Byggðaráð

987. fundur 03. júní 2021 kl. 11:00 - 13:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki I

Málsnúmer 202105119Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim viðaukum 1 - 9 sem staðfestir hafa verið af sveitarstjórn.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti helstu niðurstöður.

Einnig fylgdu með fundarboði byggðaráðs eftirfarandi gögn til upplýsingar;
a) Yfirlit fjárfestinga í samanburði við heimildir janúar - apríl 2021.
b) Yfirlit yfir stöðu fjárhagsaðstoðar í samanburði við áætlun janúar - apríl 2021.
c) Yfirlit yfir greitt útsvar janúar - apríl 2021 í samanburði við áætlun og í samanburði við önnur sveitarfélög.
d) Yfirlit yfir launakostnað og stöðugildi í samanburði við áætlanir janúar - apríl 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við áætlun 2021 fyrir janúar - apríl 2021 ásamt rekstraryfirlitum fyrir sama tímabil.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Launaþróun sveitarfélaga

Málsnúmer 202105147Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 28. maí 2021, þar sem gert er grein fyrir launaþróun sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025;

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Til umræðu verkefni, áherslur, forgangsröðun og stefna.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Gásakaupstaði ses; Ársreikningur 2020 og gögn vegna slita stofnunarinnar

Málsnúmer 202104161Vakta málsnúmer

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum gerði sveitarstjóri grein fyrir framhaldsaðalfundi og slitafundi stofnfjáreigenda Gásakaupstaðar ses sem haldinn var þann 10. febrúar sl. Á þeim fundi var lögð fram eignaskrá Gásakaupstaðar ses og tillaga stjórnar að ráðstöfun eigna við slit. Einnig var kosin skilanefnd sem er að störfum og er áætlað að ljúka slitum félagsins þann 20. maí nk. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
a) Fundargerð skilanefndar frá 20.05.2021.
b) Eignaskrá Gásakaupstaðar 2020, tillaga.
c) Frumvarp til úthlutunargerðar, fra 25.05.2021.
d) Lokareikningur fyrir Gásakaupstað ses til 25.05.2021.
e) Kröfulýsingaskrá.

Lagt er til að stofné hluthafa og óráðstafað eigið fé fari í sjóð til að halda Miðaldadaga í vörslu Minjasafnsins. Sjóðurinn yrði geymdur til 2024. Ef sjóðurinn er ekki nýttur til þessa verkefnis verður honum skipt milli eigenda Gásakaupstaðar ses í samræmi við eignarhlut.

Stofnfé Dalvíkurbyggðar var 20% eða kr. 202.000 og hlutdeild í óráðstöfuðu eigin fé er kr. 261.817 eða samtals kr. 463.817.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu um ráðstöfun á stofnfé og óráðstöfuðu fé og/eða öðrum eignum og búnaði.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við lokareikning fyrir Gásakaupstað ses til 25.05.2021 og önnur fyrirliggjandi gögn frá skilanefnd.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Starfsstöð á Dalvík

Málsnúmer 202105019Vakta málsnúmer

Á 984. fundi byggðaráðs þann 6. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Svavar Pálsson, Sýslumaður á Norðurlandi eystra og Guðjón Björnsson, staðgengill Sýslumanns, kl. 14:30. Til umræðu starfsstöð Sýslumannsins í Ráðhúsi Dalvíkur. Svavar og Guðjón véku af fundi kl. 15:05. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og hugmyndum til umfjöllunar í framkvæmdastjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra frá 2. júní sl. þar sem gert er grein fyrir umfjöllun framkvæmdastjórnar, samskiptum við Sýslumanninn ásamt drögum að samstarfssamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Sýslumannsembættisins.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að hafna samstarfi við Sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra um að starfsmaður Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi sveitarfélagsins á Dalvík verði jafnframt starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra og annist þjónustu og afgreiðslu starfsstöðvarinnar á Dalvík á þeim forsendum sem lagðar eru fram.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að móta erindi til ráðherra um eflingu starfsstöðvar Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Dalvík.

7.Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar; tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna loftlagsstefnu.

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 324. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. apríl 2020 var samþykkt erindisbréf fyrir vinnuhóp um vinnu að umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar. Vinna við umhverfisstefnu var sett á bið sumarið 2020 þar sem sveitarfélög hafa nú lagaskyldu um mótun loftslagsstefnu. Með fundarboði fylgir endurskoðað erindisbréf þar sem vinnuhópurinn fái það hlutverk að vinna loftslagsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar og umræðu og frekari umfjöllun frestað til næstu funda byggðaráðs."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna Loftlagsstefnu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitartjórn.

8.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvikurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202103143Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. maí 2021, vegna meðfylgjandi tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar ásamt fylgigögnum. Í minnisblaðinu er gert grein fyrir helstu breytingum sem gerðar hafa verið á gildandi samþykkt. Ofangreint var tekið til umræðu á fundinum og frekari umræðum frestað til næstu funda.
Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 13:07 til annarra starfa.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar eins og það liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs.
Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021, nr. 898.

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 898.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:27.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs