Fjarvinnustefna Dalvíkurbyggðar; drög að erindisbréfi.

Málsnúmer 202202035

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1016. fundur - 10.02.2022

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gerð Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að á fundi UT_teymis þann 3. febrúar sl. var samþykkt að beina því til framkvæmdastjórnar hvort Dalvíkurbyggð ætti að setja sér Fjarvinnustefnu. Framkvæmdastjórn fjallaði um málið þann 7. febrúar sl. og niðurstaðan var að vísa erindinu til byggðaráðs. Gert er ráð fyrir að fjarvinnustefnan verði hluti af Mannauðsstefnu sveitarfélagsins, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fulltrúum UT-teymis að skipa vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir erindisbréfið samhljóða með 3 atkvæðum eins og það liggur fyrir.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gerð Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að á fundi UT_teymis þann 3. febrúar sl. var samþykkt að beina því til framkvæmdastjórnar hvort Dalvíkurbyggð ætti að setja sér Fjarvinnustefnu. Framkvæmdastjórn fjallaði um málið þann 7. febrúar sl. og niðurstaðan var að vísa erindinu til byggðaráðs. Gert er ráð fyrir að fjarvinnustefnan verði hluti af Mannauðsstefnu sveitarfélagsins, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fulltrúum UT-teymis að skipa vinnuhópinn. Byggðaráð samþykkir erindisbréfið samhljóða með 3 atkvæðum eins og það liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi erindisbréf vegna vinnu við Fjarvinnustefnu sveitarfélagsins og skipun í vinnuhópinn.

Byggðaráð - 1026. fundur - 05.05.2022

Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 16:03.

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gerð Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að á fundi UT_teymis þann 3. febrúar sl. var samþykkt að beina því til framkvæmdastjórnar hvort Dalvíkurbyggð ætti að setja sér Fjarvinnustefnu. Framkvæmdastjórn fjallaði um málið þann 7. febrúar sl. og niðurstaðan var að vísa erindinu til byggðaráðs. Gert er ráð fyrir að fjarvinnustefnan verði hluti af Mannauðsstefnu sveitarfélagsins, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fulltrúum UT-teymis að skipa vinnuhópinn. Byggðaráð samþykkir erindisbréfið samhljóða með 3 atkvæðum eins og það liggur fyrir."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga UT_teymis að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og tölvuumsjónarmaður gerðu grein fyrir.

Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 16:16.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 16:03. Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gerð Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að á fundi UT_teymis þann 3. febrúar sl. var samþykkt að beina því til framkvæmdastjórnar hvort Dalvíkurbyggð ætti að setja sér Fjarvinnustefnu. Framkvæmdastjórn fjallaði um málið þann 7. febrúar sl. og niðurstaðan var að vísa erindinu til byggðaráðs. Gert er ráð fyrir að fjarvinnustefnan verði hluti af Mannauðsstefnu sveitarfélagsins, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fulltrúum UT-teymis að skipa vinnuhópinn. Byggðaráð samþykkir erindisbréfið samhljóða með 3 atkvæðum eins og það liggur fyrir." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga UT_teymis að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og tölvuumsjónarmaður gerðu grein fyrir. Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 16:16. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir sem m.a. færði vinnuhópnum þakkir fyrir vinnuna að stefnunni.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir. Einnig samþykkir sveitarstjórn að stefnan verði hluti að stjórnenda- og starfsmannahandbók sveitarfélagsins.