Leigusamningur fyrir Rima

Málsnúmer 202006088

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 948. fundur - 25.06.2020

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn kl. 15:20.

Til umræðu útleiga á Rimum en félagsheimilið og tjaldsvæðið var núna í júní auglýst til leigu.
Eitt tilboð barst og fór Börkur yfir stöðu viðræðna.

Börkur vék af fundi kl. 15:34.
Byggðaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Byggðaráð - 963. fundur - 29.10.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund, TEAMS, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:10 og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl. 13:07.

Á 948. fundi byggðaráðs þann 25. júní 2020 var til umræðu útleiga á Rimum en félagsheimilið og tjaldsvæðið var auglýst í júní laust til leigu. Eitt tilboð barst og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fór yfir stöðu viðræðna og var honum falið að vinna málið áfram.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til kynningar drög að samningi vegna leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal

Steinþór gerði grein fyrir stöðu mála.

Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl.13:26.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfis- og tæknisviði að auglýsa Rima til leigu með stuttum umsóknarfresti með því markmiði að samningstími yrði frá og með 1.1.2021. Fram komi í auglýsingu sá möguleiki að hægt verði að semja um leigu á Sundskála Svarfdæla samhliða.

Byggðaráð - 973. fundur - 14.01.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, k. 14:25.

Á 963. fundi byggðaráðs þann 29. október 2020 samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfis- og tæknisviði að auglýsa Rima til leigu með stuttum umsóknarfresti með því markmiði að samningstími yrði frá og með 1.1.2021. Fram komi í auglýsingu sá möguleiki að hægt verði að semja um leigu á Sundskála Svarfdæla samhliða.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Kristjáni E. Hjartarsyni, dagsett þann 12. janúar 2021, þar sem Kristján óskar eftir að ganga til viðræðna við forsvarsmenn félagsheimilisins Rima og tjaldsvæðisins við Húsabakka um umsjón og rekstur svæðisins á grundvelli draga að leigusamningi sem liggur fyrir. Auk þess óskar hann eftir að inn í samninginn verði bætt grein um rekstur og eftirlit með Sundskála Svarfdæla.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Kristján E. Hjartarson á fund byggðaráðs til viðræðna um ofangreint erindi.

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristján E. Hjartarson og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:11.

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar sl. var til umfjöllunar erindi frá Kristjáni E. Hjartarsyni, dagsett þann 12. janúar 2021, þar sem Kristján óskar eftir að ganga til viðræðna við forsvarsmenn félagsheimilisins Rima og tjaldsvæðisins við Húsabakka um umsjón og rekstur svæðisins á grundvelli draga að leigusamningi sem liggur fyrir. Auk þess óskar hann eftir að inn í samninginn verði bætt grein um rekstur og eftirlit með Sundskála Svarfdæla.

Til umræðu ofangreint.

Kristján vék af fundi kl. 13:53.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdardeildar er falið að vinna drög að samningi við Kristján E. Hjartarson um leigu á Rimun, tjaldsvæði og Sundskála Svarfdæla og leggja fyrir byggðaráð.
Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að kanna forsendur sveitarfélagsins sem leigusali á Sundskála Svarfdæla m.t.t. reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Byggðaráð - 976. fundur - 18.02.2021

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar kl. 14:00.

Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra falið að vinna áfram að drögum að samningi við Kristján E. Hjartarson um leigu á Rimum, tjaldsvæði og Sundskála Svarfdæla. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að kanna forsendur sveitarfélagsins sem leigusali á Sundskála Svarfdæla.

a) Deildarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi og uppfærðum samningsdrögum.
b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim atriðum sem horfa þarf til vegna leigu sveitarfélagsins á Sundskála Svarfdæla. Horfa þarf til reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samning með fyrirvara um frekari umsagnir bæjarlögmanns og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs annars vegar og hins vegar sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs hvað varðar afnot af heitu vatni.
Byggðaráð vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar kl. 14:00. Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra falið að vinna áfram að drögum að samningi við Kristján E. Hjartarson um leigu á Rimum, tjaldsvæði og Sundskála Svarfdæla. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að kanna forsendur sveitarfélagsins sem leigusali á Sundskála Svarfdæla. a) Deildarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi og uppfærðum samningsdrögum. b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim atriðum sem horfa þarf til vegna leigu sveitarfélagsins á Sundskála Svarfdæla. Horfa þarf til reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samning með fyrirvara um frekari umsagnir bæjarlögmanns og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs annars vegar og hins vegar sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs hvað varðar afnot af heitu vatni. Byggðaráð vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan samning um leigu á Rimum, tjaldsvæði og Sundskála eins og hann liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að heimila byggðaráði fullnaðarumboð til að afgreiða samninginn ef þess þarf með.