Frá Skíðafélagi Dalvíkur; viðhald troðara og viðgerð á lyftu vor 2022

Málsnúmer 202204123

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1026. fundur - 05.05.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hörður E. Finnabogason frá Skíðafélagi Dalvíkur, kl. 13:00.

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 27. apríl 2022, þar sem fram kemur að Skíðafélagið hefur óskað eftir því við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að koma í farveg beiðni þeirra um endurnýjun á beltum snjótroðara sem og beiðni um styrk vegna viðgerðar á lyftu vegna bilunar sem varð stuttu fyrir páska 2022. Félagið telur að ekki sé hægt að bíða eftir fjárhagsáætlunargerð í haust, þar sem panta þarf beltin sem allra fyrst. Kostnaður við ný belti er kr. 6.588.311 samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Dalvíkur. Viðhald á lyftu er áætlað a.m.k. ein milljón króna samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Dalvíkur.


Til umræðu ofangreint.

Gísli Rúnar og Hörður viku af fundi kl. 13:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn styrk til Skíðafélags Dalvíkur allt að kr. 8.000.000 á deild 06800, viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022, vegna ofangreinds erindis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hörður E. Finnabogason, frá Skíðafélagi Dalvíkur, kl. 13:00. Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 27. apríl 2022, þar sem fram kemur að Skíðafélagið hefur óskað eftir því við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að koma í farveg beiðni þeirra um endurnýjun á beltum snjótroðara sem og beiðni um styrk vegna viðgerðar á lyftu vegna bilunar sem varð stuttu fyrir páska 2022. Félagið telur að ekki sé hægt að bíða eftir fjárhagsáætlunargerð í haust, þar sem panta þarf beltin sem allra fyrst. Kostnaður við ný belti er kr. 6.588.311 samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Dalvíkur. Viðhald á lyftu er áætlað a.m.k. ein milljón króna samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Dalvíkur. Til umræðu ofangreint. Gísli Rúnar og Hörður viku af fundi kl. 13:20. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn styrk til Skíðafélags Dalvíkur, allt að kr. 8.000.000 á deild 06800, viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022, vegna ofangreinds erindis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022, að upphæð allt að kr. 8.000.000 við deild 06800, vegna styrks til Skíðafélags Dalvíkur vegna viðhalds á troðara og lyftu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.