Heilsusjóður - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 202101106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem lagt er til að breytingar verði á reglum sveitarfélagins um Heilsusjóð starfsmanna Dalvíkurbyggðar. Samkvæmt meðfylgjandi tillögu að breytingum á reglunum er lagt til að styrkur vegna heilsuræktar nái einnig yfir rækt á huga og sál.
Breytingartillagan hefur fengið rýni í framkvæmdastjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum Heilsusjóðsins og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem lagt er til að breytingar verði á reglum sveitarfélagins um Heilsusjóð starfsmanna Dalvíkurbyggðar. Samkvæmt meðfylgjandi tillögu að breytingum á reglunum er lagt til að styrkur vegna heilsuræktar nái einnig yfir rækt á huga og sál. Breytingartillagan hefur fengið rýni í framkvæmdastjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum Heilsusjóðsins og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi reglur Heilsusjóðs Dalvíkurbyggðar eins og þær liggja fyrir.