Byggðaráð

1003. fundur 28. október 2021 kl. 13:00 - 15:33 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki III - útkomuspá

Málsnúmer 202110057Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti tillögu að útkomuspá fyrir árið 2021 / heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu ásamt tillögu eftirfarandi viðaukum til viðbótar:
Viðauki 27 - breyting á áætlun útsvars
Viðauki 26 - TÁT - breyting á endurgreiðslu Fjallabyggð
Viðauki 25- TÁT launaviðauki og breytingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að útkomuspá fyrir árið 2021 / heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; tillaga byggðaráðs að fjárhagsáætlun 2022-2025 til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs lagði fram og kynnti tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 í fjárhagsáætlunarlíkani.

Einnig meðfylgjandi undirgögn/ vinnugögn:
Starfsáætlanir frá fagsviðum.
Samanburður á niðurstöðum deilda úr NAV á milli áranna 2021 og 2022.
Tillögur að fjárfestingum og framkvæmdum - heildaryfirlit fyrir árin 2022-2025..
Búnaðarkaupabeiðnir 2022 - heildaryfirlit.
Rökstuðningur frá Framkvæmdasviði vegna búnaðarkaupabeiðna.
Tillögur að viðhaldi Eignasjóðs 2022.
Yfirlit yfir áætlaðan launakostnað per deild 2022 og stöðugildi.
Samantekt og tillaga að endurnýjunaráætlun vinnuhóps vegna bifreiðakaupa.
Minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi byggðaráðs (tékklisti).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til sveitarstjórnar.

3.Gjaldskrár 2022; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að gjaldskrám 2022 frá fagráðum ;
Frá félagsmálasviði:
Heimilisþjónusta.
Framfærslukvarði.
Matarbakkar og sendingar.
Ferðaþjónusta.
Dagmæður.
Lengd viðvera.

Frá fræðslu- og menningarsviði:
Félagsheimilið Árskógur.
Dalvíkurskóli.
Frístund Árskógarskóli og Dalvikurskóli.
Leikskóladvöl Krílakot og Kötlukot.
Skólamáltíðir Árskógarskóli og Dalvíkurskóli.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð.
Bygggasafnið Hvoll.
Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Félagsmiðstöðin Týr.

Frá framkvæmdasviði;
Kattahald í Dalvíkurbyggð.
Hundahald í Dalvíkurbyggð.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Fjallskil.
Upprekstrargjald.
Lausaganga búfjár.
Leiguland.
Vatnsveita vinnuskjal
Hitaveita vinnuskjal og tillaga til samþykktar.
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar í byggðaráði.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Verkfallslisti 2022

Málsnúmer 202110049Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 19. október 2021, þar sem minnt er á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfalls­heimild.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gildandi skrá var rædd á fundi framkvæmdastjórnar sl. mánudag. Fyrir liggur að leggja þarf til nokkrar breytingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu áfram til framkvæmdastjórnar.

5.Frá framkvæmdastjórn; eineltisteymi Dalvíkurbyggðar - uppfærsla á erindisbréfi

Málsnúmer 201802073Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi erindisbréf fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum.

Vegna breytinga í starfsmannahaldi þá er lagt til að gerð verði sú breyting á að teymið verði skipað áfram 5 einstaklingum en þá þannig að óskað verði eftir tilnefningum sem hér segir:
2 starfsmenn af Fræðslu- og menningarsviði.
1 starfsmaður af Framkvæmdasviði.
1 starfsmaður af Fjármála- og stjórnsýslusviði.
1 starfsmaður af Félagsmálasviði.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Lokun Húsasmiðjunnar á Dalvík

Málsnúmer 202110056Vakta málsnúmer

Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum þá liggur fyrir að verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að forsvarsmenn fyrirtækisins séu meðvitaðir um mikilvægi þess að smærri og dreifðari byggðir landsins hafi aðgang að góðri þjónustu í heimabyggð.„Hörð samkeppni, aukin vefverslun og fleiri breytingar á markaði hafa gert það að verkum að rekstur byggingavöruverslana og timbursölu á sér ekki grundvöll á þessum stöðum,“ segir í tilkynningunni.

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Með þeirri lokun tapast ekki bara störf úr sveitarfélaginu heldur er um gríðarlega þjónustuskerðingu að ræða. Verslunin á Dalvík hefur þjónað íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins sem og nágrannasveitarfélögum og verið einn af hornsteinum þjónustu í heimabyggð. Byggðaráð skorar á Húsasmiðjuna að endurskoða þessa ákvörðun sína og gera sitt til að viðhalda því góða þjónustustigi sem er á svæðinu.

7.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Ágóðahlutagreiðsla 2021

Málsnúmer 202110059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 22. október 2021, þar sem upplýst er um ákvörðun félagsins um ágóðahlutagreiðslna til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Hlutdeild Dalvikurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins í dag 28. október verður kr. 1.515.600.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Framkvæmdasviði; Aflétting á kvöðum vegna sölu á Brimnesbraut 3

Málsnúmer 202110060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá fasteignasölunni Eignaveri, dagsett þann 21. október 2021, þar sem óskað er eftir afléttingu á kvöðum vegna sölu á eigninni við Brimnesbraut 3 en íbúðin er háð ákvæðum laga nr. 51/1980 og reglugerðar nr. 527/1980 með áorðnum breytingum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afléttingu á ofangreindum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Frá Félagsmálaráðuneytinu; Ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Málsnúmer 202110062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá félagsmálaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 25. október 2021, þar sem fram kemur að þann 1. janúar 2022 taka gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Félags- og barnamálaráðherra ber ábyrgð á því að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að undirbúa gildistöku laganna og styðja við innleiðingu þeirra en í því felst meðal annars að stýra aðgerðum við innleiðingu í samstarfi við ráðherra skv. 1. mgr. 3. gr. laganna og sveitarfélög.


Til að tryggja nauðsynlega aðkomu sveitarfélaga að innleiðingu laganna á öllum stigum óskar félags- og barnamálaráðherra hér með eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar. Viðkomandi aðili verður tengiliður sveitarfélagsins við ráðuneytið og alla þá aðila og hópa sem verkefninu tengjast. Til upplýsinga skal þess getið að jafnframt verður óskað eftir því að heilsugæslur/heilbrigðisstofnanir, lögreglustjórar, sýslumenn og framhaldsskólar tilnefni sambærilega fulltrúa innleiðingar. Auk þess verður óskað eftir tilnefningum fulltrúa stofnana á landsvísu.

Þess er vinsamlega óskað að tilnefning berist ráðuneytinu eigi síðar en mánudaginn 1. nóvember nk.

Jafnframt vekur ráðuneytið athygli á að í tengslum við innleiðingarferlið verður haldinn vinnufundur í Hörpu þar sem óskað verður eftir þátttöku fulltrúa innleiðingar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. nóvember nk. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins berast síðar í vikunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna sviðsstjóra félagsmálasviðs sem fulltrúa innleiðingarinnar. Til vara verði sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs á næsta fund ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að ræða heildarskipulag í tengslum við samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.

10.Bæjartún íbúðafélags hses.; varðar umsókn um stofnframlag vegna bygginga á 6 íbúðum

Málsnúmer 202103152Vakta málsnúmer

Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var staðfest afgreiðsla og tillaga byggðaráðs um stofnframlag til Bæjartúns íbúðafélags hses fyrir 12% af áætluðu stofnvirði til byggingar sex íbúða á Dalvík.
Forsenda fyrir veitingu stofnframlags Dalvíkurbyggðar er að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag. Ákvörðun um veitingu stofnframlags Dalvíkurbyggðar fellur niður án tilkynningar ef þetta skilyrði er ekki uppfyllt.

Fyrir liggur því samkvæmt ofangreindu að forsendur fyrir veitingu stofnframlags eru brostnar þar sem liðnir eru meira en sex mánuðir frá afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt var upplýst á fundinum að fyrir liggur staðfesting frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á þeirri ákvörðun HMS um að synja Bæjartúni íbúðafélagi hses um stofnframlag ríkisins til byggingar sex almennra íbúða á Dalvík. Samantekið þá verður ekki af stofnframlagi Dalvíkurbyggðar til Bæjartúns íbúðafélags hses.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:33.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs