Stækkun á tjaldsvæði og búningsaðstöðu í Sandvíkurfjöru á Hauganesi

Málsnúmer 202205041

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Með tölvupósti, dagsettum 13. apríl 2022, óskar Elvar Reykjalín, fyrir hönd Ektafisks ehf., eftir leyfi til stækkunar á tjaldsvæði á Hauganesi, leyfi til þess að slétta úr og bera mold í land ofan fjörunnar, leyfi til þess að brúa læk og leyfi til þess að stækka búningaðstöðu við pottana í Sandvíkurfjöru.
Umhverfisráð bendir umsækjanda á að búið var að taka afstöðu til umræddrar stækkunar á tjaldsvæði í deiliskipulagsferlinu fyrir Hauganes og henni hafnað. Umsækjanda er frjálst að gera athugasemd við uppfærð deiliskipulagsdrög sem nú eru í auglýsingu.
Umhverfisráð heimilar umsækjanda að brúa læk, slétta úr órækt og útbúa stíg ofan Sandvíkur enda gerir hann það á eigin kostnað.
Umhverfisráð vísar fyrirhugaðri stækkun á búningsaðstöðu við potta í Sandvíkurfjöru til afgreiðslufundar byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 13. apríl 2022, óskar Elvar Reykjalín, fyrir hönd Ektafisks ehf., eftir leyfi til stækkunar á tjaldsvæði á Hauganesi, leyfi til þess að slétta úr og bera mold í land ofan fjörunnar, leyfi til þess að brúa læk og leyfi til þess að stækka búningaðstöðu við pottana í Sandvíkurfjöru. Umhverfisráð bendir umsækjanda á að búið var að taka afstöðu til umræddrar stækkunar á tjaldsvæði í deiliskipulagsferlinu fyrir Hauganes og henni hafnað. Umsækjanda er frjálst að gera athugasemd við uppfærð deiliskipulagsdrög sem nú eru í auglýsingu. Umhverfisráð heimilar umsækjanda að brúa læk, slétta úr órækt og útbúa stíg ofan Sandvíkur enda gerir hann það á eigin kostnað. Umhverfisráð vísar fyrirhugaðri stækkun á búningsaðstöðu við potta í Sandvíkurfjöru til afgreiðslufundar byggingafulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um heimild til Elvars Reykjalín fyrir hönd Ektafisks ehf. að brúa læk, slétta úr órækt og útbúa stíg ofan Sandvíkur á eiginn kostnað. Varðandi leyfi til stækkunar á tjaldsvæði á Hauganesi þá tekur sveitarstjórn undir afgreiðslu umhverfisráðs og ábendingu um deiliskipulagsferlið fyrir Hauganes og að vísa fyrirhugaðri stækkun á búningsaðstöðu við potta til byggingafulltrúa.