Byggðaráð

993. fundur 19. ágúst 2021 kl. 13:00 - 16:04 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Ákvörðun ráðherra um að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 202108005Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 30. júlí sl. þar sem kynnt er auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Heimildin tók gildi þann 1. ágúst sl. og gildir til 1. október 2021.

Einnig er vakin athygli á að Alþingi samþykkti ennfremur þann 13. júní sl. breytingu á sveitarstjórnarlögum sem heimilar sveitarstjórnarmönnum að taka þátt með rafrænum hætti á fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins en um slíka heimild skal kveðið í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Ráðuneytið hvetur þau sveitarfélög sem hyggjast nýta sér þetta nýja heimildarákvæði að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. október nk.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýti sér áfram ofangreinda heimild til 1. október nk. til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins á tímum Covid.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja inn í drög að endurskoðun um Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar tillögu að heimild til að taka þátt með rafrænum hætti á fundum sveitarstjórnar, nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins í samræmi ofangreinda breytingu á sveitarstjórnarlögum.

2.Frá Dómsmálaráðuneytinu; Um greiðslu kostnaðar vegna kosninga

Málsnúmer 202108035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dómsmálaráðuneytinu, dagsett þann 11. ágúst sl., þar sem gert er grein fyrir ákvörðun, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, um greiðslur til sveitarfélaganna vegna kosninga til Alþingis þann 25. september 2021. Ríkissjóður greiðir nauðsynlegan kostnað við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna, auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, atkvæðakassa og önnur áhöld vegna kosninganna. Við ákvörðun fjárhæðanna hefur verið tekið tillit til þess að búast má við auknum kostnaði við framkvæmd kosninganna sökum ástands sem Covid-19 farsóttin hefur skapað.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá BHS; Aðalfundarboð 2021

Málsnúmer 202108020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá BHS ehf. þar sem boðar er til aðalfundar miðvikudaginn 25. ágúst nk. kl. 20:00.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Jóni Inga Sveinssyni að mæta fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

4.Motus - endunýjun á samningi

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Frestað.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; a) forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025 og b) umfjöllun skv. tímaramma

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rafpóstur dagsettur þann 17. ágúst sl. ásamt minnisblaði þar sem farið er yfir helstu forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2022-2025.

b) Á 991. fundi byggðaráðs þann 8. júlí sl. var áfram til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu. Einnig umræður um verklag, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar undirbúning og vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Lagt fram til kynningar.

6.Stöðumat janúar - júní 2021; skil frá stjórnendum

Málsnúmer 202107045Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðumati stjórnenda vegna janúar- júní 2021, samanburður bókhalds við heimildir í fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

7.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun,

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir mánaðarlegum skýrslum vegna tímabilsins janúar- júlí 2021, samanburður bókhalds og launa við heimildir í áætlunum.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 17. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir SSNE 2021, 28. fundur stjórnar.

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE, nr. 28 frá 11. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202108041Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Frá 358. fundi umhverfisráðs þann 13.07.2021; Umsókn um lóð - Gunnarsbraut 8

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags-og tæknifulltrúi, kl. 15:00.

Á 992. fundi byggðaráðs þann 29. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað: "Með tölvupósti dagsettum 24. júní 2021, óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir leyfi til þess að hafa jarðvegsskipti á lóð sinni að Gunnarbraut 8. Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi til jarðvegsskipta. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að sviðsstjóri framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúi fari yfir málið á næsta fundi ráðsins."

Bjarni Daníel og Helga Íris gerðu grein fyrir ofangreindu.

Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl. 15:18.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli aftur til umhverfisráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

12.Umhverfisráð - 360, frá 13.08.2021

Málsnúmer 2108002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liðir 1,2,3,4, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 14 eru sér liðir á dagskrá.
Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 - Lýsing vegna aðalskipulagbreytingar á Hauganesi

Málsnúmer 202106093Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes og tillögu um að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, Jón Ingi greiðir atkvæði á móti.

14.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Skógarhólar 11.

Málsnúmer 202105151Vakta málsnúmer

360. fundi umhverfsiráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var tekin fyrir ósk Arkibygg fyrir hönd lóðarhafa Skógarhóla 11 um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Breytingin fólst í breyttri aðkomu að lóð og hliðrunar á byggingarreit raðhúss að Skógarhólum 11 a, b og c. Breytingin var metin óveruleg og var vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d. Kynningargögn voru send út send út 21. júní 2021 og var athugasemdafrestur gefinn til 21.júlí 2021. Engin athugasemd barst. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, vegna Skógarhóla 11 a, b og c, og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framlagða breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna Skógarhóla 11a, 11b og 11c og tillögu um afgreiðslu á breytingunni samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035

Málsnúmer 202107059Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti dagsettum 19. júlí 2021, óskar skipulagsfulltrúi Skagafjarðar eftir því að athugasemdir og ábendingar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, ásamt umhverfisskýrslu, sem nú er í auglýsingu, berist fyrir 13. september 2021. Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

16.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Reglubundin skoðun Slökkvistöð Dalvíkur 26.07.2021

Málsnúmer 202108002Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Kl. 9:00 kom Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri og sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins eftir reglubundna skoðun í Slökkvistöð Dalvíkur þann 26. júlí sl. Anton Hallgrímsson vék af fundi kl. 9:45. Umhverfisráð fór yfir skýrsluna og leggur til við byggðaráð að stofnaður verði vinnuhópur um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi og erindisbréfi fyrir hópinn.

17.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá - Kvíalækur

Málsnúmer 202107082Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 28. júlí 2021 óskar Óskar Gunnarsson eftir því að fá að stofna lóðina Kvíalæk úr landi Syðri-Másstaða í Skíðadal. Meðfylgjandi umsókninni er hnitsettur uppdráttur af lóðinni og undirritað F-550 eyðublað Þjóðskrár. Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi erindi um stofnun á lóðinni Kvíalæk úr landi Syðri-Másstaða í Skíðadal skv. fyrirliggjandi gögnum.

18.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Sandskeið 29a (L151821) - skráning landeignar

Málsnúmer 202107042Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá lóðarblað og lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Sandskeiði 29a en hún hafði verið óstaðfest í þinglýsingakerfi og því ekki hægt að hafa eigendaskipti á bátaskýli sem á hennni stendur. Umhverfiráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarblað og lóðarleigusamning fyrir Sandskeið 29a. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum".
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi lóðarblað og lóðarleigusamning fyrir Sandskeið 29a.

19.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Sandskeið 22

Málsnúmer 202107038Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dagsettri 14. júlí 2021, sækir Óskar Árnason um fyrir hönd Steypustöðvar Dalvíkur ehf. eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi og breytingu á lóðarmörkum fyrir Sandskeið 22 á Dalvík. Meðfylgjandi er teikning af breytingum á lóðarmörkunum. Umhverfisráð samþykkir breytingu á lóðamörkum fyrir Sandskeið 22 og felur skipulags- og tæknifulltrúa að endurnýja lóðarleigusamning fyrir lóðina samkvæmt tillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um breytingu á lóðamörkum fyrir Sandskeið 22.

20.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Innskil á lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 202108034Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 10. ágúst 2021, skila þau Ari Már Gunnarsson og Ingunn Magnúsdóttir inn lóðinni að Skógarhólum 12. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að setja lóðina að Skógarhólum 12 aftur á lista yfir lausar lóðir. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, skil á lóðinni að Skógarhólum 12 og að hún verði auglýst að nýju til úthlutunar á heimasíðu sveitarfélagsins.

21.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á Dalbæ

Málsnúmer 202107049Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir hönd Dalbæjar sækir Ágúst Hafsteinsson um byggingarleyfi fyrir útlitbreytingu á dvalarheimilinu Dalbæ. Um er að ræða skipti á gluggum og útihurðum, nýja kjallaraglugga á suðurhlið vesturálmu auk þess sem útveggir eldri bygginga eru einangraðir. Umhverfiráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga á dvalarheimilinu Dalbæ.

22.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Ósk um leyfi til niðurrifs á geymslu og hlöðu á Skeggstöðum

Málsnúmer 202108022Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dagsettri 10. ágúst 2021, óskar Steinunn Sigvaldadóttir fyrir hönd Sumarhúsafélagsins Borga eftir leyfi til þess að fá að rífa tvær geymslur og gamla hlöðu að Skeggstöðum í Svarfaðardal. Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og leyfi um rif á tveimur geymslum og gamalli hlöðu að Skeggstöðum í Svarfaðardal.

23.Frá 360. fundi umhverfisráðs þann 13.08.2021; Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 20. janúar 2021. Á fundinum var samþykkt tillaga að breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002; þess efnis að geymslutími skv. 6. gr. verði styttur úr 45 dögum í 30 daga. Umhverfisráð samþykkir þessa breytingu á Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 463/2002. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu að breytingu á Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 463/2002.

Fundi slitið - kl. 16:04.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs