Kjarasamingsumboð vegna Félags íslenskra náttúrufræðinga

Málsnúmer 202101107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem lagt er til að gert verði samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um samningsumboð við Félag íslenskra náttúrufræðinga fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi um kjarasamningsumboð af vef Sambandsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um samningsumboð og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem lagt er til að gert verði samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um samningsumboð við Félag íslenskra náttúrufræðinga fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi um kjarasamningsumboð af vef Sambandsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um samningsumboð og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um samningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamnings við Félag íslenskra náttúrufræðinga og meðfylgjandi samkomulag um kjarasamningsumboð.