Frá fræðslusviði; Ráðning skólastjóra Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201905011

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 238. fundur - 08.05.2019

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs gerði grein fyrir umsóknum um starf skólastjóra við Dalvíkurskóla en umsóknarfrestur rann út þann 26.apríl. Alls voru umsækjendur þrír en þar af dró einn umsókn sína til baka.
Fræðsluráð leggur til að Friðrik Arnarson verði ráðinn í starf skólastjóra Dalvíkurskóla.

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

Á 238. fundi fræðsluráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs gerði grein fyrir umsóknum um starf skólastjóra við Dalvíkurskóla en umsóknarfrestur rann út þann 26.apríl. Alls voru umsækjendur þrír en þar af dró einn umsókn sína til baka.
Fræðsluráð leggur til að Friðrik Arnarson verði ráðinn í starf skólastjóra Dalvíkurskóla. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að Friðrik Arnarsson verði ráðinn í starf skólastjóra Dalvíkurskóla.
Sveitarstjórn óskar Friðriki velfarnaðar í starfi.