Sveitarstjórn

314. fundur 14. maí 2019 kl. 16:15 - 17:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar innti forseti eftir hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið og benti á að þremur liðum var bætt við á dagskrá, nr. 19- nr. 21, vegna tilnefningar í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.

Engar athugasemdir voru gerðar.

1.Kosning í nefndir og ráð skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201905085Vakta málsnúmer

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur fram eftirfarandi tillögur:

a) Tilnefning aðalmanns í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

b) Tilnefning varamanns í stjórn menningarfélagsins Berg ses.

Íris Hauksdóttir.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Gunnþór og Íris réttilega tilnefnd í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses sem næstu aðal- og varamenn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

2.Sveitarstjórn - 313, frá 16.04.2019. Til kynningar.

Málsnúmer 1904014FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904, frá 23.04.2019

Málsnúmer 1904016FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar í Öldungaráði þær Kolbrún Pálsdóttir, Þorgerður Sveinbjarnardóttir og Helga Mattína Björnsdóttir frá eldri borgurum , Lilja Vilhjálmsdóttir frá HSN og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

  Samkvæmt samkomulagi um Öldungaráð þá er ráðið samráðsvettvangur um hagsmunamál eldri borgara og samkvæmt nýjum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga frá 1. október s.l. þá er meðal nýmæla að Öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraða hefur verið fram til þessa falið að sinna.

  Til umræðu ýmis mál er varðar málefni íbúa 60 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjóri tekur saman minnispunkta af fundinum.

  Kolbrún, Þorgerður, Helga Mattína og Lilja viku af fundi kl. 14:19.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Á 228.fundi félagsmálaráðs þann 9.apríl s.l. var eftirfarandi bókað:
  "Fjárhagsstaða sviðsins 2019 - Tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019
  Vegna aukinna umsókna um lögbundin verkefni félagsmálasviðs frá íbúum sveitarfélagsins er starfsmönnum falið að reyna að hliðra til innan fjárhagsramma eins og hægt er, en að öðrum kosti að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2019."

  Til umræðu ofangreint.

  Eyrún vék af fundi kl. 14:37.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs, Haukur Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Lilja Bjarnadóttir, Helga Íris Ingólfsdóttir og Eva Guðmundsdóttir, aðalmenn úr umhverfisráði, kl. 14:38. Afgreiðslu umhverfisráðs frá 319. fundi ráðsins var vísað til umræðu í byggðarráði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 311.fundi frá 19.mars 2019.

  Á 319. fundi umhverfisráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum.
  Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá íbúum í Túnahverfi við Hringtún, Miðtún og Steintún, dagsett þann 17. apríl 2019, er varðar andmæli vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Túnahverfi á Dalvík. Fram kemur óánægja í fyrsta lagi um að breyta lóðum númer 17 og 19 úr því að vera einbýlishúsalóðir í parhúsalóðir. Í öðru lagi að umhverfisráð hafi afgreitt tillögur sem snúa að fleiri lóðum í hverfinu þar sem koma á fyrir minni eignum, fjölbýli, par eða raðhúsum með deiliskipulagsbreytingu. Núverandi deiliskipulag fyrir Hóla- og Túnahverfi var samþykkt fyrir rétt rúmu ári síðan og farið er fram á að ekki verði hróflað við því skipulagi og það fái að standa óbreytt. Undir erindið rita íbúar við Hringtún 1, 2,3,5,6,7,8,21,25,30,32,38,40, Miðtún 1,3,4, Steintún 2,3,4.

  Til umræðu ofangreint.

  Haukur, Monika Margrét, Lilja, Helga Íris og Eva viku af fundkl. 15:19.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Afgreiðslu frestað. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 25. mars 2019, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarsveitarfélaga EBÍ í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka, hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2018 og í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og skoðunar í framkvæmdastjórn."

  Ofangreint var rætt á fundi framkvæmdastjórnar mánudaginn 15. apríl s.l. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggur til að sótt verði um styrk vegna skiltis við Tungurétt.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda inn umsókn um styrk vegna skiltis við Tungurétt. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Rarik dags. 10.apríl 2019, þar sem óskað er eftir að viðræðum við Dalvíkurbyggð um að sveitarfélagið yfirtaki götulýsingarkerfið í sveitarfélaginu.

  Til umræðu ofangreint.

  Börkur Þór vék af fundi kl. 15:33.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða málið og senda m.a. fyrirspurn á Samband íslenskra sveitarfélaga með vísan í erindi frá Rarik. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram fundargerð vinnuhóps byggðaráðs um Gamla skóla frá 1.fundi hópsins þann 16.apríl 2019.

  Í fundargerðinni kemur fram sú tillaga að Gamli skóli verði auglýstur tímabundið til útleigu undir menningartengda eða atvinnutengda starfssemi, í heild með möguleikum á áframleigu eða hvert rými fyrir sig. Þetta sé gert strax og reynt að koma húsnæðinu í notkun. Áður þurfi að fara fram alssherjarþrif á húsnæðinu og lagafæra rými eftir sýningu á verkum Brimars.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að undirbúa útleigu á Gamla skóla samkvæmt ofangreindu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 1. apríl 2019, þar sem kannaður er áhugi hjá sveitarfélaginu að taka þátt í opnunardegi Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) þann 8.júní næstkomandi með viðburði sem tengist leiðinni og Degi sjávar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þennan sama dag.

  Ofangreint var til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar þann 15. apríl s.l. og gert ráð fyrir að fari fyrir fund Atvinnumála- og kynningarráðs þann 8. maí n.k.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs, þjónustu- og upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið komu á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsvið,s og Friðrik Arnarson, starfandi skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 15:41.
  Á 312. fundi sveitartjórnar þann 2. apríl 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað og samþykkt:

  "Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að skipulagsbreytingum þannig að stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla. Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er, Katrín Sif Ingvarsdóttir greiðir atkvæði á móti, Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "

  Til umræðu ofangreint hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmdina á breytingunum.

  Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 16:21.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dags, 12.apríl þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 7. maí 2019 kl. 10-12. Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að sækja fundinn ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár dags. 13.apríl 2019 þar sem boðað er til aðalfundar félagsins sem verður haldinn að Rimum, miðvikudaginn, 24.apríl 2019 kl.20:30. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur til hluthafa í Greiðri leið ehf. dags. 15.apríl 2019, boð á aðalfund félagsins sem verður haldinn þriðjudaginn 30.apríl 2019 í fundarsal KEA Glerárgötu 36, Akureyri og hefst hann kl. 11:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17.04.2019. Athygli sveitarstjórna er vakin á því að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31.maí 2019. Óskað er eftir að lögin verði kynnt með viðeigandi hætti í sveitarfélaginu, t.d. með framlagningu í byggðarráði eða sveitarstjórn. Jafnframt verði námskeið um opinber innkaup sem Sambandið heldur þann 6.maí í samstarfi við Ríkiskaup kynnt fyrir þeim starfsmönnum sveitarfélagsins sem helst koma að opinberum innkaupum og þeir hvattir til að sækja námskeiðið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi ofangreint til upplýsingar á aðal- og varamenn í sveitarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 11.apríl 2019 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,801. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 11.apríl 2019 þar sem Utanríkismálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. maí nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald(stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum(EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. apríl nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. maí nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbygginguflutningskerfis raforku), 792. mál, tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál og frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 870 frá 11.apríl 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905, frá 02.05.2019

Málsnúmer 1904018FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
5. liður.
6. liður.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds janúar - mars í samanburði við fjárhagsáætlun 2019.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var til umfjöllunar flokkun sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á tillögum vinnuhópa um starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar þannig að byggðaráð hafi yfirsýn yfir hvaða tillögur byggðaráð fjalli beint um og hvaða tillögur ættu að fara áfram til umfjöllunar í fagráðunum. Yfirlitinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu fagráðanna eftir því sem við á.

  Á fundinum var farið yfir þær tillögur er snúa beint að byggðaráði ásamt þeirri umfjöllun fagráðanna sem nú þegar liggja fyrir.


  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð mun vera með ofangreinda flokkun áfram til vinnslu á næsta fundi / fundum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 872. fundi byggðaráðs þann 19. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Jón Karl Helgasyni fyrir hönd JKH-Kvikmyndagerð ehf., ódagsett en móttekið 17. júlí 2018 skv. rafpósti. Með bréfi þessu er sótt um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvík og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi. Fram kemur að Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla komi mikið við sögu í myndinni. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga. Vísað á lið 21500-4960. "

  Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. september 2018 var ofangreint lagt fram til kynningar.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Jóni Karli Helgasyni, dagsettur þann 22. apríl 2019, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 2018 og fram kemur að stefnt er að tökur hefjist í byrjun júní 2019 en upptökur hófust ekki árið 2018 eins og til stóð. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð veiti JKH ehf. til viðbótar framlag sem nemur gistingu fyrir 7 manns í 5 nætur.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa í afgreiðslu byggðaráðs frá 19. júlí 2018 og samþykkir að halda sig við fyrri afgreiðslu um að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga. Vísað á lið 21500-4960. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði, rafbréf dagsett þann 18. apríl 2019, þar sem kynnt er ályktun félagsins frá 98. aðalfundi sem haldinn var á Rimum 12. apríl s.l.
  "98. aðalfundur Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar haldinn að Rimum 12. apríl 2019 harmar hvernig komið er fyrir Sundskála Svarfdæla og skorar á ráðamenn sveitarfélagsins að koma málefnum Sundskálans í viðeigandi farveg. Ungmennafélagið minnir á að Sundskálinn verður 90 ára sumardaginn fyrsta næstkomandi og hefur skálinn staðið auður í allt of langan tíma. Fundarmenn leggja áherslu á að mikilvægt sé að sundskálanum verði fundið hlutverk til framtíðar og félagsmenn lýsa sig reiðubúna að koma að þeirra vinnu."

  Upplýst var að á 1. fundi vinnuhóps um Gamla skóla, þann 16. apríl 2019, þá var rætt um að gera aftur tilraun með að Sundskáli Svarfdæla verði auglýstur til leigu undir margvíslega starfsemi aðra en sundlaugarstarfsemi. Ákveðið að skoða kostnaðartölur um rekstur Sundskálans á næsta fundi vinnuhópsins.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi geri drög að auglýsingu um útleigu á Sundskála Svarfdæla í samræmi við ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:

  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem óskað er eftir heimild fyrir hönd skólanna í Dalvíkurbyggð að taka upp nýtt upplýsingakerfi fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Skólarnir hafa verið með skráningarkerfið Námsfús frá árinu 2013 og þar áður voru skólarnir með Mentor. Óskað er eftir að taka upp aftur kerfin frá Mentor en ljóst er að þetta verður eitthvað dýrara fyrir sveitarfélagið en ávinningurinn mikill fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra. Allir stjórnendur í leik- og grunnskólum eru tilbúnir til þess að finna fjármagn í breytinguna innan fjárhagsramma skólanna samkvæmt fjárhagsáætlun 2019.

  Búið er að fjalla um málið í Fræðsluráði Dalvíkurbyggðar og í UT-teymi sveitarfélagsins.

  Fræðsluráð samþykkti þann 13. mars s.l. að stefnt verði að því að skipt verði um upplýsingakerfi í skólunum til að auka skilvirkni í skólastarfi og vísar málinu áfram til umræðu í UT-teymi Dalvíkurbyggðar. UT-teymið gaf jákvæða umsögn.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi gegn því skilyrði að kostnaður rúmist innan gildandi fjárhagsramma skólanna. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og innheimtufulltrúi óska eftir heimild til að setja Öldugötu 27 á söluskrá.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Öldugata 27 verði sett á söluskrá og Hvammur fasteignasala verði fengin til að meta og auglýsa eignina. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • 4.7 201902083 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905
 • Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs, Haukur Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Lilja Bjarnadóttir, Helga Íris Ingólfsdóttir og Eva Guðmundsdóttir, aðalmenn úr umhverfisráði, kl. 14:38. Afgreiðslu umhverfisráðs frá 319. fundi ráðsins var vísað til umræðu í byggðarráði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 311.fundi frá 19.mars 2019. Á 319. fundi umhverfisráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá íbúum í Túnahverfi við Hringtún, Miðtún og Steintún, dagsett þann 17. apríl 2019, er varðar andmæli vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Túnahverfi á Dalvík. Fram kemur óánægja í fyrsta lagi um að breyta lóðum númer 17 og 19 úr því að vera einbýlishúsalóðir í parhúsalóðir. Í öðru lagi að umhverfisráð hafi afgreitt tillögur sem snúa að fleiri lóðum í hverfinu þar sem koma á fyrir minni eignum, fjölbýli, par eða raðhúsum með deiliskipulagsbreytingu. Núverandi deiliskipulag fyrir Hóla- og Túnahverfi var samþykkt fyrir rétt rúmu ári síðan og farið er fram á að ekki verði hróflað við því skipulagi og það fái að standa óbreytt. Undir erindið rita íbúar við Hringtún 1, 2,3,5,6,7,8,21,25,30,32,38,40, Miðtún 1,3,4, Steintún 2,3,4. Til umræðu ofangreint. Haukur, Monika Margrét, Lilja, Helga Íris og Eva viku af fundkl. 15:19.
  Afgreiðslu frestað. "

  Til umræðu ofangreint.


  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi sem fyrst með útvíkkuðu byggðaráði og umhverfisráði og felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekin fyrir frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, frá 23. apríl 2019, er varðar að gjaldskrár vatnsveitna verðar teknar til skoðunar eftir úrskurð ráðuneytisins hvað varðar álagingu Orkuveitu Reykjavíkur ársins 2016 um að álagning hafi verið ólögmæt. Fram kemur að í kjörfar úrskurðarins hefur ráðuneytið, á grundvelli eftirlitshlutverks síns í sveitarstjórnarlögum, ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Fram kemur m.a. að ekki sé lagastoð sem heimilar að tekinn sé arður af starfsemi vatnsveitu.

  Upplýst var á fundinum að Vatnsveita Dalvíkurbyggðar reiknar sér ekki arð af starfsemi sinni og/eða Aðalsjóður Dalvíkurbyggðar tekur ekki arð af starfsemi vatnsveitu og fráveitu þar sem ekki er metin lagastoð fyrir því.

  Lagt fram til kynningar.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til veitu- og hafnaráðs til upplýsingar og skoðunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Samkomuhúsið Ungó var auglýst til leigu og var frestur til að skila inn leigutilboðum til og með 25. mars 2019, sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/husnaedi-til-leigu-ungo Eitt tilboð barst frá Gísla,Eiríki og Helga ehf. Óskað er eftir leigu á Ungó á ársgrundvelli og er hugmynd að mánaðarlegri leigu kr. 35.000. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum."

  Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra hvað varðar fund með forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. þann 30. apríl 2019. Gagntilboð Gísla, Eiríks og Helga ehf. er kr. 50.000 á mánuði auk hita og rafmagns til tveggja ára frá og með maí 2019. Leikfélag Dalvíkur geti fengið afnot 2x2 mánuði en yrði þá skilgreint í samningi. Leigugreiðslur falli þá niður þann tíma. Það verði samt opið í samningnum að ef Leikfélag Dalvíkur tilkynnir með góðum fyrirvara að það hyggist ekki nota sinn tíma í húsinu þá geti Gísli,Eiríkur og Helgi ehf. fengið húsið þann tíma og greitt þá leigu fyrir það, sbr.tilboð þeirra hér að ofan.
  Gerður verði samningur milli þeirra og Leikfélags Dalvíkur eins og áður hefur verið vegna leigu á búnaði.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Gísla,Eirík og Helga ehf. samkvæmt ofangreindu gagntilboði en til eins árs.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 17. apríl 2019, þar sem upplýst er um greiðslu á arð til Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 4.496.825 að frádregnum 22% fjármagnstekjuskatti.

  Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 var gert ráð fyrir kr. 4.181.088 arði.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim málum og verkefnum sem hafa komið á borð ráðningarnefndar eftir 18. mars s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 905 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906, frá 09.05.2019.

Málsnúmer 1905006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
5. liður,
11. liður.
13. liður.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 kjörnir fulltrúar úr umhverfisráði; Haukur Gunnarsson, formaður, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Helga Íris Ingólfsdóttir, aðalmaður, Eva Guðmundsdóttir, aðalmaður, Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll, Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn. Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll á fund byggðaráðs þannig að Kristján E. Hjartarson, varamaður í sveitarstjórn, mætti á fundinn undir þessum lið. Einnig mætti á fundinn Árni Ólafsson, skipulagsfræðingur. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs hafði ekki tök á að sitja fundinn vegna annarra starfa.

  Á 905. fundi byggðaráðs þann 3. maí s.l. voru áfram til umfjöllunar skipulagsmál í Túnahverfi vegna umsókna um parhúsalóðir við Hringtún 17 og Hringtún 19 og andmæla íbúa í Túnahverfi. Ákveðið var að óska eftir fundi sem fyrst með útvíkkuðu byggðaráði, umhverfisráði, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og Árna Ólafssyni, skipulagsfræðingi.

  Til umræðu ofangreint.

  Monkia vék a fundi kl. 13:53 til annarra verkefna.
  Haukur, Helga Íris, Eva og Árni viku af fundi kl. 14:07.
  Þórhalla og Kristján viku af fundi kl. 14:13.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 a) Tillaga umhverfisráð um breytingar á deiliskipulagi í Túnahverfi vegna lóða 17 og 19 við Hringtún:
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur umhverfisráðs frá 316.fundi ráðsins þann 15.mars þar sem umhverfisráð leggur til deiliskipulagsbreytingu vegna lóða 17 og 19 við Hringtún. Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.
  b) Svar og rökstuðningur byggðaráðs vegna erindis og andmælum frá íbúum í Túnahverfi, dagsett þann 17.04.2019:
  Almennt séð er ekki grundvallarmunur á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa.
  Ekki er séð að parhús muni breyta yfirbragði hverfisins, svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem er þegar komin.
  Markmið sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar er að þétta byggð á þegar tilbúnum lóðum við þegar tilbúnar götur.
  Raðhús og parhús eru í byggingu við Hringtún nú þegar og áform um frekari byggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi og úthlutun lóða.
  Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og það er metið eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda.
  Samandregið þá er það mat byggðaráðs að það væri ekki úr takti ef frekari parhús eða raðhús munu rísa í framtíðinni í Túnahverfi.
  Að lokum; Ferli deiliskipulagsbreytinga í auglýsingu er lýðræðislegt ferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir sínar á auglýsingatíma. Fjallað er um og tekin afstaða til allra athugasemda sem berast á kynningartíma skipulagstillögu.
  Sjá nánar leiðbeiningar um aðkomu almennings á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
  http://www.skipulag.is/skipulagsmal/adkoma-almennings/
  c) Til umræðu tillögur umhverfisráðs um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l.

  Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar.
  1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9.
  2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1.
  3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögur umhverfisráðs og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 6.maí 2019, þar sem fram kom að á síðasta fundi nefndarinnar var til umræðu sú hugmynd / tillaga um þéttingu byggðar frá Umhverfisráði, sem er lóð fyrir parhús, norðan Hringtúns og ofan við kirkjugarðinn. Fram kemur að það er einróma álit sóknarnefndar að til framtíðar er þessi hugmynd um lóð þetta nálægt kirkjugarðinum óásættanleg. Rök fyrir þessu er að í framtíðinni sér sóknarnefndin fyrir sér stækkun garðsins í þessa átt og það sé mikill fengur að þurfa ekki að fara lengra með greftunarsvæði. Óskað er eftir að þessi athugasemd verði tekin til greina.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.3 201903080 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
 • 5.4 201905053 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
 • Tekið fyrir erindi frá 39 starfsmönnum Dalvíkurskóla, dagsett þann 7. maí 2019, þar sem þeir mótmæla uppsögn á stöðu húsvarðar við skólann. Starfsmenn skólans telja framkvæmd uppsagnarinnar vera ófagleg, illa ígrunduð og skjóti skökku við að ekki skuli hafa verið haft samráð við skólastjórnendur við þessa ákvörðunartöku.Engin sambærileg stofnun geti án húsvarðar verið nema stjórnendur sveitarfélagsins hafi í hyggju að láta aðbúnað alls þessa fólks drabbast niður og vera börnum hættulegur.

  Fram koma vangaveltur hverjir eiga nú að sinna hinum ýmsum verkefnum húsvarðar, bæði sem eru í og utan starfslýsingar, sem virki eflaust léttvæg í excel-skjali. Ýmislegt sé nú farið að láta á sjá sem þarfnast viðgerðar.

  Dagbjört Sigurpálsdóttir óskar eftir að fært sé til bókar:
  "Ég skil vel áhyggjur starfsfólks Dalvíkurskóla og vil að það komi skýrt fram að þetta var ákvörðun meirihluta Sveitastjórnar en ekki Sveitastjórnar í heild sinni. "


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi, Dagbjört situr hjá. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum svarbréf sveitarstjóra sem sent var sveitarstjórn í rafpósti, Guðmundur St. Jónsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir sitja hjá.
 • Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir fundi ráðningarnefndar frá tímabilinu frá 26.03.2019 og til 07.05.2019.

  Til umræðu ofangreint og þá sérstaklega tillögur fræðsluráðs frá fundi sínum 8. maí s.l: "Fræðsluráð leggur til að störf skólastjóra Árskógarskóla og sérfræðings á fræðslusviði verði auglýst sem fyrst, samkvæmt umræðum og þarfagreiningu sem lögð var fram á fundinum."
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
 • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
 • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
 • Frestað.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
 • Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí s.l. samþykkti byggðaráð að gengið verði til samninga við Gísla,Eirík og Helga ehf. samkvæmt gagntilboði þeirra en til eins árs og fól byggðaráð sveitarstjóra að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Leikfélag Dalvíkur og forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. í tengslum við samningaumleitanir.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með heimild til fullnaðarafgreiðslu.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.
 • Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var samþykkt að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Dag Óskarsson, í leigu á gæsluvellinum við Svarfaðarbraut í allt að 12 mánuði.

  Leigusamningurinn rann út 31.12.2018.

  Fyrir liggur beiðni frá Degi Óskarssyni, rafpóstur til Umsjónarmanns fasteigna dagsettur þann 21. desember 2018, um áframhaldandi leigu.

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir að fyrir liggur beiðni frá Degi um leigu í eitt ár.


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá drögum að samningi við Dag Óskarsson á grundvelli ofangreinds og leggja fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 901. fundi byggðaráðs þann 21. mars 2019 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa Böggvisstaðaskála til útleigu, sbr. auglýsing á vef Dalvikurbyggðar, https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/boggvisstadarskali-til-leigu

  Enginn tilboð bárust fyrir tilskilinn tíma sem var fyrir 15. apríl s.l.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skálinn verði auglýstir áfram til leigu án skilyrða um að skila inn tilboði fyrir ákveðinn tíma. Tekin verður þá hverju sinni afstaða til tilboðs ef og þegar það berst. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 3. maí 2019, þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 250.000 vegna Sjávarútvegsskólans sem starfræktur verði í sumar á Dalvík. Fram kemur að Hafnasjóður styrkti skólann í fyrra.

  Meðfylgjandi er kynningarbréf á Sjávarútvegsskólanum, dagsett þann 8. apríl 2019.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs.
  Byggðaráð bendir Háskólanum á Akureyri á að senda þarf inn erindi fyrir tilskilinn auglýstan frest í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar hverju sinni og fer þess á leit að framvegis verði sá háttur hafður á ef óska á eftir framlagi frá sveitarfélaginu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 30. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
  Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375
  Frétt um málið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/04/30/Graenbok-um-stefnu-i-malefnum-sveitarfelaga-birt-i-samradsgatt/?fbclid=IwAR1QShn0V5eSkpA5nVpDogORNc691Nn88xFizfC8f-tSX8ZPQ13Gvu3v4Lw

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 30. apríl 2019, frá nefndasviði Alþings þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. maí n.k.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðsins, dagsettur þann 6. maí 2019, þar sem fram kemur að aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 7. júní kl. 15.30 á Hótel Sögu. Samkvæmt skipulagsskrá eiga samtök, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu sjóðnum til fé fyrir árslok 1992, rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið. Dalvíkurbyggð hefur þennan rétt en átti ekki fulltrúa á síðasta fundi. Tilnefningar fyrir aðalfundinn 2019 þurfa að berast framkvæmdastjóra í tölvupósti eigi síðar en 27. maí nk. ásamt netfangi þess sem tilnefndur er.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir aðalfundarboð Gásakaupstaðar ses. en fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. maí 2019 kl. 13:00 á Akureyri.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, 1. liður er sér liður á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Atvinnumála- og kynningarráð - 44, frá 08.05.2019

Málsnúmer 1905003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
 • Freyr Antonsson hjá Arctic Sea Tours/Arctic Adventures tók á móti atvinnmála- og kynningarráði og starfsmönnum þess og kynnti fyrir þeim starfssemina, kl. 8:15. Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

 • Á 43. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. apríl s.l. kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að lið 5.5.4 og ljúka honum fyrir næsta fund ráðsins.

  Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnti uppfærð drög að síðunni.

  Til umræðu ofangreint.

  Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við drög sem kynnt hafa verið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
  Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 1. apríl 2019, þar sem kannaður er áhugi hjá sveitarfélaginu að taka þátt í opnunardegi Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) þann 8.júní næstkomandi með viðburði sem tengist leiðinni og Degi sjávar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þennan sama dag.

  Ofangreint var til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar þann 15. apríl s.l. og gert ráð fyrir að fari fyrir fund Atvinnumála- og kynningarráðs þann 8. maí n.k.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs, þjónustu- og upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.

  Þjónustu- og upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir vinnufundi með sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs s.l. föstudag um ofangreint og kynntu tillögur að dagskrá laugardaginn 8. júní 2019 vegna opnunar á Norðurstandarleiðinni og á Degi hafsins.

  Til umræðu ofangreint.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum aðild að viðburði í tengslum við opnun á ACW á Degi hafsins í samvinnu við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og líst vel á framkomnar hugmyndir. Kostnaði vísað á lið 21500-4915. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Atvinnumála-og kynningarráðs.
 • Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí 2019 var eftifarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda."

  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir erindið.


  Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. apríl 2019, þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði. Formlegt erindi um áframhaldandi þátttöku sveitarfélaga í Flugklasanum til næstu ára verður sent út á næstunni.
  Byggðaráð vísar ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs til upplýsingar og skoðunar."

  Til umræðu ofngreint.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar nr. 229 og nr. 230.

  Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 51. Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Fræðsluráð - 238, frá 08.05.2019

Málsnúmer 1905002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður.
8. liður, sér liður á dagskrá.
10. liður.
11. liður.
 • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir helstu niðurstöður samræmdra prófa sem lögð voru fyrir nemendur í 9.bekk. Fræðsluráð - 238 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti helstu niðurstöður Skólapúlsins. Fræðsluráð - 238 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sif Jóhannesdóttir og Helgi Þorbjörn Svavarsson, verkefnastjórar hjá Símey kynntu námsleiðina sterkari starfsmaður. Námið er ætlað starfsmönnum skóla, öðrum en kennurum þar sem annars vegar er lögð áhersla á upplýsingatækni og hins vegar samskipti og sjálfstyrkingu. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra að kynna málið fyrir framkvæmdastjórn og taka ákvörðun í samráði við stjórnendur skóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04, janúar til og með apríl 2019. Fræðsluráð - 238 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs fór yfir endurskoðun á gjaldskrám fyrir málaflokk 04 og lagði fram drög að breytingum. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð lagði til að gjaldrskrá yrði skoðuð í heild sinni og lögð fyrir á næsta fundi ráðsins til samþykktar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Stjórnendur leik-og grunnskóla fóru yfir stöðu helstu verkefna sem og það helsta sem framundan er í starfinu. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru í gangi og því sem framundan er. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots lögðu fram tillögu þess efnis að leikskólinn Krílakot muni opna 7:45 frá og með næsta hausti í stað 7:30. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð leggur til að frá og með næsta hausti verði opnunartími 7:45 á Krílakoti í samræmi við nýtingu og opnunartíma á Kötlukoti. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs.
 • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs gerði grein fyrir umsóknum um starf skólastjóra við Dalvíkurskóla en umsóknarfrestur rann út þann 26.apríl. Alls voru umsækjendur þrír en þar af dró einn umsókn sína til baka. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð leggur til að Friðrik Arnarson verði ráðinn í starf skólastjóra Dalvíkurskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla.
  Fræðsluráð - 238 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Þjóðleikhúsið stefnir á leikferð um landið í haust með tvær sýningar. Annarsvegar sýningu fyrir 5 ára leikskólabörn og hinsvegar fyrir unglinga í 10.bekk. Áætlað er að vera í Dalvíkurbyggð 13.sept næstkomandi. Áætlað er að sýningin fyrir yngri börnin verði fyrir hádegi en fyrir þau eldri eftir hádegi.
  Þjóðleikhúsið óskar eftir sýningarrými/félagsheimili og gistingu fyrir 4-5 í uppábúnum rúmum aðfaranótt 13.sept.
  Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð hafnar erindinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs.
 • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs tilkynnti um uppsögn Jónínu Garðarsdóttir, skólastjóra Árskógarskóla og Fjólu Daggar Gunnarsdóttir, kennsluráðgjafa á fræðslusviði. Uppsagnir þeirra beggja taka gildi frá og með 31.júlí 2019. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð leggur til að störf skólastjóra Árskógarskóla og sérfræðings á fræðslusviði verði auglýst sem fyrst, samkvæmt umræðum og þarfagreiningu sem lögð var fram á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs á grundvelli fyrirliggjandi þarfagreininga að störf skólastjóra við Árskógarskóla og sérfræðings á fræðslusviði (kennsluráðgjafa) verði auglýst sem fyrst laus til umsóknar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liður 8 er sér liður á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 111, frá 02.05.2019

Málsnúmer 1905001FVakta málsnúmer

 • Íþróttafélög í Dalvíkurbyggð skila árlega inn ársreikningum samvæmt samningi við Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð - 111 Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir ársreikningana. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 111 Tekin var staðan á samningum við íþróttafélögin. Unnið verður áfram í samningamálum í haust við gerð fjárhagsáætlunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið var fundað með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð - 111 Fulltrúar félaganna fóru yfir rekstur og starfsemi félaganna.

  Rætt var m.a. um ÆskuRækt, samþættingu skóla- og frítíma, möguleika félaga á nýtingu gervigrasvallar sem er verið að byggja og farið yfir reglur um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskuklýðsráðs.

  Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar þeim sem mættu fyrir góðan fund.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

9.Landbúnaðarráð - 127, frá 02.05.2019

Málsnúmer 1904009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
 • Til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál. Landbúnaðarráð - 127 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu erindi frá fjallgirðingarnefnd dags. 24. apríl 2019 Landbúnaðarráð - 127 Landbúnaðarráð felur formanni og sviðsstjóra að meta ástand girðingarinnar og koma með tillögur að þeim kafla sem á að endurnýja og viðhaldsþörf í sumar. Verksamningur og áætlun síðan kynnt fyrir fjallskilanefnd Árskógsdeildar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2019. Landbúnaðarráð - 127 Samkvæmt fyrri samþykktum og skoðanakönnunum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 6.-8. og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 13.-15.
  Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holarafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 4.-5.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 2. apríl 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 6. júní n.k. kl. 13:00 á Akureyri um málefni þjóðlendna. Fundurinn er nú haldinn í sjötta sinn. Rétt eins og í fyrra er ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda með á fundinn. Til umræðu ofangreint. Landbúnaðarráð - 127 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Umhverfisráð - 320, frá 03.05.2019

Málsnúmer 1904017FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður.
 • 10.1 201809045 Framkvæmdir 2019
  Til umræðu framkvæmdir sumarsins og staða verkefna. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 08:20 Kristján Guðmundsson aðstoðarmaður umhverfisstjóra. Umhverfisráð - 320 Kristján fór yfir þau verkefni sem voru fyrirhuguð í sumar og stöðu mála.
  Umhverfisráð lýsir yfir þungum áhyggjum af verkefnastöðu sumarsins.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu staða hreinsunarátaks ofl.
  Kristján Guðmundsson aðstoðarmaður umhverfisstjóra vék af fundi kl.09:02
  Umhverfisráð - 320 Farið var yfir stöðu hreinsunarátaksins. Ráðið leggur áherslu á að verkefninu verði haldið áfram. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 29. apríl 2019 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd lóðarhafa eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 320 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráð um að gera ekki athugasemdir við umsókn um byggingarleyfið vegna Skáldalæks og fela sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
 • Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dags. 29. og 30. apríl þar sem óskað er eftir leyfi til frekari framkvæmda í Sandvík við Hauganes. Umhverfisráð - 320 Umhverfisráð gefur leyfi fyrir potti og snyrtingu fyrir fatlaða, enda um afturkræfar framkvæmdir að ræða. Hvað varðar bílastæði á bakkanum ofan við pottana hafnar umhverfisráð því og vísar til gerðar deiliskipulags.
  Ráðið vill ítreka að samkvæmt bréfi dags. 19. október 2017 kemur skýrt fram að allar frekari framkvæmdir séu leyfisskildar.
  Í ljósi þess að vinna við deiliskipulag Hauganes er í vinnslu leggur umhverfisráð áherslu á að allar frekari framkvæmdir á svæðinu skuli sendar inn til ráðsins til afgreiðslu að öðrum kosti verði framkvæmdir stöðvaðar.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar leyfi fyrir potta og snyrtingu fyrri fatlaða, enda sé um afturkræfar framkvæmdir að ræða.
  b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar bílastæði á bakkanum ofan við pottana.
  c) Sveitarstjórn tekur undir ítrekun og bókun umhverfisráðs hvað varðar leyfisskildar framkvæmdir.
 • Með innsendu erindi dags. 30. apríl 2019 óskar Paulina Milewska eftir stækkun lóðar við Skíðabraut 11, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 320 Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til umsóknarinnar þar sem frekar gögn vantar.
  Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjanda.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/3 2019 fyrir málaflokka 08,09,10 og 11. Umhverfisráð - 320 Yfirferð frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Umhverfisráð - 321, frá 06.05.2019

Málsnúmer 1905005FVakta málsnúmer

 • Skoðaðar voru lóðir hjá þeim aðilum sem fengu bréf vegna hreinsunarátaks Umhverfisráð - 321 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir ábendingum ráðsins varðandi framhald hreinsunarátaksins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 11.2 201809045 Framkvæmdir 2019
  Farið í vettvangsferð um sveitarfélagið og farið yfir verkefni sumarsins. Umhverfisráð - 321 Ráðið skoðaði öll leiksvæði í sveitarfélaginu og kortlagði þá staði sem gert er ráð fyrir að mála gangbrautir og miðlínur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:

  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85, frá 08.05.2019

Málsnúmer 1905004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
5. liður sér liður á dagskrá.
6. liður sér liður á dagskrá.
7. liður sér liður á dagskrá.
 • Með tölvupósti, sem dagsettur er 1. apríl 2019, kemur eftirfarandi fram:
  Eins og fram hefur komið hefur Markaðsstofa Norðurlands verið að vinna að uppbyggingu á Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way)á undanförnum árum. Nú eru rúmir 2 mánuðir í opnun langar okkur að biðja ykkur um að skoða möguleika á að halda viðburð þann 8. júní næstkomandi. Þessi dagur er dagur sjávar (World Ocean Day og er haldinn hátíðlegur um allan heim. Tilgangur þessa dags er að fagna og heiðra hafið og draga fram hversu mikilvægt er að passa hafið. Þetta er sá dagur sem við höfum valið sem opnunardag Norðurstrandarleiðar.

  Varðandi viðburðinn sjálfan þá viljum við með honum fagna opnun Norðurstrandarleiðar, nýju tækifæri í ferðaþjónustu. Okkur langar að benda ykkur á nokkra viðburði sem hægt væri að halda en þetta er þó alveg opið og allar hugmyndir vel þegnar:

  -Hreinsun á ströndinni, þetta er frábært tækifæri til að tengja slíka hreinsun við World Ocean Day og fá þannig athygli með því að nýta markaðssetningu í gegnum þá aðila. Sjá nánar hér https://www.worldoceansday.org/
  -Viðburðir við ströndina
  -Tónleikar
  -Fræðsla
  -Viðburður fyrir börnin
  -Veiða á bryggjunni
  -Opnun gönguleiðar
  -Norðlenskur matur við ströndina
  -Ofl

  Þetta getur verið eitt af þessum atriðum eða mörg eða eitthvað allt annað. Við sendum þennan póst á sveitarfélögin 18 sem snerta Norðurstrandarleið og á næstunni munum við einnig senda nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig það tengist sveitarfélögunum.
  Viljum gjarnan heyra í ykkur hvort þið hefðuð áhuga á að taka þátt í þessu með okkur fyrir 1. maí næstkomandi. Við munum gera viðburðunum skil í fréttum frá okkur og tengja þá inn á World Ocean Day. Norðurstrandarleið hefur nú þegar fengið mikla athygli erlendra blaðamanna og væri frábært að ná kraftmiklu starti með spennandi viðburðum um allt Norðurland.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85 Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að fela sviðsstjóra að ræða við hagsmunaaðila um að koma á fót hreinsunardegi við hafnir Dalvíkurbyggðar sem mundi verða laugardaginn 8. júní. Þessi viðburður verður í samvinnu við atvinnumála- og kynningarráð Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Með bréfi sem dagsett er 5. apríl 2019, frá Umhverfisstofnun, er vakin athugli á því að komið sé að endurskoðun áætlun hafna Dalvíkurbyggðar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa frá skipum. Gildandi áætlun var staðfest af Umhverfisstofnun 17. apríl 2018 og átti að gilda í þrjú ár. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri uppfæri núgildandi áætlun og sendi hana til Umhverfisstofnunar til staðfestingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fyrir fundinum lá fundargerð 412. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 13:00. Fundurinn var haldinn í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Um símafund var að ræða. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.4 201711062 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85
 • Í núgildandi gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar er álögðu aflagjaldi skipt í tvo gjaldflokka sem taka mið af lönduðum afla. Ábendingar hafa borist um ósanngirni þessarar skiptingar á gjaldinu frá viðskiptavinum Hafnasjóðs.

  Sviðsstjóri leggur til við veitu- og hafnaráð að gjaldskrá Hafnasjóðs verði breytt þannig að einungis verði um eitt aflagjald að ræða þ.e. 1,27%.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra um breytingu á álögðu aflagjaldi í gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til staðfestingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til staðfestingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • 905. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar kemur eftirfarandi fram:

  „Tekin fyrir frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, frá 23. apríl 2019, er varðar að gjaldskrár vatnsveitna verðar teknar til skoðunar eftir úrskurð ráðuneytisins hvað varðar álagingu Orkuveitu Reykjavíkur ársins 2016 um að álagning hafi verið ólögmæt. Fram kemur að í kjörfar úrskurðarins hefur ráðuneytið, á grundvelli eftirlitshlutverks síns í sveitarstjórnarlögum, ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Fram kemur m.a. að ekki sé lagastoð sem heimilar að tekinn sé arður af starfsemi vatnsveitu. Upplýst var á fundinum að Vatnsveita Dalvíkurbyggðar reiknar sér ekki arð af starfsemi sinni og/eða Aðalsjóður Dalvíkurbyggðar tekur ekki arð af starfsemi vatnsveitu og fráveitu þar sem ekki er metin lagastoð fyrir því. Lagt fram til kynningar.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til veitu- og hafnaráðs til upplýsingar og skoðunar.“
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.9 201905025 Samráðsfundur 2019
  Á fundinn var mættur Pétur Ólafsson, hafnastjóri Hafnasamlags Norðurlands og formaður Cruise Iceland. Pétur gerði ráðsmönnum grein fyrir starfssemi félagsins Cruise Iceland og svaraði fyrirspurnum. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 85 Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að haldinn verði sameiginlegur fundur með atvinnumála- og kynningarráði þar sem tekið yrði til athugunar hvort vinna eigi að móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórar, liðir 5,6 og 7 eru sér liðir á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

13.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 32, frá

Málsnúmer 1904015FVakta málsnúmer

 • 13.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Undir þessum lið komu á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses Ágúst Hafsteinsson frá Form Ráðgjöf ehf., Vigfús Jónsson, eftirlitsmaður verkkaupa frá Mannviti, Kristján Hjartarson, eftirlitsmaður verkkaupa, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Dalvíkurbyggð.

  a) Til umræðu tillaga verktaka um lagnakjallara en óskað er eftir afstöðu stjórnar. Fyrir liggur kostnaðaráætlun (viðbótarverk) verktaka að upphæð um 4,3 - 4,8 m.kr. fyrir utan álag og gröft, samanber rafpóstur dagsettur þann 9. apríl s.l. frá Kötlu ehf.
  Farið var yfir rýni Mannvits, dagsett þann 11. apríl 2019, á ofangreindu en þar kemur fram ávinningur af lagnakjallara er ekki augljós.

  b) Samskiptaleiðir og boðleiðir: Rætt var um samskiptaleðir og boðleiðir milli verktaka og verkkaupa.

  c) Samskipti hönnunarstjóra við undirverktaka Kötlu ehf; Ágúst gerði grein fyrir samskiptum sínum við Örn Jóhannsson um ýmis hönnunarmál, s.s. glugga, hvort útihurðir eigi að opnast inn eða út. Prufur af útiklæðingu er væntanlegar.

  Vigfús, Kristján, Ágúst og Ingvar viku af fundi kl. 11:50.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 32 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá frá verktaka allar hönnunarteikningar vegna lagna og rafmagns þannig að tæknirými sé óbreytt miðað við hönnun. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses undirstrikar að gert er ráð fyrir að snjóbræðslukerfi sé opið kerfi með innspýtingu.
  b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tengiliður við verktaka fyrir hönd félagsins er Vigfús Jónsson, eftirlitsmaður. Jafnframt gerir stjórnin ráð fyrir að tengiliður fyrir hönd verktaka sé byggingastjórinn, Elías Þór Höskuldsson og óskað er eftir staðfestingu Kötlu ehf. á því eða þá að tilgreindur sé tengiliður verktaka. Mikilvægt er að aðeins einn tengiliður sé frá hvorum aðila sem eiga samskipti sín á milli og þeir síðan upplýsa aðra eftir því sem við á og koma málum í ferli.
  c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni að svara Erni Jóhannssyni frá Byggingarfélaginu Mími um þau atriði sem var farið yfir á fundinum og snúa að hönnun, s.s. gluggar, hurðir.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til mál tók:
  Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun kl. 16:39.


  Fleiri tóku ekki til máls.

  Lagt fram til kynningar.

14.Frá skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga, fundargerð nr. 14 frá 03.05.2019.

Málsnúmer 201902084Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:40.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

15.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2018. Síðari umræða.

Málsnúmer 201811033Vakta málsnúmer

Á 313. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2019 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa honum til sveitarstjórnar til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 eins og hann liggur fyrir og undirritar ársreikninginn því til staðfestingar ásamt ábyrgðar - og skuldbindingaryfirliti.

16.Frá 238. fundi fræðsluráðs þann 08.05.2019; Ráðning skólastjóra Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201905011Vakta málsnúmer

Á 238. fundi fræðsluráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs gerði grein fyrir umsóknum um starf skólastjóra við Dalvíkurskóla en umsóknarfrestur rann út þann 26.apríl. Alls voru umsækjendur þrír en þar af dró einn umsókn sína til baka.
Fræðsluráð leggur til að Friðrik Arnarson verði ráðinn í starf skólastjóra Dalvíkurskóla. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að Friðrik Arnarsson verði ráðinn í starf skólastjóra Dalvíkurskóla.
Sveitarstjórn óskar Friðriki velfarnaðar í starfi.

17.Frá 906. fundi byggðaráðs þann 09.05.2019; Varðar umsóknir um lóðir við Hringtún 17 og Hringtún 19, breytingar á deiliskipulagi og andmæli íbúa.

Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer

15.a):

Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
a) Tillaga umhverfisráð um breytingar á deiliskipulagi í Túnahverfi vegna lóða 17 og 19 við Hringtún:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur umhverfisráðs frá 316.fundi ráðsins þann 15.mars þar sem umhverfisráð leggur til deiliskipulagsbreytingu vegna lóða 17 og 19 við Hringtún. Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.


15.b)
Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
Svar og rökstuðningur byggðaráðs vegna erindis og andmælum frá íbúum í Túnahverfi, dagsett þann 17.04.2019:
Almennt séð er ekki grundvallarmunur á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa. Ekki er séð að parhús muni breyta yfirbragði hverfisins, svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem er þegar komin. Markmið sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar er að þétta byggð á þegar tilbúnum lóðum við þegar tilbúnar götur. Raðhús og parhús eru í byggingu við Hringtún nú þegar og áform um frekari byggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi og úthlutun lóða. Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og það er metið eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda. Samandregið þá er það mat byggðaráðs að það væri ekki úr takti ef frekari parhús eða raðhús munu rísa í framtíðinni í Túnahverfi. Að lokum; Ferli deiliskipulagsbreytinga í auglýsingu er lýðræðislegt ferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir sínar á auglýsingatíma. Fjallað er um og tekin afstaða til allra athugasemda sem berast á kynningartíma skipulagstillögu. Sjá nánar leiðbeiningar um aðkomu almennings á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is/skipulagsmal/adkoma-almennings/

15.c)
Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
Til umræðu tillögur umhverfisráðs um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l. Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögur umhverfisráðs og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.


Til máls tóku Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun sveitarstjórnar:
Á 313.fundi sveitarstjórnar þann 16.apríl var umhverfisráði falið að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum með þeim rökstuðningi að það sé stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Einnig er það stefna sveitarstjórnar að tryggja nægt magn fjölbreyttra íbúðalóða. Eftirspurn í nýbyggingum undanfarin ár hefur verið mest í minni eignir og eins og er er engin skipulögð lóð laus fyrir parhús eða raðhús á Dalvík. Ef fasteignaauglýsingar í Dalvíkurbyggð eru skoðaðar í dag sést að ekkert framboð er á eignum í par-, rað- eða fjölbýlishúsum á Dalvík. Þetta hamlar íbúafjölgun og framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna. Ofangreindir 3 kostir snúa allir að því að þétta byggð, nýta betur þegar tilbúnar götur og þá fjárfestingu sem búið er að leggja í gatna-og veitukerfin og fjölga íbúðakostum. Með því að taka deiliskipulag þessara svæða til endurskoðunar gefst nágrönnum og hagsmunaaðilum kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.
Stefna sveitarstjórnar er láta vinna deiliskipulag fyrir nýja íbúabyggð og er æskilegt að sú vinna hefjist sem fyrst.

Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
15. a): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu umhverfisráðs og byggðaráðs vegna deiliskipulagsbreytinga vegna lóða 17 og 19 við Hringtún.
Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.

15. b): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreind rök og svar byggðaráðs til íbúa í Túnahverfi við erindi dagsettu þann 17. apríl 2019.

15. c): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og byggðaráðs að hvað varðar um á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l. og að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar:
1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9.
2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1.
3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að bókun.

18.Frá 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019; Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201905024Vakta málsnúmer

Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað og samþykkt:
"Í núgildandi gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar er álögðu aflagjaldi skipt í tvo gjaldflokka sem taka mið af lönduðum afla. Ábendingar hafa borist um ósanngirni þessarar skiptingar á gjaldinu frá viðskiptavinum Hafnasjóðs. Sviðsstjóri leggur til við veitu- og hafnaráð að gjaldskrá Hafnasjóðs verði breytt þannig að einungis verði um eitt aflagjald að ræða þ.e. 1,27%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra um breytingu á álögðu aflagjaldi í gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. "

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs að breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 sem og meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá í heild sinni.

19.Frá 85. fundi veitu- og hafnaráðs frá 08.05.2019; Hafnarreglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201902137Vakta málsnúmer

Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til staðfestingar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

20.Frá 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 08.05.2019; Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, endurskoðun 2019. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201902129Vakta málsnúmer

Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til staðfestingar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn.

21.Frá Valdemar Þór Viðarssyni; Varðar stjórnarsetu í Menningarfélaginu Bergi ses

Málsnúmer 201905084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Valdemar Þór Viðarssyni, rafpóstur dagsettur þann 12. maí 2019, þar sem fram kemur að Valdemar Þór gefur ekki áfram kost á sér sem aðalmaður í stjórn Menningarfélagsins Berg ses.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Valdamer Þór Viðarssyni lausn frá störfum úr stjórn Menningarfélagsins Bergs ses frá næsta aðalfundi félagsins.
Sveitarstjórn færir Valdemar bestu þakkir fyrir hans störf.

22.Frá Margréti Víkingsdóttur; Úrsögn úr varastjórn Menningarfélagsins Bergs

Málsnúmer 201905030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Margréti Víkingsdóttir, rafpóstur dagsettur þann 6. maí 2019, þar sem fram kemur að hún gefur ekki kost á sér áfram sem varamaður í stjórn Menningarfélagsins Berg ses fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Margréti lausn frá störfum sem varamaður í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses frá næsta aðalfundi félagsins.
Sveitarstjórn færir Margréti bestu þakkar fyrir störf hennar.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs