Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, endurskoðun 2019

Málsnúmer 201902129

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 83. fundur - 06.03.2019

Kominn er tími til að endurskoða Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, en núgildandi reglugerð er frá árinu 1999. Fyrir fundinum liggja drög að breytinum þar sem er búið að staðfæra hana að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Lögð fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 85. fundur - 08.05.2019

Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til staðfestingar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Á 314. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað: "Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til staðfestingar. " Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð Hitaveitu Dalvíkur.