Stytting vinnuviku

Málsnúmer 202010063

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 255. fundur - 13.01.2021

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla/Dalvíkurskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, fóru yfir stöðu mála varðandi styttingu vinnuviku hjá starfsfólki skólanna.
Lagt fram til kynningar og góðar umræður á fundinum.
Leikskólafólk fór út af fundi kl. 09.05

Byggðaráð - 975. fundur - 11.02.2021

Farið yfir stöðu á verkefninu stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki em samkomulög stofnana sveitarfélagsins eru tímabundin til loka apríl 2021 og eru upp á lágmarksstyttingu skv. kjarasamningum eða 13 mínútur á dag.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda stjórnendum stofnana sveitarfélagsins útskýringar frá byggðaráði á 13 mínútna styttingunni í byrjun verkefnisins, upplýsingar um hvaða atriði er gott að hafa í huga við endurskoðun á núverandi samkomulögum og hvernig skal farið með núverandi frávik frá kjarasamningum í nýjum samkomulögum stofnana sem munu taka gildi þann 1. maí nk.

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að afturkalla fullnaðarumboð starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu á verkefninu stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki em samkomulög stofnana sveitarfélagsins eru tímabundin til loka apríl 2021 og eru upp á lágmarksstyttingu skv. kjarasamningum eða 13 mínútur á dag.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda stjórnendum stofnana sveitarfélagsins útskýringar frá byggðaráði á 13 mínútna styttingunni í byrjun verkefnisins, upplýsingar um hvaða atriði er gott að hafa í huga við endurskoðun á núverandi samkomulögum og hvernig skal farið með núverandi frávik frá kjarasamningum í nýjum samkomulögum stofnana sem munu taka gildi þann 1. maí nk.

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að afturkalla fullnaðarumboð starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi til staðfestingar í sveitarstjórn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu byggðaráðs um afturköllun fullnaðarumboðs starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi því til staðfestingar í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 979. fundur - 25.03.2021

Tekið fyrir erindi frá vinnutímanefnd á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar vegna styttingu vinnuvikunnar, dagsett þann 10. mars 2021.

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 13:30 til annarra starfa og kom inn á fundinn að nýju kl.13:55.

Byggðaráð mun ekki setja sig upp á móti fullri styttingu hjá dagvinnufólki, þ.e. í 36 stunda vinnuviku, svo framarlega sem útfærslan er innan kjarasamninga. Að baki liggi umbótasamtöl og útfærsla felld að mismunandi starfsemi á vinnustöðum. Núverandi frávik frá kjarasamningum verði felld inn í samkomulögin því það kemur ekki stytting ofan á styttingu. Ef tillaga um frekari styttingu eða breytt skipulag vinnutíma er samþykkt skal samkomulag þess efnis koma til sveitarstjórnar til staðfestingar og til innleiðingarhóps til upplýsinga.

Byggðaráð ítrekar að sala neysluhléa er með þeim hætti sem kveðið er á um í kjarasamningum. Vísar byggðaráð til frekari skýringa í svar sem sent var vinnustaðanefndinni frá sveitarstjóra með tölvupósti þann 30. nóvember 2020. Þær skýringar eru enn í gildi. Sú túlkun var á þeim tíma borin undir Sambandið og tvö stéttarfélög án athugasemda. Byggðaráð ber fullt traust til starfsfólks nú sem áður, stytting vinnuviku breytir engu þar um. Hins vegar er sveitarfélagið Dalvíkurbyggð bundið að þeim kjarasamningum sem eru í gildi.

Sveitarstjórn - 334. fundur - 30.03.2021

Til máls tók Þórhalla Karlsdóttir, forseti sveitarstjórnar, sem lýsti sig vanhæfa við umfjöllun um 7. lið og vék af fundi kl. 16:40.
1. varaforseti, Guðmundur St. Jónsson, tók því við stjórn fundarins.

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var tekið fyrir erindi frá vinnutímanefnd á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar vegna styttingu vinnuvikunnar, dagsett þann 10. mars 2021 og var eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð mun ekki setja sig upp á móti fullri styttingu hjá dagvinnufólki, þ.e. í 36 stunda vinnuviku, svo framarlega sem útfærslan er innan kjarasamninga. Að baki liggi umbótasamtöl og útfærsla felld að mismunandi starfsemi á vinnustöðum. Núverandi frávik frá kjarasamningum verði felld inn í samkomulögin því það kemur ekki stytting ofan á styttingu. Ef tillaga um frekari styttingu eða breytt skipulag vinnutíma er samþykkt skal samkomulag þess efnis koma til sveitarstjórnar til staðfestingar og til innleiðingarhóps til upplýsinga.

Byggðaráð ítrekar að sala neysluhléa er með þeim hætti sem kveðið er á um í kjarasamningum. Vísar byggðaráð til frekari skýringa í svar sem sent var vinnustaðanefndinni frá sveitarstjóra með tölvupósti þann 30. nóvember 2020. Þær skýringar eru enn í gildi. Sú túlkun var á þeim tíma borin undir Sambandið og tvö stéttarfélög án athugasemda. Byggðaráð ber fullt traust til starfsfólks nú sem áður, stytting vinnuviku breytir engu þar um. Hins vegar er sveitarfélagið Dalvíkurbyggð bundið að þeim kjarasamningum sem eru í gildi."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs.

Þórhalla Karlsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Þórhalla kom aftur inn á fundinn kl. 16:43 og tók við stjórn fundarins.

Byggðaráð - 983. fundur - 29.04.2021

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:00.

Á 332. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu á verkefninu stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki en samkomulög stofnana sveitarfélagsins eru tímabundin til loka apríl 2021 og eru upp á lágmarksstyttingu skv. kjarasamningum eða 13 mínútur á dag. Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda stjórnendum stofnana sveitarfélagsins útskýringar frá byggðaráði á 13 mínútna styttingunni í byrjun verkefnisins, upplýsingar um hvaða atriði er gott að hafa í huga við endurskoðun á núverandi samkomulögum og hvernig skal farið með núverandi frávik frá kjarasamningum í nýjum samkomulögum stofnana sem munu taka gildi þann 1. maí nk. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að afturkalla fullnaðarumboð starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi til staðfestingar í sveitarstjórn. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu byggðaráðs um afturköllun fullnaðarumboðs starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi því til staðfestingar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur vinnustaða Dalvíkurbyggðar um samkomulög vegna styttingu vinnuvikunnar frá og með 1. maí 2021:
Leikskólinn Krílakot.
Bókasafn Dalvíkur, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð og Byggðasafnið Hvoll; starfsmenn safna.
Skrifstofur Dalvíkurbyggðar.
Leik- og grunnskólinn Árskógarskóli.
Starfsmenn íbúðakjarna í Lokastíg v. dagvinnu.
Heimilisþjónusta.
Eigna- og framkvæmdadeild.
Starfsmenn veitna; Hitaveita Dalvíkur, Vatnsveita Dalvíkurbyggðar og Fráveita Dalvíkurbyggðar.
Slökkvilið Dalvíkur - v. dagvinnu.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samkomulög eins og þau liggja fyrir sem og samkomulag vegna starfsmanna hafna, en skv. upplýsingum þá liggur munnleg tillaga um óbreytt fyrirkomulag.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 984. fundur - 06.05.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Þórhalla Karlsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi og Hildur Birna Jónsdóttir, forstöðumaður Skammtímavistunar við Lokastíg, kl. 13:40.

a) Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 5. maí 2021, um styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Gísli Rúnar gerði grein fyrir framkvæmd á styttingunni og helstu niðurstöðum. Fram kom m.a. að samkvæmt Gullinbrúarskjali þá er áætlaður kostnaðarauki vegna þessa hjá Íþróttamiðstöðinni 2,6%. Kostnaður næst niður með kerfisbreytingum og með 25 mínútum í yfirvinnu sem eru ekki lengur í samningum.
b) Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 5. maí 2021, um styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum í íbúðakjarnanum í Lokastíg. Þórhalla og Hildur Birna gerðu grein fyrir framvæmd á styttingunni og helstu niðurstöðum. Fram kom m.a. að til að mæta styttingu vinnuvikunnar hjá starfsmönnum þarf að ráða í 60% starf til viðbótar. Um er að ræða ýmsar breytingar eins og vægi vinnuskyldustunda, vaktahvata, hækkun á vaktaálagi á næturvöktum og stórhátíðardögum.

Gísi Rúnar, Þórhalla og Hildur Birna viku af fundi kl. 14:18.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 336. fundur - 12.05.2021

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:20

Á 984. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. voru samkomulög um styttingu vinnuvikunnar fyrir vinnustaði Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og afgreiðslu. Eftirfarandi var m.a. bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur vinnustaða Dalvíkurbyggðar um samkomulög vegna styttingu
vinnuvikunnar frá og með 1. maí 2021:
Leikskólinn Krílakot.
Bókasafn Dalvíkur, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð og Byggðasafnið Hvoll; starfsmenn safna.
Skrifstofur Dalvíkurbyggðar.
Leik- og grunnskólinn Árskógarskóli.
Starfsmenn íbúðakjarna í Lokastíg v. dagvinnu.
Heimilisþjónusta.
Eigna- og framkvæmdadeild.
Starfsmenn veitna; Hitaveita Dalvíkur, Vatnsveita Dalvíkurbyggðar og Fráveita Dalvíkurbyggðar.
Slökkvilið Dalvíkur - v. dagvinnu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samkomulög eins og þau liggja fyrir sem og
samkomulag vegna starfsmanna hafna, en skv. upplýsingum þá liggur munnleg tillaga um óbreytt fyrirkomulag.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreint samkomulag vegna starfsmanna hafna og samkomulag um styttingu vinnuvikunnar hjá starfsmönnum Dalvíkurskóla, eftir því sem við á. Lagt er til að samkomulag Dalvíkurskóla gildi til júní.
Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 15:21. 1. varaforseti tók við fundarstjórn undir þessum lið.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og ofangreind samkomulög vinnustaða Dalvíkurbyggðar um styttingu vinnuvikunnar eins og þau liggja fyrir. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.