindi um sölu, tilfærslu o.fl. Viðauki.

Málsnúmer 202203048Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið sat áfram fundinn sviðsstjóri framkvæmdasviðs. Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað hvað varðar c) lið: "Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað m.a.; "Tekið fyrir erindi frá verkefnahópi Dalvíkurbyggðar um farartæki og vinnuvélar, dagsett þann 28. febrúar sl. : c) Óskað er eftir heimild til að selja verkfærabíl veitna Toyota Hiace DO-476. Búið er að kanna söluverðmæti á bílnum hjá Toyota umboðinu á Akureyri. Það þarf að gera ráð fyrir söluþóknun/launum þegar bíllinn selst sem greiðist af seljanda. Vinnuhópurinn óskar eftir því að andvirði bílsins fari í að kaupa innréttingar og búnað í nýja verkfærabílinn sem búið er að festa kaup á og er kominn til landsins. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir 8.000.000,- krónum vsk til kaupa á bílnum og er endanlegt verð ekki komið en reikna má að upphæðin verði rúmar 9.500.000,- og því ekki afgangur til að kaupa innréttingar eða búnað sem þarf í nýja bílinn. Ekki er orðið ljóst hvenær afhending á þeirri bifreið verður til veitna. c) Afgreiðslu frestað og byggðaráð óskar eftir nánari upplýsingum." Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 15. mars sl., þar sem fram kemur að verkfærabíllinn kostar hingað kominn kr. 7.720.657 án vsk. Innrétting og verkfæri eru áætluð kr. 1.100.000 án vsk. Fjármögnun á bílnum eru kr. 8.000.000 heimild í fjárhagsáætlun og ósk um að söluandvirði á bifreið, kr. 800.000 - kr. 900.000. Heildarverð á verkfærabílnum með öllu er þá kr. 8.820.657 án vsk og hann fjármagnaður samkvæmt ofangreindu. Óskað er því eftir heimild til að nota söluandvirði verkfærabíls til að innrétta nýja verkfærabílinn. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á verkfærabílnum. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 þegar tilboð liggur fyrir vegna kostnaðar við innréttingar og verkfæri í nýja verkfærabílinn." Til máls tók: Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:42. Guðmundur St. Jónsson, 1. varaforseti tók við fundarstjórn undir þessum lið. Fleiri tóku ekki til máls. c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og heimilar sölu á verkfærabílnum." Samkvæmt rafpósti frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þann 3. maí sl. þá er gert ráð fyrir að kostnaður við innréttingu og verkfæri í nýja verkfærabílinn sé um kr. 1.018.780. Bjarni Daníel vék af fundi undir þessum lið kl. 14:46. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 þannig að söluhagnaður bifreiðar verði nýttur til innréttingar á nýjum verkfærabíl, að upphæð kr. 819.929. Alls er þá heimild vegna verkfærabíls kr. 8.819.929. Byggðaráð vísar viðauka nr. 8 til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:33. 1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að söluhagnaður bifreiðar að upphæð kr. 819.929 verði nýttur til innréttingar á nýjum verkfærabíl. Heimild á lið 48200-11506 hækkar því um kr. 819.929 og verður alls kr. 8.819.929 og liður 47010-0729 hækkar úr 0 í kr. -819.929. Um tilfærslu á milli liða er að ræða. Þórhalla Karlsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

15.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Beiðni um viðauka vegna Fiskidagsins Mikla 2022. Viðauki.

Málsnúmer 202205028Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:35 og tók við fundarstjórn.

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék af fundi Guðmundur St. Jónsson kl. 14:47 vegna vanhæfis. Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022, dagsett þann 5. maí 2022, í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. Óskað er eftir niðurfellingu framlags til Fiskidagsins upp á kr. 10.800.000 sem er sú heildarupphæð sem gert var ráð fyrir til hátíðarinnar á fjárhagsáætlun 2022, þ.e. kr. 5.500.000 beint fjárframlag til Fiskidagsins mikla skv. samningi og kr. 5.300.000 áætlaður beinn umframkostnaður sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar. Lagt er til að fjárhæðin komi til hækkunar á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2022, deild 05710, að upphæð kr. - 10.800.000 og til hækkunar á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu vegna þessar liðar og vék af fundi kl. 16:37.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. -10.800.000 á deild 05710 vegna framlags og kostnaðar við Fiskidaginn mikla og að viðaukanum verði mætt hækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

16.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Umsókn um launaviðauka vegna veikinda.

Málsnúmer 202204004Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:38.

Á 1026. fundi þann 5. maí sl. samþykkti byggðaráð viðauka nr. 10 að upphæð kr. 4.093.642 vegna veikindalauna og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2022 vegna veikindalauna. Jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki I og heildarviðauki vegna launa - ytri áhrif.

Málsnúmer 202204135Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
a) Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs drög að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022 þar sem búið er að setja inn raunniðurstöður ársins 2021 í fjárhagsáætlunarlíkan.Í framhaldinu verða settir inn þeir viðaukar sem samþykktir hafa verið á árinu sem og þeir viðaukar sem verða samþykktir á þessum fundi. b) Sviðsstjóri kynnti einnig viðaukabeiðni vegna heildarviðauka launa vegna ytri áhrifa, að upphæð kr. 27.416.659. Um er að ræða nýja kjarasamninga hjá nokkrum félögum, nýja vörpun starfsheita hjá KVH og LSS, nýjar launatöflur vegna hagvaxtarauka og leiðréttingu á vaktavinnuhvata í íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Áætlað er að um 21 m.kr. vegna þessa viðauka megi rekja til hagvaxtarauka lífskjarasamninga. Ekki var gert ráð fyrir áhrifum hagvaxtaraukans í fjárhagsáætlun 2022 þar sem upplýsingar um hann lágu ekki fyrir við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022 til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar að teknu tilliti til þeirra viðauka sem staðfestar hafa verið og þeirra tillagna að viðaukum sem liggja fyrir á þessum fundi. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka vegna launa eins og hann liggur fyrir að upphæð kr. 27.416.659 vegna fjárhagsáætlunar 2022 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2022.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um viðaukann þar sem gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlunarlíkani vegna 2022 sem mynda nú tillögu að heildarviðauka I. Meðal annars er ósk um viðauka nr. 12 vegna hækkana á framlögum frá Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 15.563.683. Tekið var út áætlað langtímalán að upphæð kr. 175.000.000 og áætlaðar afborganir vegna þess, íbúatala ársins 2021 breytt í samræmi við ársreikning og áætluð íbúatala ársins 2022 hækkuð upp í 1885. Áætluð verðbólga er hækkuð úr 3,3% í 5,9% samkvæmt Þjóðhagsspá að vori.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum heildarviðauka I.

Niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um kr. 35.123.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta, Eignasjóðs og Aðalsjóðs, er neikvæð um kr. 42.199.000.
Áætlaðar fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta er kr. 232.415.000.
Áætluð lántaka Samstæðu A- og B- hluta er kr. 0.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta er kr. 242.486.000.

Fleiri tóku ekki til máls.


a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka vegna launa, viðauki nr. 11 að uppæð kr. 27.416.659 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er tilkominn vegna ytri áhrifa kjarasamninga og dreifist á málaflokka og deildir í samræmi við fyrirliggjandi viðaukabeiðni. Sveitarstjórn samþykkir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðaukabeiðni vegna hækkunar á framlögum Jöfnunarsjóðs að upphæð kr. 15.563.683, viðauki nr. 12 við deild 00100, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022.

18.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Tillaga að auglýsingu og tímaramma.

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"a) Auglýsing
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023, sbr. undanfarin ár.
b) Tímarammi.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 í samræmi við fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum auglýsinguna eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að tímaramma.

19.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Ráðning verkefnastjóra tæknideildar.

Málsnúmer 202205030Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, fundinn. Auglýsing um starf Skipulags- og byggingafulltrúa var framlengd til og með 1. maí sl. Sjá nánar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar; https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/laust-til-umsoknar-skipulags-og-byggingafulltrui Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að ráða í starf verkefnastjóra tæknideildar en störfum byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram útvistað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sviðsstjóri framkvæmdasviðs hafi heimild til að auglýsa laust til umsóknar og ráða í 100% starf verkefnisstjóra á tæknideild. Störf byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram leyst með aðkeyptri þjónustu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að heimila sviðsstjóra framkvæmdasviðs að auglýsa laust til umsóknar og ráða í 100% starf verkefnisstjóra á tæknideild í stað starfs skipulags- og byggingafulltrúa. Verkefnum byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram útvistað.

20.Frá 1026. fundi byggðaráðs þann 05.05.2022; Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti sveitarstjórn þá tillögu að sveitarstjórn taki fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, en að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deilt niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu var frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um framvindu málsins sem sveitarstjóri gerði grein fyrir ásamt þeim fundum sem haldnir hafa verið um málið. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 4. mars sl., þar sem hjálögð eru samningsdrög vegna erindis til sveitarfélaga um samstarf við N4 og erindi frá SSNE, dagsett þann 24. febrúar sl., um samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4. Í meðfylgjandi töflu er að finna tillögu um kostnaðarskiptingu sem lögð er fyrir sveitarfélögin. Samkvæmt tillögunni er hlutur Dalvíkurbyggðar í verkefninu 440.196 kr. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem um er rætt í erindi SSNE. Byggðaráð gengur út frá að uppfærð samningsdrög komi til umfjöllunar byggðaráðs og afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem um er rætt í erindi SSNE." Tekið fyrir nýtt erindi frá framkvæmdastjóra N4, rafpóstur dagsettur þann 3. maí sl., þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í stuðningi við þáttagerð í Að norðan fyrir kr. 500.000 hvert sveitarfélag á listanum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem Dalvíkurbyggð er nú þegar með sérsamning við N4 um afmörkuð verkefni."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að hafna ofangreindu erindi frá N4 þar sem Dalvíkurbyggð er nú þegar með sérsamning við N4 um afmörkuð verkefni.

21.Frá 71. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 04.05.2022; Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2022

Málsnúmer 202205008Vakta málsnúmer

Á 71. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 19. maí 2022 kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og í fjarfundi og skráðir þátttakendur fá hlekk á fundarkerfi. Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa, Írisi Hauksdóttur og formanni ráðsins, Sigríði Jódísi Gunnarsdóttur, að sækja fundinn ef þær hafa tök á eða boða varamann í sinn stað."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs um fulltrúa Dalvíkurbyggðar á fund Markaðsstofu Norðurlands.

22.Frá 372. fundi umhverfisráðs þann 06.05.2022; Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir forsendur og helstu markmið fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðahverfi á þessu svæði. Umhverfisráð leggur til að þessar forsendur verði lagðar til grundvallar við hönnun á nýju íbúðahverfi sunnan Dalvíkur og felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að leita tilboða skipulagsráðgjafa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar varðandi að leita eftir tilboðum frá skipulagsráðgjafa í hönnun á nýju íbúðarhverfi sunnan Dalvíkur.

23.Frá 372. fundi umhverfisráðs þann 06.05.2022; Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Hringtún 42-48

Málsnúmer 202202036Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 368. fundi umhverfisráðs var tekin fyrir umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt var um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48 úr fjórum í sex. Breytingunni var vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á 342. fundi sínum þann 15. febrúar 2022 samþykkti Sveitarsjórn afgreiðslu umhverfisráðs með útvíkkun á grenndarkynningu þannig að hún næði til fleiri hagsmunaaðila. Grenndarkynningin var send til eigenda Hringtúns 1, 2, 17, 19, 21, 25, 30, 32, 38 og 40, Steintúns 1 og 2 og 4 og Böggvisbrautar 10. Grenndarkynningin var send út 23. mars 2022 og athugasemdafrestur var gefinn til 22. apríl 2022. Fjórar athugasemdir bárust. Umhverfisráð hafnar umsókn EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og sneru að umferðaröryggi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt erindi frá EGÓ húsum ehf., dagsett þann 9. maí sl., þar sem vísað er í ofangreinda afgeiðslu umhverfisráðs en ekki verði séð hver rökstuðningur eða tölfræði sé að baki þessari ákvörðun sem er byggð á því að umferð aukist eða umferðaöryggi minnki við það að byggðar verði 6 litlar íbúðir í stað fjögurra stórra, eins og er á skipulagi. EGÓ hús ehf. vísa í samþykki umhverfisráðs að byggja 4 íbúðir í stað tveggja við Hringtún 17 og 19, þar sem einnig komu fram athugasemdir er litu að umferð. Er álit EGÓ húsa ehf. að þessar ákvarðanir stangist því á.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og hafnar umsókn EGÓ húsa ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og snéru að umferðaröryggi.

24.Frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar; Framtíð og rekstur svæðisskipulags; starfsreglur.

Málsnúmer 202112107Vakta málsnúmer

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni, formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsett 29. desember 2021 um framtíð og rekstur svæðisskipulagsins. Eftir umræður á þingi SSNE sl. vor og á fundi nefndarinnar í desember um framtíð nefndarinnar, liggur fyrir tillaga sem óskað er eftir að verði tekin fyrir í öllum sveitarstjórnum í Eyjafirði sem fyrst á nýju ári þannig: "Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi breytingartillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi tillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsettur þann 4. maí 2022, þar sem óskað er eftir að fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 3. maí sl. verði lögð fram og að uppfærðar starfsreglur verði lagðar fyrir sveitarstjórn til staðfestingar svo fljótt sem verða má. Fram kemur að þegar starfsreglurnar hafa verið samþykktar, staðfestar af Skipulagsstofnun og auglýstar þá fækkar um helming í nefndinni. Því er lagt til að sveitarstjórnir hinkri með skipun fulltrúa í nefndina þar til þessi ferill er á enda.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi starfsreglur fyrir svæðisskipulag Eyjafjarðar eins og þær liggja nú fyrir.

25.Frá 372. fundi umhverfisráðs þann 06.05.2022; Umsókn um lóð - Hamar lóð 18

Málsnúmer 202204026Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 8. apríl 2022, óskar Þórir Matthíasson eftir frístundalóð nr. 18 á Hamri. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á frístundalóðinni nr. 18 á Hamri.

26.Frá 372. fundi umhverfisráðs þann 06.05.2022; Umsókn um lóð - Hamar lóð 8

Málsnúmer 202205007Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 27. apríl 2022, óskar Christof Wenker eftir frístundalóð nr. 8 á Hamri. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á frístundalóðinni nr. 8 á Hamri.

27.Frá 372. fundi umhverfisráðs þann 06.05.2022; Umsókn um lóð - Hringtún 10

Málsnúmer 202205034Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 3. maí 2022, óskar Hafþór Helgason eftir lóðinni við Hringtún 10 á Dalvík. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 10.

28.Frá 372. fundi umhverfsiráðs þann 06.05.2022; Umsókn um framkvæmdaleyfi - Malartekja úr Svarfaðardalsá

Málsnúmer 202204122Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 26. apríl 2022, óskar Karl Ingi Atlason eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar 2300 rúmmetra malartekju úr Svarfaðardalsá í landi Hóls og Búrfells. Meðfylgjandi eru gögn unnin af Erlendi Steinari Friðrikssyni sérfræðingi í búsvæðum laxfiska, sem sýna hvernig staðið verður að malartökunni og jákvæð umsögn Veiðifélags Svarfaðardalsár. Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki Fiskistofu og eigenda Búrfells. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvörum sem tilteknir eru.

29.Frá 372. fundi umhverfsiráðs þann 06.05.2022; Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti

Málsnúmer 202203097Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá aftur umsókn Eiríks Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í Syðra-Holti en henni hafði verið vísað til landbúnaðarráðs til umsagnar. Í umsögn landbúnaðarráðs segir: Landbúnaðarráð gerir engar athugasemdir við skógrækt á svæðinu sem afmarkast af hnitum 5 til 13. Skoða þarf vel svæðið milli hnita 4 og 5 m.t.t. snjósöfnunar við veg og vegna þess að um er að ræða ræktað land. Landbúnaðarráð leggst gegn því að skógrækt verði leyfð á svæði sem afmarkast af hnitum 1-3 neðan við veg af sömu ástæðum og telur að mikil hætta geti skapast vegna snjósöfnunar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Umhverfisráð tekur undir umsögn landbúnaðarráðs og veitir framkvæmdaleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti sem er svæðið fyrir neðan veg. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framkvæmdarleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 á uppdrætti, en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti.

30.Frá 372. fundi umhverfsiráðs þann 06.05.2022; Stækkun á tjaldsvæði og búningsaðstöðu í Sandvíkurfjöru á Hauganesi

Málsnúmer 202205041Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 13. apríl 2022, óskar Elvar Reykjalín, fyrir hönd Ektafisks ehf., eftir leyfi til stækkunar á tjaldsvæði á Hauganesi, leyfi til þess að slétta úr og bera mold í land ofan fjörunnar, leyfi til þess að brúa læk og leyfi til þess að stækka búningaðstöðu við pottana í Sandvíkurfjöru. Umhverfisráð bendir umsækjanda á að búið var að taka afstöðu til umræddrar stækkunar á tjaldsvæði í deiliskipulagsferlinu fyrir Hauganes og henni hafnað. Umsækjanda er frjálst að gera athugasemd við uppfærð deiliskipulagsdrög sem nú eru í auglýsingu. Umhverfisráð heimilar umsækjanda að brúa læk, slétta úr órækt og útbúa stíg ofan Sandvíkur enda gerir hann það á eigin kostnað. Umhverfisráð vísar fyrirhugaðri stækkun á búningsaðstöðu við potta í Sandvíkurfjöru til afgreiðslufundar byggingafulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um heimild til Elvars Reykjalín fyrir hönd Ektafisks ehf. að brúa læk, slétta úr órækt og útbúa stíg ofan Sandvíkur á eiginn kostnað. Varðandi leyfi til stækkunar á tjaldsvæði á Hauganesi þá tekur sveitarstjórn undir afgreiðslu umhverfisráðs og ábendingu um deiliskipulagsferlið fyrir Hauganes og að vísa fyrirhugaðri stækkun á búningsaðstöðu við potta til byggingafulltrúa.

31.Frá 114. fundi veitu- og hafnaráðs þann 05.05.2022; Samningar við Ísor um rannsóknir, eftirlit og skýrslugerð vegna hitaveituborhola og Birnunesborgum og Hamri.

Málsnúmer 202010075Vakta málsnúmer

Á 114. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Árlega sér Isor um rannsóknir, eftirlit og skýrslugerð vegna hitaveituborhola á Birnunesborgum og Hamri. Með fundarboði fylgja samningar vegna verksins. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samninga við ISOR a) um rannsóknir b) um eftirlit og skýrslugerð og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi drög að samningum við Isor um a) rannsóknir og b) eftirlit og skýrslugerð.

32.Frá 114. fundi veitu- og hafnaráðs þann 05.05.2022; Samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna

Málsnúmer 202204003Vakta málsnúmer

Á 114. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurorku hf., dagsett þann 25. mars 2022, þar sem vísað er í fund fulltrúa Norðurorku hf og Dalvíkurbyggðar þann 8. mars sl. Óskað er eftir að komið verði á fót teymi frá Dalvíkurbyggð og Norðurorku sem hafi það hlutverk að kanna samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna. Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipað verði í ofangreint teymi í samráði við veitu- og hafnaráð og samvinna verði hafin á næstu vikum á grundvelli samningsins frá árinu 2015."Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að skipað verði í teymið og leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar Dalvíkurbyggðar verði sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og formaður veitu- og hafnaráðs."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að fulltrúar Dalvíkurbyggðar í skipun teymis frá Dalvíkurbyggð og Norðurorku verði sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og formaður veitu- og hafnaráðs.

33.Fundagerðir stjórnar Menningarfélagsins Berg ses 2022

Málsnúmer 202201058Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 2. fundur ársins stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses frá 20. apríl sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.
Þar sem þetta er síðasti fundur sveitarstjórnar á kjörtímabilinu 2018-2022 þá þakkaði forseti sveitarstjórnar öllum fulltrúum í sveitarstjórn, aðalmönnum og varamönnum, innilega fyrir gott samstarf á kjörtímabilnu. Tóku hver og einn undir þakkir og góðar kveðjur. Sveitarstjóri færði sveitarstjórn kærar þakkir fyrir frábært samstarf á kjörtímabilinu.

Fundi slitið - kl. 17:34.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs