Byggðaráð

986. fundur 27. maí 2021 kl. 11:30 - 13:04 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður byggðaráðs
Dagskrá
Sveitarstjóri tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS fjarfund.

1.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Samkomulag vegna atvinnuástands 2021 og minnisblað um atvinnuátak.

Málsnúmer 202105118Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 11:30.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 25. maí 2021, um atvinnuátak námsmanna 2021 og samkomulag, dagsett þann 21. maí 2021, milli Dalvíkurbyggðar og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um störf við Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar til handa ungmennum sem verða 17 ára á árinu.

Dalvíkurbyggð fékk úthlutað 5 störfum vegna atvinnuátaks ríkisstjórnarinnar fyrir námsmenn. Lagt er til að kostnaði vegna átaksins sé vísað á deild 06270 Vinnuskóla og ekki þurfi að koma til sérstakur viðauki.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir ofangreint.

2.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka v. styttingu vinnuviku

Málsnúmer 202105124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, rafpóstur dagsettur þann 18. maí 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 611.126 við fjárhagsáætlun 2021 á deild 06500 Íþróttamiðstöð vegna styttingu vinnuvikunnar.Gísli Rúnar vék af fundi kl. 11:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 10 að upphæð kr. 611.126 við deild 06500 vegna launa og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla- drög að könnun

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað;

"Með fundarboði fylgdu gögn frá Vinnuhópi um Gamla skóla og Friðlandsstofu:
a) Minnisblað vinnuhópsins til byggðaráðs.
b) Kostnaðaráætlun frá AVH um endurbætur húsnæðisins ásamt yfirliti.
c) Fundargerð þriðja fundar vinnuhópsins þann 18.05.2020.
d) Þrjár fundargerðir samtalshóps starfsmanna um verkefnið frá 15. apríl, 27. apríl og 17. maí.

Gögnin eru lögð fram til kynningar og umræðu í byggðaráði en stefnt er að ákvarðanatöku sveitarstjórnar á næsta fundi þann 15. júní nk.
Ofangreint til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með drög fyrir byggðaráð að könnun meðal íbúa."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að könnun meðal íbúa í samræmi við ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram ofangreind drög að könnun í samræmi við umræður á fundinum og setja í loftið á heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Frá UT_teymi; Fjarskiptamál - Drög að samningi við Símann

Málsnúmer 202104167Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað, dagsett þann 26. maí 2021, frá UT-teymi sveitarfélagsins þar sem gert er grein fyrir verðfyrirspurn UT-teymis vegna fjarskiptamála.
Lagt er til að gengið verði til samninga við Símann skv. meðfylgjandi samningsdrögum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að gengið verði til samninga við Símann og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi drög að samningi við Símann.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; umræður um verkefni, áherslur, forgangsröðun og stefnu vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2022-2025.

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var samþykkt að halda áfram umræðum um verkefni, áherslur, forgangsröðun og stefnu í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2022-2025.
Til umræðu og lagt fram til kynningar.

6.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, drög / endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Samþykkt um stjórn Dalvikurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingatillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasvið og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum.
Til umræðu og lagt fram til kynningar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.

Málsnúmer 202105095Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 18. maí sl., þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis, Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál

Málsnúmer 202105101Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 19. maí 2021, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:04.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður byggðaráðs