Athugasemdir vegna breytinga á viðmiðunarreglum snjómoksturs

Málsnúmer 202101070

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 349. fundur - 05.02.2021

Til umræðu athugasemdir frá íbúum að Hnjúki vegna endurskoðunar á viðmiðunarreglum snjómoksturs, en rök íbúa í málinu eru eftirfarandi.
1. Hnjúkur, endabær Hlíð mokstur að Hnjúki
2. Melar endabær mokstur að næsta afleggjara Tungufell
3. Kot endabær mokstur að næsta afleggjara Atlastaðir. Allar þessar jarðir voru og eru ekki með fasta búsetu en eru nýttar til nytja bæði til slæju og
skógræktar.
Umhverfisráð getur ekki fallist á rök íbúa Hnjúks. Þar sem ekki er föst búseta í Hlíð er ekki litið á endastöð þar heldur á Hnjúki. Miðað er við síðasta byggða ból, að þar sé mokað að póstkassa, landamerki eða öðrum skýrum kennileitum.
Lengsta heimreið í dölunum er um 1,2 km þar sem fólk þarf að koma sér á mokaðan veg. Sveitarfélagið tekur þátt í mokstri heimreiða sé þess óskað, með því að borga klst nr. tvö gegn framvísun reiknings. Reglurnar eru viðmiðunarreglur og mjög erfitt að ná fullu jafnræði en reynt er að gæta sanngirnissjónarmiða með þeim hætti sem hægt er.

Byggðaráð - 976. fundur - 18.02.2021

Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2021, þar sem Jóhannes Jón óskar eftir, af gefnu tilefni, um að fyrri ákvarðanir
umhverfisráðs varðandi 100% skerðingu á snjómokstursþjónustu að Hnjúki í Skíðadal verði frestað til vors.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rökstuðningur umhverfisráðs frá fundi ráðsins þann 5. febrúar sl.:
"Umhverfisráð getur ekki fallist á rök íbúa Hnjúks. Þar sem ekki er föst búseta í Hlíð er ekki litið á endastöð þar heldur á Hnjúki. Miðað er við síðasta byggða ból, að þar sé mokað að póstkassa, landamerki eða öðrum skýrum kennileitum. Lengsta heimreið í dölunum er um 1,2 km þar sem fólk þarf að koma sér á mokaðan veg. Sveitarfélagið tekur þátt í mokstri heimreiða sé þess óskað, með því að borga klst nr. tvö gegn framvísun reiknings. Reglurnar eru viðmiðunarreglur og mjög erfitt að ná fullu jafnræði en reynt er að gæta sanngirnissjónarmiða með þeim hætti sem hægt er."

Steinþór vék af fundi kl. 14:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ákvörðun sveitarstjórnar um að endurskoðun viðmiðunarreglna snjómoksturs taki gildi 15. febrúar sl. standi og hafnar því ósk bréfritara um frestun.
Hvað varðar ósk um að snjómokstursþjónusta verði tekin til formlegrar skoðunar í júní þá vísar byggðaráð þeim hluta erindisins til umhverfisráðs til skoðunar.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2021, þar sem Jóhannes Jón óskar eftir, af gefnu tilefni, um að fyrri ákvarðanir umhverfisráðs varðandi 100% skerðingu á snjómokstursþjónustu að Hnjúki í Skíðadal verði frestað til vors. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rökstuðningur umhverfisráðs frá fundi ráðsins þann 5. febrúar sl.: "Umhverfisráð getur ekki fallist á rök íbúa Hnjúks. Þar sem ekki er föst búseta í Hlíð er ekki litið á endastöð þar heldur á Hnjúki. Miðað er við síðasta byggða ból, að þar sé mokað að póstkassa, landamerki eða öðrum skýrum kennileitum. Lengsta heimreið í dölunum er um 1,2 km þar sem fólk þarf að koma sér á mokaðan veg. Sveitarfélagið tekur þátt í mokstri heimreiða sé þess óskað, með því að borga klst nr. tvö gegn framvísun reiknings. Reglurnar eru viðmiðunarreglur og mjög erfitt að ná fullu jafnræði en reynt er að gæta sanngirnissjónarmiða með þeim hætti sem hægt er." Steinþór vék af fundi kl. 14:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ákvörðun sveitarstjórnar um að endurskoðun viðmiðunarreglna snjómoksturs taki gildi 15. febrúar sl. standi og hafnar því ósk bréfritara um frestun. Hvað varðar ósk um að snjómokstursþjónusta verði tekin til formlegrar skoðunar í júní þá vísar byggðaráð þeim hluta erindisins til umhverfisráðs til skoðunar."
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að ákvörðun sveitarstjórnar um að endurskoðaðar viðmiðunarreglur snjómokstur tækju gildi þann 15. febrúar sl. standi og sveitarstjórn hafnar ósk bréfritara um frestun.