Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904, frá 23.04.2019

Málsnúmer 1904016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

Til afgreiðslu:
4. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar í Öldungaráði þær Kolbrún Pálsdóttir, Þorgerður Sveinbjarnardóttir og Helga Mattína Björnsdóttir frá eldri borgurum , Lilja Vilhjálmsdóttir frá HSN og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

    Samkvæmt samkomulagi um Öldungaráð þá er ráðið samráðsvettvangur um hagsmunamál eldri borgara og samkvæmt nýjum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga frá 1. október s.l. þá er meðal nýmæla að Öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraða hefur verið fram til þessa falið að sinna.

    Til umræðu ýmis mál er varðar málefni íbúa 60 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjóri tekur saman minnispunkta af fundinum.

    Kolbrún, Þorgerður, Helga Mattína og Lilja viku af fundi kl. 14:19.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Á 228.fundi félagsmálaráðs þann 9.apríl s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Fjárhagsstaða sviðsins 2019 - Tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019
    Vegna aukinna umsókna um lögbundin verkefni félagsmálasviðs frá íbúum sveitarfélagsins er starfsmönnum falið að reyna að hliðra til innan fjárhagsramma eins og hægt er, en að öðrum kosti að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2019."

    Til umræðu ofangreint.

    Eyrún vék af fundi kl. 14:37.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs, Haukur Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Lilja Bjarnadóttir, Helga Íris Ingólfsdóttir og Eva Guðmundsdóttir, aðalmenn úr umhverfisráði, kl. 14:38. Afgreiðslu umhverfisráðs frá 319. fundi ráðsins var vísað til umræðu í byggðarráði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 311.fundi frá 19.mars 2019.

    Á 319. fundi umhverfisráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum.
    Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá íbúum í Túnahverfi við Hringtún, Miðtún og Steintún, dagsett þann 17. apríl 2019, er varðar andmæli vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Túnahverfi á Dalvík. Fram kemur óánægja í fyrsta lagi um að breyta lóðum númer 17 og 19 úr því að vera einbýlishúsalóðir í parhúsalóðir. Í öðru lagi að umhverfisráð hafi afgreitt tillögur sem snúa að fleiri lóðum í hverfinu þar sem koma á fyrir minni eignum, fjölbýli, par eða raðhúsum með deiliskipulagsbreytingu. Núverandi deiliskipulag fyrir Hóla- og Túnahverfi var samþykkt fyrir rétt rúmu ári síðan og farið er fram á að ekki verði hróflað við því skipulagi og það fái að standa óbreytt. Undir erindið rita íbúar við Hringtún 1, 2,3,5,6,7,8,21,25,30,32,38,40, Miðtún 1,3,4, Steintún 2,3,4.

    Til umræðu ofangreint.

    Haukur, Monika Margrét, Lilja, Helga Íris og Eva viku af fundkl. 15:19.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Afgreiðslu frestað. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 25. mars 2019, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarsveitarfélaga EBÍ í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka, hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2018 og í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og skoðunar í framkvæmdastjórn."

    Ofangreint var rætt á fundi framkvæmdastjórnar mánudaginn 15. apríl s.l. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggur til að sótt verði um styrk vegna skiltis við Tungurétt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda inn umsókn um styrk vegna skiltis við Tungurétt. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Rarik dags. 10.apríl 2019, þar sem óskað er eftir að viðræðum við Dalvíkurbyggð um að sveitarfélagið yfirtaki götulýsingarkerfið í sveitarfélaginu.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 15:33.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða málið og senda m.a. fyrirspurn á Samband íslenskra sveitarfélaga með vísan í erindi frá Rarik. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram fundargerð vinnuhóps byggðaráðs um Gamla skóla frá 1.fundi hópsins þann 16.apríl 2019.

    Í fundargerðinni kemur fram sú tillaga að Gamli skóli verði auglýstur tímabundið til útleigu undir menningartengda eða atvinnutengda starfssemi, í heild með möguleikum á áframleigu eða hvert rými fyrir sig. Þetta sé gert strax og reynt að koma húsnæðinu í notkun. Áður þurfi að fara fram alssherjarþrif á húsnæðinu og lagafæra rými eftir sýningu á verkum Brimars.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að undirbúa útleigu á Gamla skóla samkvæmt ofangreindu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 1. apríl 2019, þar sem kannaður er áhugi hjá sveitarfélaginu að taka þátt í opnunardegi Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) þann 8.júní næstkomandi með viðburði sem tengist leiðinni og Degi sjávar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þennan sama dag.

    Ofangreint var til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar þann 15. apríl s.l. og gert ráð fyrir að fari fyrir fund Atvinnumála- og kynningarráðs þann 8. maí n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs, þjónustu- og upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsvið,s og Friðrik Arnarson, starfandi skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 15:41.
    Á 312. fundi sveitartjórnar þann 2. apríl 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað og samþykkt:

    "Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að skipulagsbreytingum þannig að stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla. Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er, Katrín Sif Ingvarsdóttir greiðir atkvæði á móti, Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "

    Til umræðu ofangreint hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmdina á breytingunum.

    Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 16:21.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dags, 12.apríl þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 7. maí 2019 kl. 10-12. Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að sækja fundinn ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár dags. 13.apríl 2019 þar sem boðað er til aðalfundar félagsins sem verður haldinn að Rimum, miðvikudaginn, 24.apríl 2019 kl.20:30. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur til hluthafa í Greiðri leið ehf. dags. 15.apríl 2019, boð á aðalfund félagsins sem verður haldinn þriðjudaginn 30.apríl 2019 í fundarsal KEA Glerárgötu 36, Akureyri og hefst hann kl. 11:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17.04.2019. Athygli sveitarstjórna er vakin á því að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31.maí 2019. Óskað er eftir að lögin verði kynnt með viðeigandi hætti í sveitarfélaginu, t.d. með framlagningu í byggðarráði eða sveitarstjórn. Jafnframt verði námskeið um opinber innkaup sem Sambandið heldur þann 6.maí í samstarfi við Ríkiskaup kynnt fyrir þeim starfsmönnum sveitarfélagsins sem helst koma að opinberum innkaupum og þeir hvattir til að sækja námskeiðið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi ofangreint til upplýsingar á aðal- og varamenn í sveitarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 11.apríl 2019 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,801. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 11.apríl 2019 þar sem Utanríkismálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. maí nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald(stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum(EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. apríl nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. maí nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbygginguflutningskerfis raforku), 792. mál, tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál og frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 870 frá 11.apríl 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 904 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.