Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201905024

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 85. fundur - 08.05.2019

Í núgildandi gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar er álögðu aflagjaldi skipt í tvo gjaldflokka sem taka mið af lönduðum afla. Ábendingar hafa borist um ósanngirni þessarar skiptingar á gjaldinu frá viðskiptavinum Hafnasjóðs.

Sviðsstjóri leggur til við veitu- og hafnaráð að gjaldskrá Hafnasjóðs verði breytt þannig að einungis verði um eitt aflagjald að ræða þ.e. 1,27%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra um breytingu á álögðu aflagjaldi í gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað og samþykkt:
"Í núgildandi gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar er álögðu aflagjaldi skipt í tvo gjaldflokka sem taka mið af lönduðum afla. Ábendingar hafa borist um ósanngirni þessarar skiptingar á gjaldinu frá viðskiptavinum Hafnasjóðs. Sviðsstjóri leggur til við veitu- og hafnaráð að gjaldskrá Hafnasjóðs verði breytt þannig að einungis verði um eitt aflagjald að ræða þ.e. 1,27%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra um breytingu á álögðu aflagjaldi í gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. "

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs að breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 sem og meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá í heild sinni.