Byggðaráð

975. fundur 11. febrúar 2021 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Vinnuhópur um Gamla skóla og Friðlandsstofu; fundargerð 1. fundar.

Málsnúmer 202102064Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti fundargerð 1. fundar vinnuhóps um Gamla skóla og Friðlandsstofu frá 12. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð; endurskoðun vinnuhóps

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

a) Sveitarstjóri kynnti drög að endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð sem vinnuhópur um endurskoðun húsnæðisáætlunar hefur unnið að.

b) Sveitarstjóri kynnti rafpóst frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 4. febrúar 2021, þar sem fram kemur að umsóknarfrestur um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum er til og með 22. febrúar 2021.
a) Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

b) Lagt fram til kynningar.

3.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um viðauka(leiðréttingu) á fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2021

Málsnúmer 202101096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 20. janúar 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 á deild 04140, Krílakot, að upphæð kr. 650.000 á lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél.

Í gögnum með fundarboði byggðaráðs kemur fram að heimild Krílakots til búnaðarkaupa 2021, annað en tölvu- og hugbúnaður, er kr. 1.274.000 en fyrirliggjandi beiðni eftir breytingar var kr. 1.924.000. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að stjórnandi forgangsraði innkaupum samkvæmt búnaðarkaupum innan fjárheimildar ársins 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021, á deild 04140, Krílakot, að upphæð kr. 650.000 á lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél, vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá Þjóðskrá Íslands; Taka manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021.

Málsnúmer 202012012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þjóðskrá Íslands, dagsett þann 27. janúar 2021, þar sem vísað er í bréf Hagstofunnar frá 27. nóvember sl. þar sem kynnt var fyrirhuguð upplýsingasöfnun vegna töku manntals sem miðast við 1. janúar 2021 og árlega þar eftir. Þar sem Þjóðskrá Íslands ber einnig skyldu til að leiðrétta ósamræmi á milli lögheimilsskráningar og raunverulegrar búsetu ætla Hagstofan og Þjóðskrá að hafa samstarf um bætta skráningu lögheimilis.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ritara / skjalastjóra úrvinnslu málsins.

5.Frá SSNE; Erindi til sveitarfélagsins- Hagkvæmnimat Líforkuver - beiðni um styrk

Málsnúmer 202102038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 4. febrúar 2021, þar sem fram kemur að SSNE hefur í samstarfi við Vistorku sett saman erindi til sveitarfélagsins varðandi fjármögnun á hagkvæmnimati fyrir Líforkuver. Vistorka ehf. mun halda á verkefninu í samvinnu við SSNE og er fjármögnun hugsuð að hluta til frá sveitarfélögum, hluta til frá einkafyrirtækjum og að hluta til frá SSNE.
Byggðaráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá SSNE.

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi - Skeið lodge

Málsnúmer 202102002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 27. janúar 2021, þar sem óskað er eftir umsögn um sókn frá Myrian Dalstein fyrir Skeið vist - Skeid lodge, Flokkur III - Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn enda liggja fyrir umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra án athugasemda.

7.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; a) Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds 2020 vs. áætlun og b) fyrirspurnir KPMG til upplýsingar

Málsnúmer 202102006Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir staða bókhalds 2020 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2020 miðað við 1. febrúar 2021. Einnig er yfirlit sem sýnir launakostnað miðað við launaáætlun og fjölda stöðugilda miðað við stöðugildisheimildir, stöðu framkvæmda 2020 í samanburði við heimildir og framkvæmdir Eignasjóðs í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2020.

b) Lagðar fram til kynningar og til upplýsinga fyrirspurnir sem KPMG leggur fyrir stjórnendur vegna vinnu við ársreikning og endurskoðun 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021; fundargerðir frá 26. janúar 2021 og 9. febrúar 2021.

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 26. janúar 2021 og 9. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Stytting vinnuviku - næstu skref

Málsnúmer 202010063Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á verkefninu stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki em samkomulög stofnana sveitarfélagsins eru tímabundin til loka apríl 2021 og eru upp á lágmarksstyttingu skv. kjarasamningum eða 13 mínútur á dag.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda stjórnendum stofnana sveitarfélagsins útskýringar frá byggðaráði á 13 mínútna styttingunni í byrjun verkefnisins, upplýsingar um hvaða atriði er gott að hafa í huga við endurskoðun á núverandi samkomulögum og hvernig skal farið með núverandi frávik frá kjarasamningum í nýjum samkomulögum stofnana sem munu taka gildi þann 1. maí nk.

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að afturkalla fullnaðarumboð starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi til staðfestingar í sveitarstjórn.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202101110Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Frá Akureyrarkaupstað; Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum - bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar

Málsnúmer 202102058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Akureyrarbæ, bréf dagsett þann 5. febrúar 2021, þar sem gert er grein fyrir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 2. febrúar 2021 um samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum.

Bókun bæjarstjórnar er eftirfarandi:
"Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að hlutverk bæjarins sem miðstöðvar norðurslóðastarfs verði eflt til muna og byggt á þeim góða grunni sem fyrir er.

Að mati bæjarstjórnar getur Akureyrarbær í samstarfi við stofnanir á Norðurlandi leikið lykilhlutverk í auknu og víðtækara samstarfi Íslands og Grænlands þjóðunum báðum til heilla. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á Norðurlandi og Akureyri er miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi sem gerir svæðið mjög vel í stakk búið til að takast á við krefjandi og metnaðarfull verkefni."
Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.

Málsnúmer 202102047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 4. febrúar 2021, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

Málsnúmer 202102048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 4. febrúar 2021 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

Málsnúmer 202101127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 28. janúar 2021, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

Málsnúmer 202101128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafbréf dagsett þann 28. janúar 2021, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Drög að umsögn - breytingar á úrgangslöggjöf

Málsnúmer 202102024Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 3. febrúar 2021, þar sem kynnt eru drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um innleiðingu hringrásarhagkerfis.
Lagt fram til kynningar.

17.Fréttabréf SSNE, janúar 2021

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE frá janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá SSNE; Fundargerðir SSNE 2021, nr. 21.

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 21 frá 27. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 893

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 893.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 894.

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 894.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri