Umhverfisráð

320. fundur 03. maí 2019 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 201809045Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir sumarsins og staða verkefna. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 08:20 Kristján Guðmundsson aðstoðarmaður umhverfisstjóra.
Kristján fór yfir þau verkefni sem voru fyrirhuguð í sumar og stöðu mála.
Umhverfisráð lýsir yfir þungum áhyggjum af verkefnastöðu sumarsins.

2.Hreinsunarátak á iðnaðarlóðum í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201807010Vakta málsnúmer

Til umræðu staða hreinsunarátaks ofl.
Kristján Guðmundsson aðstoðarmaður umhverfisstjóra vék af fundi kl.09:02
Farið var yfir stöðu hreinsunarátaksins. Ráðið leggur áherslu á að verkefninu verði haldið áfram.

3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201904119Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 29. apríl 2019 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd lóðarhafa eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Uppsetning á heitum pottum í Sandvík, Hauganesi til reynslu.

Málsnúmer 201707034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dags. 29. og 30. apríl þar sem óskað er eftir leyfi til frekari framkvæmda í Sandvík við Hauganes.
Umhverfisráð gefur leyfi fyrir potti og snyrtingu fyrir fatlaða, enda um afturkræfar framkvæmdir að ræða. Hvað varðar bílastæði á bakkanum ofan við pottana hafnar umhverfisráð því og vísar til gerðar deiliskipulags.
Ráðið vill ítreka að samkvæmt bréfi dags. 19. október 2017 kemur skýrt fram að allar frekari framkvæmdir séu leyfisskildar.
Í ljósi þess að vinna við deiliskipulag Hauganes er í vinnslu leggur umhverfisráð áherslu á að allar frekari framkvæmdir á svæðinu skuli sendar inn til ráðsins til afgreiðslu að öðrum kosti verði framkvæmdir stöðvaðar.
Samþykkt með fimm atkvæðum

5.Fyrirspurn vegna möguleika á stækkun lóðar við Skíðabraut 11, Dalvík

Málsnúmer 201904128Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. apríl 2019 óskar Paulina Milewska eftir stækkun lóðar við Skíðabraut 11, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til umsóknarinnar þar sem frekar gögn vantar.
Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjanda.

6.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/3 2019 fyrir málaflokka 08,09,10 og 11.
Yfirferð frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs