Umsókn um framkvæmdaleyfi - Malartekja úr Svarfaðardalsá

Málsnúmer 202204122

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Með tölvupósti, dagsettum 26. apríl 2022, óskar Karl Ingi Atlason eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar 2300 rúmmetra malartekju úr Svarfaðardalsá í landi Hóls og Búrfells. Meðfylgjandi eru gögn unnin af Erlendi Steinari Friðrikssyni sérfræðingi í búsvæðum laxfiska, sem sýna hvernig staðið verður að malartökunni og jákvæð umsögn Veiðifélags Svarfaðardalsár.
Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki Fiskistofu og eigenda Búrfells.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 26. apríl 2022, óskar Karl Ingi Atlason eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar 2300 rúmmetra malartekju úr Svarfaðardalsá í landi Hóls og Búrfells. Meðfylgjandi eru gögn unnin af Erlendi Steinari Friðrikssyni sérfræðingi í búsvæðum laxfiska, sem sýna hvernig staðið verður að malartökunni og jákvæð umsögn Veiðifélags Svarfaðardalsár. Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki Fiskistofu og eigenda Búrfells. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvörum sem tilteknir eru.