Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malatöku í landi Bakka 2020

Málsnúmer 202012101

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 348. fundur - 21.01.2021

Með innsendu erindi dags. 17. desember 2020 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi til malartöku í landi Bakka samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Undir þessum lið vék Helga Íris Ingólfsdóttir af fundi kl. 09:58
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:51. Fyrsti varaforseti Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn.


Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 17. desember 2020 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi til malartöku í landi Bakka samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Undir þessum lið vék Helga Íris Ingólfsdóttir af fundi kl. 09:58
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framkvæmdaleyfi til malartöku í landi Bakka, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.