Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Hringtún 42-48

Málsnúmer 202202036

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Júlíus Magnússon vék af fundi kl. 08:36 vegna vanhæfis.

Umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt er um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48. Í stað 4ra íbúða raðhúss komi 6 íbúða raðhús. Ekki er sótt um stækkun á núverandi byggingarreit eða byggingarmagni.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. meðfylgjandi umsókn.
Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn. Breytingunni er vísað í grenndarkynningu nágranna í Hringtúni 1, Hringtúni 25, Hringtúni 40, Steintúni 2 og Steintúni 4 skv. 2 mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Júlíus Magnússon vék af fundi kl. 08:36 vegna vanhæfis. Umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt er um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48. Í stað 4ra íbúða raðhúss komi 6 íbúða raðhús. Ekki er sótt um stækkun á núverandi byggingarreit eða byggingarmagni. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. meðfylgjandi umsókn. Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn. Breytingunni er vísað í grenndarkynningu nágranna í Hringtúni 1, Hringtúni 25, Hringtúni 40, Steintúni 2 og Steintúni 4 skv. 2 mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
"Samþykkja afgreiðslu umhverfisráðs með útvíkkun á grenndarkynningu þannig að hún nái til fleiri sem gætu haft hagsmuni af breytingunni. Það væru þá íbúar í þvergötu Hringtúnsins sem og íbúar við Samtún. Þá myndu bætast við: Hringtún 2, 17, 19, 21, 30, 32 og 38, Steintún 1 og Böggvisbraut 10 skv. 2 mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhalla Karlsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Júlíus Magnússon vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið kl. 8:52
Á 368. fundi umhverfisráðs var tekin fyrir umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt var um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48 úr fjórum í sex. Breytingunni var vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á 342. fundi sínum þann 15. febrúar 2022 samþykkti Sveitarsjórn afgreiðslu umhverfisráðs með útvíkkun á grenndarkynningu þannig að hún næði til fleiri hagsmunaaðila. Grenndarkynningin var send til eigenda Hringtúns 1, 2, 17, 19, 21, 25, 30, 32, 38 og 40, Steintúns 1 og 2 og 4 og Böggvisbrautar 10.
Grenndarkynningin var send út 23. mars 2022 og athugasemdafrestur var gefinn til 22. apríl 2022. Fjórar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð hafnar umsókn EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og sneru að umferðaröryggi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 368. fundi umhverfisráðs var tekin fyrir umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt var um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48 úr fjórum í sex. Breytingunni var vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á 342. fundi sínum þann 15. febrúar 2022 samþykkti Sveitarsjórn afgreiðslu umhverfisráðs með útvíkkun á grenndarkynningu þannig að hún næði til fleiri hagsmunaaðila. Grenndarkynningin var send til eigenda Hringtúns 1, 2, 17, 19, 21, 25, 30, 32, 38 og 40, Steintúns 1 og 2 og 4 og Böggvisbrautar 10. Grenndarkynningin var send út 23. mars 2022 og athugasemdafrestur var gefinn til 22. apríl 2022. Fjórar athugasemdir bárust. Umhverfisráð hafnar umsókn EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og sneru að umferðaröryggi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt erindi frá EGÓ húsum ehf., dagsett þann 9. maí sl., þar sem vísað er í ofangreinda afgeiðslu umhverfisráðs en ekki verði séð hver rökstuðningur eða tölfræði sé að baki þessari ákvörðun sem er byggð á því að umferð aukist eða umferðaöryggi minnki við það að byggðar verði 6 litlar íbúðir í stað fjögurra stórra, eins og er á skipulagi. EGÓ hús ehf. vísa í samþykki umhverfisráðs að byggja 4 íbúðir í stað tveggja við Hringtún 17 og 19, þar sem einnig komu fram athugasemdir er litu að umferð. Er álit EGÓ húsa ehf. að þessar ákvarðanir stangist því á.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og hafnar umsókn EGÓ húsa ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og snéru að umferðaröryggi.