Atvinnumála- og kynningarráð - 44, frá 08.05.2019

Málsnúmer 1905003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

Til afgreiðslu:
3. liður.
  • Freyr Antonsson hjá Arctic Sea Tours/Arctic Adventures tók á móti atvinnmála- og kynningarráði og starfsmönnum þess og kynnti fyrir þeim starfssemina, kl. 8:15. Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  • Á 43. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. apríl s.l. kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að lið 5.5.4 og ljúka honum fyrir næsta fund ráðsins.

    Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnti uppfærð drög að síðunni.

    Til umræðu ofangreint.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við drög sem kynnt hafa verið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
    Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 1. apríl 2019, þar sem kannaður er áhugi hjá sveitarfélaginu að taka þátt í opnunardegi Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) þann 8.júní næstkomandi með viðburði sem tengist leiðinni og Degi sjávar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þennan sama dag.

    Ofangreint var til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar þann 15. apríl s.l. og gert ráð fyrir að fari fyrir fund Atvinnumála- og kynningarráðs þann 8. maí n.k.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs, þjónustu- og upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.

    Þjónustu- og upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir vinnufundi með sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs s.l. föstudag um ofangreint og kynntu tillögur að dagskrá laugardaginn 8. júní 2019 vegna opnunar á Norðurstandarleiðinni og á Degi hafsins.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum aðild að viðburði í tengslum við opnun á ACW á Degi hafsins í samvinnu við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og líst vel á framkomnar hugmyndir. Kostnaði vísað á lið 21500-4915. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Atvinnumála-og kynningarráðs.
  • Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí 2019 var eftifarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda."

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir erindið.


    Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. apríl 2019, þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði. Formlegt erindi um áframhaldandi þátttöku sveitarfélaga í Flugklasanum til næstu ára verður sent út á næstunni.
    Byggðaráð vísar ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs til upplýsingar og skoðunar."

    Til umræðu ofngreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar nr. 229 og nr. 230.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 51. Atvinnumála- og kynningarráð - 44 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.