Hafnarreglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201902137

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 83. fundur - 06.03.2019

Kominn er tími til að endurskoða Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar en núgildandi reglugerð er frá árinu 2008. Fyrir fundinum liggja drög að breytinum þar sem er búið að staðfæra hana að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Lögð fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 85. fundur - 08.05.2019

Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til staðfestingar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Á 314. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað: "Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til staðfestingar." Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar.

Veitu- og hafnaráð - 100. fundur - 02.12.2020

Með bréfi, sem dagsett er, 08.07.2019, er óskað eftir staðfestingu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Svar barst frá ráðuneytinu með bréfi sem dagsett er 06.10.2020 þar sem gerðar eru athugasemdir við ofangreind drög að reglugerð Hafnasjóðs.
Ofangreind viðbrögð ráðuneytisins eru til skoðunar hjá lögfræðingi Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð vill taka fram að rekstur hafnanna hefur um langt árabil verið og er í afmarkaðri rekstareiningu. Umræða og samþykktir í veitu- og hafnaráði um málefni hafna eru algjörlega aðskilin frá málefnum veitna.
Að öðru leyti er þessi stjórnskipan ákvörðun sveitarstjórnar.

Veitu- og hafnaráð - 104. fundur - 14.05.2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hefur staðfest Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og var hún birt með auglýsingu í stjórnartíðindum þann 5. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.