Byggðaráð

1008. fundur 02. desember 2021 kl. 13:00 - 15:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; umfjöllun á milli umræðna í sveitarstjórn

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Umbeðnar upplýsingar frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs frá síðasta fundi. Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00 í gegnum TEAMS. Til umræðu upplýsingar frá fræðslu- og menningarsviði varðandi nokkur ráðgjafaverkefni og nánari upplýsingar um hagræðingatillögur frá sviðinu. Gísli vék af fundi kl. 13:49. b) Tillögur vegna hagræðingar í rekstri og fjárfestingum. Áframhaldandi yfirferð og umræður um tillögur um hagræðingar í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025. c) Annað sem út af stendur. a) Lagt fram til kynningar. b) Farið yfir tillögur stjórnenda um hagræðingu í rekstri og fjárfestingum og þær afgreiddar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025. c) Rætt um nokkur mál til skoðunar á milli funda sem er vísað til sveitarstjóra."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi vinnugögn:
a) Málaflokkayfirlit 2022-2025 með þeim breytingatillögum sem liggja fyrir.
b) Samantekt á hagræðingatillögum stjórnenda og byggðaráðs; tekjur, gjöld og fjárfestingar.
c) Minnisblað yfir þær breytingatillögur sem liggja fyrir og/eða eru í vinnslu.
d) Þjóðhagsspá í nóvember og uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
e) Gögn vegna útreikninga á skiptingu milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar á framlagi úr Jöfnunarsjóði vegna málefna fatlaðra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum breytingatillögum til gerðar fjárhagsáætlunar þannig að þær verði teknar inn í fjárhagsáætlunarlíkan vegna fjárhagsáætlunar 2022-2025.

2.Frá framkvæmdasviði; Ósk um viðbótarstarfsmann

Málsnúmer 202009066Vakta málsnúmer

Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þá var til umfjöllunar minnisblað fyrrverandi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um ósk um viðbótar starfsmann hjá veitum. Niðurstaðan var að ekki var unnt að verða við þeirri ósk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, móttekið 24.11.2021, þar sem óskað er eftir viðbótar stöðugildi vegna aukinna verkefna veitna. Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar á milli funda og fá útreikninga hjá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs varðandi kostnað, hvað bætist við og hvaða kostnaður fellur niður á móti. Einnig að kanna hvort mögulega væri hagkvæmara að leysa verkefni með aðkeyptri þjónustu."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu og farið var yfir útreikninga frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna yfirvinnu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum 100% viðbótarstöðuhlutfall við Framkvæmdasvið vegna veitna Dalvíkurbyggðar og að vísa ofangreindri beiðni til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 með fyrirvara um niðurstöður úr launaáætlun samkvæmt þarfagreiningu veitna.

3.Frá SSNE; Samningsdrög vegna áfangastaðastofu

Málsnúmer 202111060Vakta málsnúmer

Á 1007. fundi byggðaráðs þann 25.11.2021 var eftirfarandi bókað;
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 19. nóvember 2021, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að samningi sveitarfélaga við SSNE vegna áfangastaðastofu. Samningur þessi leysir af hólmi samning sem Markaðsstofa Norðurlands hefur gert við sveitarfélögin undanfarin ár vegna þjónustu sinnar. Einnig fylgja samningar sem þessi samningsdrög byggja á, annars vegar samnings SSNE og SSNV við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stofnun og starfsemi áfangastaðastofu og hins vegar þjónustusamningur SSNE við Markaðsstofu Norðurlands sem annast mun hlutverk áfangastaðastofu. Miðað við íbúafjölda í Dalvíkurbyggð um þessar mundir þá væri kostnaður sveitarfélagsins kr. 924.500. Gildistími samningsins er frá 1.1.2022 til og með 31.12.2023. Gjald fyrir þjónustu áfangastaðastofu miðað við íbúafjölda sveitarfélaga og er kr. 500 á hvern íbúa á ári m.v. íbúafjölda 1.desember árið á undan. Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreind samningsdrög hvað varðar starfsemi og rekstur Áfangastaðastofu vs. starfsemi og rekstur Markaðsstofu Norðurlands."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um ofangreind samningsdrög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106014Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Frá Verkvali ehf.; Skemmdir á rafstöð í óveðrinu des 2019

Málsnúmer 202111106Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þar sem fjallað er um tildrög þess að veitur Dalvíkurbyggðar fengu að láni rafstöð í eigu Verkvals í óveðrinu í desember 2019. Rafall gaf sig í rafstöðinni og náðst hefur samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar og Verkvals að veitur taki þátt í kostnaði við að setja nýjan rafal í rafstöðina, að teknu tilliti til aldurs og ástands. Kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði kr. 496.332 með vsk og lagt er til að þeim kostnaði verði vísað á lið 47320-4630.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Samráðsfundir lögreglu og sveitarstjóra

Málsnúmer 201901064Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu til kynningar gögn af samráðsfundi lögreglu og sveitarstjóra á Norðurlandi eystra sem fór fram 24. nóvember sl. Annars vegar er um að ræða kynningu á starfi forvarnarfulltrúa og hins vegar kynningu á Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Lagt fram til kynningar.

7.Ósjálfbær rekstur minni sveitarfélaga

Málsnúmer 202111108Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar viðtal við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs SA, sem birtist á visir.is þann 17. nóvember sl. undir yfirskriftinni "Niðurgreiðsla sktattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verði sífellt kostnaðarsamari".
https://www.visir.is/g/20212184303d/nidurgreidsla-skattgreidenda-a-osjalfbaerum-rekstri-minni-sveitarfelaga-verdi-sifellt-kostnadarsamari

Lagt fram til kynningar.

8.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fréttabréf SSNE vegna október 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs