Atvinnumála- og kynningarráð

44. fundur 08. maí 2019 kl. 08:15 - 11:02 í viðtalsherbergi á 1. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir/Íris Hauksdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs/þjónustu-og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar, Ásdís Jónasdóttir, boðaði einnig forföll.
Júlíus Magnússon boðaði forföll og varamaður hans, Sigvaldi Gunnlaugsson, mætti í hans stað.
Varaformaður, Tryggvi Kristjánsson, stjórnaði fundi.

1.Heimsóknir í fyrirtæki 2019; Arctic Sea Tours

Málsnúmer 201901022Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson hjá Arctic Sea Tours/Arctic Adventures tók á móti atvinnmála- og kynningarráði og starfsmönnum þess og kynnti fyrir þeim starfssemina, kl. 8:15.
Lagt fram til kynningar.

2.Atvinnustefna- aðgerðaáætlun - framhald

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer


Á 43. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. apríl s.l. kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að lið 5.5.4 og ljúka honum fyrir næsta fund ráðsins.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnti uppfærð drög að síðunni.

Til umræðu ofangreint.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við drög sem kynnt hafa verið.

3.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Viðburðir ACW á World Ocean Day

Málsnúmer 201904064Vakta málsnúmer

Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 1. apríl 2019, þar sem kannaður er áhugi hjá sveitarfélaginu að taka þátt í opnunardegi Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) þann 8.júní næstkomandi með viðburði sem tengist leiðinni og Degi sjávar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þennan sama dag.

Ofangreint var til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar þann 15. apríl s.l. og gert ráð fyrir að fari fyrir fund Atvinnumála- og kynningarráðs þann 8. maí n.k.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs, þjónustu- og upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir vinnufundi með sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs s.l. föstudag um ofangreint og kynntu tillögur að dagskrá laugardaginn 8. júní 2019 vegna opnunar á Norðurstandarleiðinni og á Degi hafsins.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum aðild að viðburði í tengslum við opnun á ACW á Degi hafsins í samvinnu við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og líst vel á framkomnar hugmyndir. Kostnaði vísað á lið 21500-4915.

4.Frá byggðaráði erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núverandi sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 201904116Vakta málsnúmer

Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí 2019 var eftifarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir erindið.


Lagt fram til kynningar.

5.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Skýrsla flugklasans Air 66N

Málsnúmer 201803105Vakta málsnúmer

Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. apríl 2019, þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði. Formlegt erindi um áframhaldandi þátttöku sveitarfélaga í Flugklasanum til næstu ára verður sent út á næstunni.
Byggðaráð vísar ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs til upplýsingar og skoðunar."

Til umræðu ofngreint.
Lagt fram til kynningar.

6.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar; Fundargerðir stjórnar 2019

Málsnúmer 201904003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar nr. 229 og nr. 230.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201902026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 51.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:02.

Nefndarmenn
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir/Íris Hauksdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs/þjónustu-og upplýsingafulltrúi