Framtíð og rekstur svæðisskipulags

Málsnúmer 202112107

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni, formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsett 29. desember 2021 um framtíð og rekstur svæðisskipulagsins.

Eftir umræður á þingi SSNE sl. vor og á fundi nefndarinnar í desember um framtíð nefndarinnar, liggur fyrir tillaga sem óskað er eftir að verði tekin fyrir í öllum sveitarstjórnum í Eyjafirði sem fyrst á nýju ári þannig:
"Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ."
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi breytingartillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni, formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsett 29. desember 2021 um framtíð og rekstur svæðisskipulagsins. Eftir umræður á þingi SSNE sl. vor og á fundi nefndarinnar í desember um framtíð nefndarinnar, liggur fyrir tillaga sem óskað er eftir að verði tekin fyrir í öllum sveitarstjórnum í Eyjafirði sem fyrst á nýju ári þannig: "Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi breytingartillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi tillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni, formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsett 29. desember 2021 um framtíð og rekstur svæðisskipulagsins. Eftir umræður á þingi SSNE sl. vor og á fundi nefndarinnar í desember um framtíð nefndarinnar, liggur fyrir tillaga sem óskað er eftir að verði tekin fyrir í öllum sveitarstjórnum í Eyjafirði sem fyrst á nýju ári þannig: "Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi breytingartillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi tillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá formanni svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dagsettur þann 4. maí 2022, þar sem óskað er eftir að fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 3. maí sl. verði lögð fram og að uppfærðar starfsreglur verði lagðar fyrir sveitarstjórn til staðfestingar svo fljótt sem verða má. Fram kemur að þegar starfsreglurnar hafa verið samþykktar, staðfestar af Skipulagsstofnun og auglýstar þá fækkar um helming í nefndinni. Því er lagt til að sveitarstjórnir hinkri með skipun fulltrúa í nefndina þar til þessi ferill er á enda.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi starfsreglur fyrir svæðisskipulag Eyjafjarðar eins og þær liggja nú fyrir.