Byggðaráð

985. fundur 20. maí 2021 kl. 13:00 - 15:34 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Geymsluskáli við Sandskeið, greinargerð.

Málsnúmer 202105022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 4. maí 2021, þar sem vísað er til þess að á fjárhagsáætlun ársins 2020 voru áætlaðar 45 m.kr. í fjárfestingu vegna byggingu á geymsluskála veitna við Sandskeið. Í árslok voru færðar um 52,9 m.kr. á verkefnið. Mismunurinn felst aðallega í meiri jarðvinnu en gert var ráð fyrir, lagður var gólfhiti í allt húsið, gera þurfti nýja rafmagnstöflu fyrir húsið og leggja rafstreng.

Fram hefur komið viðbótar reikningur frá verktaka að upphæð um 1,9 m.kr. sem láðst hafði að innheimta fyrir. Heildarkostnaður geymsluskála verður þá um 54,8 m.kr. í stað 45 m.kr.

Á árinu 2021 er gert ráð fyrir að leggja malbik við innkeyrsluna í geymsluskála og kaup á hillurekkum, áætlaður kostnaður 3,5 m.kr.

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs leggur til að útistandandi reikningur að upphæð um 1,8 m.kr. verði gerður upp við verktakann og því mætt með því að fresta hluta framkvæmda við geymskuskálann til næsta árs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á framkvæmdaáætlun ársins 2021.

2.Frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs; Skólaakstur í Menntaskólann á Tröllaskaga.

Málsnúmer 202010086Vakta málsnúmer

Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:22.

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október 2020 var tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 19. október 2020, þar sem lagt var til að haldið verði áfram að gera ráð fyrir kostnaði vegna skólaaksturs nemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga í fjárhagsáætlun 2021. Gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 árið 2021 samkvæmt fyrirliggjandi tillögum á málaflokk 04. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óska eftir nánari upplýsingum. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært minnisblað sem sviðsstjórarnir gerðu grein fyrir. Eyrún vék af fundi kl. 13:41.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
a) Að vísa kr. 2.000.000 nettó kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á málaflokk 02; ferðaþjónusta við fatlaða.
b) Núverandi fyrirkomulag gildi eingöngu út vorönn 2021 og er vísað til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir að skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga taki til umfjöllunar aðgengi nemenda úr Dalvíkurbyggð að áætlunarferðum á milli byggðakjarnanna sem geri þeim kleift að stunda námið samkvæmt stundaskrá.
c) Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við sviðsstjóra félagsamálasviðs, komi með tillögu að gjaldskrá fyrir nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga vegna ferða nemenda með akstursþjónustu á vegum sveitarfélagsins. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 26. apríl 2021, er varðar a) ósk um áframhaldandi akstursþjónustu við framhaldsskólanemendur í MTR og b) gjaldskrá fyrir skólaakstur í MTR.


a) Lagt er til sveitarfélagið bjóði upp á áframhaldandi þjónustu um skólaakstur í MTR skólaárið 2021-2022. Rök: Samkvæmt upplýsingum frá MTR er ekki hægt að koma til móts við nemendur vegna mætingu í fyrsta tíma. Horft er til öryggis nemenda vegna snjóflóðahættu. Líkur eru á að nemandi verði á starfsbraut skólans á næsta ári og samkvæmt lögum um málefni fatlaðra ber sveitarfélaginu að sinna ferðaþjónustu fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla.
b)Lagt er til að gjaldskrá verði kr. 25.000 per mánuð og greitt mánaðarlega. Kostnaður sveitarfélagsins til verktaka mánaðarlega er um kr. 400.000. Í dag eru 5 nemendur að nýta sér rútuferðirnar. Nettó kostnaður sveitarfélagsins þá í 9 mánuði er áætlaður um 2,7 m.kr.

a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um akstur skólaárið 2021-2022.
b)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá.

3.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfesti ofangreindan viðauka á fundi sínum þann 12. maí sl.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Minnisblað frá 12. maí sl. þar sem fram kemur að samhliða ofangreindum framkvæmdum þurfti að skoða ýmsa viðhaldsþætti sem tengjast ekki endilega framkvæmdunum en mikilvægt að nýta tækifærið og klára, s.s. endurnýja stúta í sundlaug, endurnýja stút i vaðlaug, vinna við hitalögn við rennibraut, endurnýja brotnar flísar, alls áætlað um 3,4 m.kr. Lagt er til að á móti þessum kostnaði verði hætt við nokkur verkefni í viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2021 við Dalvíkurskóla, Sundlaug Dalvíkur og Íþróttamiðstöð.

Að auki er upplýst um 2,3 m.kr. kostnað vegna eftirlits með klórkerfinu sem ekki var vitað um og ekki því gert ráð fyrir.

Ofangreint er því alls um 5,7 m.kr.

b) Erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að upphæð kr. 4.830.000 við lið 31240-4160. vegna ofangreindra verkefna sem hafa komið til vegna framkvæmda við Sundlaug Dalvikur. Ekki er gert ráð fyrir niðurfellingu verka á móti þessum kostnaði og óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti.

4.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; PayAnalytics vegna launagreininga - drög að samningi

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 19. maí 2021, er varðar samning um PayAnalytics vegna jafnlaunavottunar og launagreininga. Gert er ráð fyrir þessu verkefni í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs 2021. Lagt er til að gerður verði samningur til árs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og fyrirliggjandi drög að samningi.

5.Frá sveitarstjóra; Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar- drög að erindisbréfi

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Á 324. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. apríl 2020 var samþykkt erindisbréf fyrir vinnuhóp um vinnu að umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar. Vinna við umhverfisstefnu var sett á bið sumarið 2020 þar sem sveitarfélög hafa nú lagaskyldu um mótun loftslagsstefnu.

Með fundarboði fylgir endurskoðað erindisbréf þar sem vinnuhópurinn fái það hlutverk að vinna loftslagsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

Lagt fram til kynningar og umræðu og frekari umfjöllun frestað til næstu funda byggðaráðs.

6.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá fundi þann 4. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Stafrænt ráð sveitarfélaga.

Málsnúmer 202012108Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:53.

Tekið fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. mars 2021, er varðar samstarf sveitarfélaga í stafrænni þróun
Vísað áfram til UT_teymis sveitarfélagsins til upplýsingar og skoðunar.

8.Orlof húsmæðra í Eyjafirði; Skýrsla stjórnar fyrir árið 2020

Málsnúmer 202105064Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:55.

Lögð fram til kynningar skýrsla stjórnar fyrir árið 2020 frá stjórn Orlofs húsmæðra í Eyjafirði, móttekin þann 7. maí 2021.
Byggðaráð vísar ofangreindri skýrslu til félagsmálaráðs til upplýsingar.

9.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2021 verður 19. maí í Þjóðarbókhlöðu

Málsnúmer 202105069Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 11. maí 2021 þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. fimmtudaginn 19. mai 2021, kl. 12:30 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2021

Málsnúmer 202105059Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Málræktarsjóði, dagsettur þann 7. maí 2021, þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 4. júní kl. 15:30 í Reykjavík. Dalvíkurbyggð á rétt að senda fulltrúa á fundinn.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Skógræktinni; Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni

Málsnúmer 202105065Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 10. maí 2021 frá Skógræktinni er varðar meðfylgjandi fréttatilkynningu um áherslur Íslands í tengslum við Bonn- áskorunina um útbreiðslu skóga. Skógræktin og Landsgræðslan leitar nú til sveitarfélaga að taka áskoruninni með þeim.

Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þátttöku i verkefninu, tillögum að svæðum umfram þau sem eru í umsjá og ríkisstofnana og hvort og með hvaða hætti slík skilgreining gæti orðið hluti af skipulagi sveitarfélagsins. Æskilegt er að afstaða sveitarfélagsins liggi fyrir í síðasta lagi 31. maí nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs.

12.Frá nefndasviði Alþingis; Vinnuskjal með drögum af breytingum, mál nr. 378 frá umhverfis og samgöngunefnd Alþingis

Málsnúmer 202105024Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 4. maí 2021, þar sem kynnt er meðfylgjandi vinnuskjal með drögum að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), sem Umhverfis- og samgöngunefnd er að vinna með.

Í drögunum er leitast við að ná málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða varðandi málið án þess að missa sjónar að markmiðinu sem sett var fram í þingsályktun nr. 21/150, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.
Nefndin stefndi að því að taka málið aftur á dagskrá 12. maí sl. og því væri hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fram að þeim tíma.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga umfjöleignarhús, 597. mál.

Málsnúmer 202105082Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 12. maí 2021 frá nefndasviði Alþingis þar sem fram kemur að Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE í apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021 og ársreikningur 2020.

Málsnúmer 202105068Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur þann 6. maí 2021, þar sem meðfylgjandi er fundargerð nr. 63 ásamt ársreikningi samtakanna fyrir árið 2020.
Byggðaráð vísar ofangreindu til upplýsingar í Atvinnumála- og kynningarráði. Veitu- og hafnaráð er búið að taka ofangreint inn á dagskrá hjá sér.

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 896.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá vinnuhópi; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:24.

Með fundarboði fylgdu gögn frá Vinnuhópi um Gamla skóla og Friðlandsstofu:
a) Minnisblað vinnuhópsins til byggðaráðs.
b) Kostnaðaráætlun frá AVH um endurbætur húsnæðisins ásamt yfirliti.
c) Fundargerð þriðja fundar vinnuhópsins þann 18.05.2020.
d) Þrjár fundargerðir samtalshóps starfsmanna um verkefnið frá 15. apríl, 27. apríl og 17. maí.

Gögnin eru lögð fram til kynningar og umræðu í byggðaráði en stefnt er að ákvarðanatöku sveitarstjórnar á næsta fundi þann 15. júní n.k.
Ofangreint til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með drög fyrir byggðaráð að könnun meðal íbúa.

18.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvikurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202103143Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. maí 2021, vegna meðfylgjandi tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar ásamt fylgigögnum. Í minnisblaðinu er gert grein fyrir helstu breytingum sem gerðar hafa verið á gildandi samþykkt.
Til umræðu á fundinum og áfram á næstu fundum byggðaráðs.

19.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; auglýsing og hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu (byrjun á umræðu).

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
b) Byrjun á umræðu, hugmyndir að verkefnum, áherslum, forgangsröðun og stefnu vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2022-2025.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Umræðu verður áframhaldið á næstu fundum byggðaráðs.

Fundi slitið - kl. 15:34.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs