Fræðsluráð - 238, frá 08.05.2019

Málsnúmer 1905002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

Til afgreiðslu:
7. liður.
8. liður, sér liður á dagskrá.
10. liður.
11. liður.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir helstu niðurstöður samræmdra prófa sem lögð voru fyrir nemendur í 9.bekk. Fræðsluráð - 238 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti helstu niðurstöður Skólapúlsins. Fræðsluráð - 238 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sif Jóhannesdóttir og Helgi Þorbjörn Svavarsson, verkefnastjórar hjá Símey kynntu námsleiðina sterkari starfsmaður. Námið er ætlað starfsmönnum skóla, öðrum en kennurum þar sem annars vegar er lögð áhersla á upplýsingatækni og hins vegar samskipti og sjálfstyrkingu. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra að kynna málið fyrir framkvæmdastjórn og taka ákvörðun í samráði við stjórnendur skóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04, janúar til og með apríl 2019. Fræðsluráð - 238 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs fór yfir endurskoðun á gjaldskrám fyrir málaflokk 04 og lagði fram drög að breytingum. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð lagði til að gjaldrskrá yrði skoðuð í heild sinni og lögð fyrir á næsta fundi ráðsins til samþykktar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Stjórnendur leik-og grunnskóla fóru yfir stöðu helstu verkefna sem og það helsta sem framundan er í starfinu. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru í gangi og því sem framundan er. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots lögðu fram tillögu þess efnis að leikskólinn Krílakot muni opna 7:45 frá og með næsta hausti í stað 7:30. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð leggur til að frá og með næsta hausti verði opnunartími 7:45 á Krílakoti í samræmi við nýtingu og opnunartíma á Kötlukoti. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs gerði grein fyrir umsóknum um starf skólastjóra við Dalvíkurskóla en umsóknarfrestur rann út þann 26.apríl. Alls voru umsækjendur þrír en þar af dró einn umsókn sína til baka. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð leggur til að Friðrik Arnarson verði ráðinn í starf skólastjóra Dalvíkurskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 12.apríl 2019 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla.
    Fræðsluráð - 238 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þjóðleikhúsið stefnir á leikferð um landið í haust með tvær sýningar. Annarsvegar sýningu fyrir 5 ára leikskólabörn og hinsvegar fyrir unglinga í 10.bekk. Áætlað er að vera í Dalvíkurbyggð 13.sept næstkomandi. Áætlað er að sýningin fyrir yngri börnin verði fyrir hádegi en fyrir þau eldri eftir hádegi.
    Þjóðleikhúsið óskar eftir sýningarrými/félagsheimili og gistingu fyrir 4-5 í uppábúnum rúmum aðfaranótt 13.sept.
    Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð hafnar erindinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs tilkynnti um uppsögn Jónínu Garðarsdóttir, skólastjóra Árskógarskóla og Fjólu Daggar Gunnarsdóttir, kennsluráðgjafa á fræðslusviði. Uppsagnir þeirra beggja taka gildi frá og með 31.júlí 2019. Fræðsluráð - 238 Fræðsluráð leggur til að störf skólastjóra Árskógarskóla og sérfræðings á fræðslusviði verði auglýst sem fyrst, samkvæmt umræðum og þarfagreiningu sem lögð var fram á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs á grundvelli fyrirliggjandi þarfagreininga að störf skólastjóra við Árskógarskóla og sérfræðings á fræðslusviði (kennsluráðgjafa) verði auglýst sem fyrst laus til umsóknar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liður 8 er sér liður á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.