Prókúruumboð til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Málsnúmer 202102147

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Samkvæmt 49. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar þá kemur fram í 4. mgr. að sveitarstjóri er prókúruhafi sveitarfélagsins. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, sem jafnframt er staðgengill sveitarstjóra, verði jafnframt prókúruhafi og hafi því heimild sem slíkur að undirrita skjöl í forföllum og fjarveru sveitarstjóra.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að heimila sveitarstjóra að veita Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og staðgengli sveitarstjóra, prókúru.